Fallegur, góður, beztur

"Ísland sé frjálst, meðan sól gyllir haf" syngur Pálmi Gunnars svo stoltur og ég fæ gæsahúð yfir fegurð orðanna..............

Svo hlusta ég á fréttir og mér rennur kalt vatn á milli skinns og hörunds yfir því að hugsanlega missi Ísland sjálfstæði sitt - rétt á meðan ég næ mér í mína átta tíma bjútíblund............. 

Mér líður svolítið eins og í millilandaflugi þegar það að halda flugvélinni á lofti ríður á því að ég sofni ekki!

Viljiði virkilega að ég hætti að sofa? Bara svo þið vitið það, þá hefur það svipuð áhrif og ef ég hætti að borða. Þið hafið val! Úthvíld kona versus útvakin kona, sem þýðir svona ykkur að segja, fremur hvatskeytileg útgáfa af þessari fremur ljúfu konu sem þið teljið mig vera..............

Annars átti ég þrusugóðan dag! Mikið að gera í vinnu, sem er gott. Eitthvað það leiðinlegasta sem ég geri í vinnu er að hanga og bíða eftir að klukkan verði...........

....fór svo með mömmu upp í Miðdalskirkjugarð. í Laugardal, að kveikja á ljósinu á leiðinu hans afa. Sem svona ykkur að segja var alltaf minn uppáhaldsafi..... Hann var afinn sem alltaf nennti að lesa fyrir mig uppáhaldssöguna mína sem var um geiturnar þrjár - og hann lét aldrei bera á því að hann væri eitthvað þreyttur á sögunnni - hvað þá  að hann væri meðvitaður um hvernig hún endaði......... Hann var afinn sem nennti endalaust að halda á mér og knúsa mig.... Hann var afinn sem allar litlar stúlkur verðskulda...... 

Ég get ennþá, ef ég loka augunum fundið lyktina af píputóbakinu hans afa og heyrt hann lesa fyrir mig  Geiturnar þrjár InLove

Hann var og er minn uppáhalds.............


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hann afi minn fór með þulur fyrir mig, mér fundust það miklu skemmtilegri bænir en bænirnar hennar mömmu.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.12.2008 kl. 21:07

2 Smámynd: Dísa Dóra

ohhhhh yndislegir svona afar.  Minn afi tók í nefið og átti svona neftóbakshorn - finn enn lyktina þegar ég hugsa til hans

Dísa Dóra, 12.12.2008 kl. 22:45

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fallegt um afa þinn.  Ég átti líka svona afa.

En af hverju heldur þú að við séum þeirrar trúar að þú sért ljúf?

Alveg er ég viss um að það hefur ekki nokkrum manni dottið í hug.

Og komdu þér svo UNDIR rúm.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.12.2008 kl. 23:04

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég átti líka svona afa gleðileg jól elsku Hrönn mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.12.2008 kl. 23:44

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég átti afa sem gat sagt svona sögur sofandi, með litla (mig), nafna í kúrinu.

Þúrtbjútý þegar, svefninn má stytta niður í 6 tíma, á meðan skal vörðinn standa.

Steingrímur Helgason, 12.12.2008 kl. 23:47

6 Smámynd: www.zordis.com

KNús á þig sæta vinkona. Afi minn smíðaði flugvélar, sigldi um á skútum og sómabátum og veiddi sporð í soð fyrir ömmu sætu!

Þú ert birtan sem lýsir upp bloggtilveruna mína :-)

www.zordis.com, 13.12.2008 kl. 00:10

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mikið var þetta ljúf lesning um hann afa þinn  Ég átti svona ömmu...en ég þurfti að lesa fyrir hana, þar sem hún var blind

Sigrún Jónsdóttir, 13.12.2008 kl. 00:38

8 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Eftir gengin ævispor, koma upp minningar. Lykt og  þegar við heyrum lög spiluð það ótrúlegt hvað hugurinn fangar.

Ljós og kærleikur til þín

Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.12.2008 kl. 13:58

9 identicon

Yndisleg frásögn af fallegum afa.Ég átti 1 afa.Hann var ekki svona .Þú ert  rík

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 22:16

10 Smámynd: Vilma Kristín

Já, svefn og matur er mikilvægur... skortua á öðru hvoru eða báðum getur breytt hinum ljúfustu lömbum í öskrandi ljón...

Vilma Kristín , 13.12.2008 kl. 23:21

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Yndisleg

Heiða Þórðar, 13.12.2008 kl. 23:28

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Afi minn gaf mér sko í nefið þegar ég var 6 ára. 

Anna Einarsdóttir, 14.12.2008 kl. 17:52

13 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Flott hjá kalli

Anna Ragna Alexandersdóttir, 14.12.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband