14.12.2008
Réttarstaða aðkomutíkur!!
Var að koma af jólahlaðborði í Hótelinu!
Frábært kvöld. Góður matur, góður félagsskapur - smiðirnir "mínir" taka sko ekki hamarinn með sér á ball. Ég dansaði gjörsamlega af mér fæturnar. Hljómsveitin var undarlega góð miðað við að hún kemur úr Hveragerði........ En eins og ég hef margoft tekið fram þá hef ég alls enga fordóma í garð Hvergerðinga. Sumir af mínum beztu Hvergerðingum eru vinir. Ójá þessi setning á við ansi víða - allavega í mínu tilfelli - sem er svo önnum kafin að bera af mér fordóma Ég er búin að hlæja svo mikið í kvöld að mig verkjar í kinnarnar - enda kona alls ekki vön svona fíflagangi.........
Er að velta því fyrir mér hvort það taki því nokkuð að fara að sofa úr því sem komið er
Ég vakti verðskuldaða athygli í morgun, þegar ég var nöppuð af lögreglunni í óræktinni niður við á með þrjá hunda, dansandi í kringum mig....... Þeir skelltu á mig kastaranum og ég hreinlega heyrði þá hugsa hvað þeim þótti við vera grunsamleg þarna í myrkrinu. Sjálf er ég handviss um að það var aðkomutíkin sem var grunsamlegust. Ég meina hún var með blikkandi jólaljósaól!
Hvursu grunsamlegt er það??
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
"Drop that Dogs!" segja FBI agentarnir!
Einar Indriðason, 14.12.2008 kl. 09:44
Eða voru það FÍB?
Einar Indriðason, 14.12.2008 kl. 09:45
Hmm... BBC?
Einar Indriðason, 14.12.2008 kl. 09:46
ABC?
Einar Indriðason, 14.12.2008 kl. 09:47
RÚV!!!
Einar Indriðason, 14.12.2008 kl. 09:50
Gott að þú skemmtir þér vel elsku vinkona. Virkilega gaman að fá svona knús frá þér í gær í framhjáhlaupi, þú svona sælleg í framan eftir að hafa séð jólasveinana.
En það er víst best að ég fari að hafa mig til fyrir vinnuna.
Kram og knús á þig krútta.
Tína, 14.12.2008 kl. 10:19
heheheh hugsanlega hefur Einar dansað frá sér allt vit í gærkvöldi......
Tina! Gott að fá að knúsa þig aðeins og reyna að smita minni köldu kinn yfir ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 14.12.2008 kl. 11:16
Sko Hvergerðingar eru besta fólk...sérstakleg brotfluttir... Ég er lifandi dæmi þess :)
Vilma Kristín , 14.12.2008 kl. 11:53
Það er nú ekki dónalegt að vera upplýst, það er þá ekkert á huldu hjá þér mín kæra !!
Ásdís Sigurðardóttir, 14.12.2008 kl. 13:32
Sko...þetta hefur pottþétt verið aðkomutíkin...og jólaólin blikkandi...en löggur eru mjög forvitinn þjóðflokkur sem þarf að vita hver er hvurs og hvur er hvar...en þekkja þig pottþétt sko...vita allt um þig og þínar ferðir.... En..kannski er það ekkert smiður sem þú átt að vera að kíkja eftir...????
Bergljót Hreinsdóttir, 14.12.2008 kl. 13:35
Rosalegt djamm er á þér.
Svo heldurðu áfram með hundana út um allar trissur í morgundimmunni.
Jösses.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.12.2008 kl. 14:55
Hundspott með jólaljós. Hversu langt er hægt að ganga við að niðurlægja þessi grey?
Helga Magnúsdóttir, 14.12.2008 kl. 16:59
Öhh...
hafi bara hundarnir verið að pissa (og ekki frúin) þá skil ég ekki áhuga lögreglunnar á ykkur þarna í óræktinni nema þeir hafi haldið að þið væruð að stela henni (óræktinni)
Fólk stelur skringilegustu hlutum sko.
Alveg er ég viss um að Lappi og Keli færu bara ekki út með blikkandi jólaljósaólar ...ekki frekar en ég sjálf.
Ragnheiður , 14.12.2008 kl. 18:18
Alltaf sama öfundin í ykkur Selfyssingum í garð okkar Hvergerðinga Það er ekki spurning að bestu hljómsveitirnar og limirnir koma frá og búa í HVERAGERÐI, nema Þórir greyið í ÁMS, en hann kemur einn daginn til okkarjá sannaðu til hann flytur til okkar einn daginn
Kveðja
Hveragerðingur (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 23:01
Ég er í sambandi við Hvergerðing sem er vinur minn.Svo er það Erhvergi en ekki Hveragerði
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 03:58
MEIRA jammið á þér kona! Fegin að þú fórst ekki með reiknivélina á ballið ... Gott að þú skemmtir þér vel og hafir fengið í kinnarnar! Njóttu dagsins í jólaskapi!
www.zordis.com, 15.12.2008 kl. 09:27
Já MEIRA rosa jammið allfaf hreint......
Sko Hveragerðingur! Þegar Þórir fer þá fer ég.... Takk fyrir innlit.
Hrönn Sigurðardóttir, 15.12.2008 kl. 10:28
Hahaha alltaf léttist á mér brúnin við að koma hingað hinn, þú getur verið hrikalega fyndinn Hrönn mín. En það er eins gott að þú hefur ekki fordóma gagnvart Hvergerðingum, ég á nokkra góða vini þar, til dæmis bloggvinkonu mína hana Huldu, og ýmsir fleiri
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2008 kl. 11:02
hahhaha alltaf jafn gott fyrir andlitsvöðvana mína að koma hingað inn og lesa bloggið þitt
Dísa Dóra, 15.12.2008 kl. 12:54
JólaLjósaKveðjur
SteinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 15.12.2008 kl. 12:58
Djammstuð og dillidill á minni og það undir takti Hvergerðinga
það er eða VAR geðveikt að djamma með Húrígerðingum í denn....
Hvap Hét svo hljómsveitin ??? Kannski Húrrí Gúrrý.....
Solla Guðjóns, 15.12.2008 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.