5.12.2008
Fótastrímfetish!
Ég fór á nytjamarkaðinn í dag. Hitti þar Svandísi og fótastrímtækið mitt eins og Brattur kallar það ;) Keypti líka glás af gleri. Á alltaf svo erftt með að standast hluti sem glitra Fékk m.a. tólf staup fyrir skid og ingenting - einhver verður að drekka fyrir ABC börnin - ekki viljum við að þau fari að hella í sig.... Ég fórnaði mér algjörlega og af fúsum og frjálsum......! Mæli með þessum nytjamarkaði í Nóatúni - geysilegt úrval fyrir lítinn pening og ekki spillir fyrir að styrkja gott málefni í leiðinni.
Sat svo og horfði á Útsvar - með heimskulegt glott á andlitinu - og ég skal alveg trúa ykkur fyrir því, svona utan dagskrár, að það er alls ekki sá svipur sem fer mér bezt. Mér leið bara svo vel með tærnar á kafi í fótastríminu Ég get svo svarið það - ég er alveg ný kona. Svona fótastrímkona....
Fór líka í Sjafnarblóm, blómabúðina mína á horninu, og keypti mér rósir sem fylgja mér á milli herbergja, eins og hundur í bandi. Rósir hafa ótrúlega upplífgandi áhrif á mig, þær virka á mig eins og ódýrt geðlyf.......
Lífið er nefnilega, þegar allt kemur til alls, gott! Þrátt fyrir lygar og pretti ráðamanna - ég er mest fegin að ég er ekki innmúruð í þann félagsskap. Ég er ansi smeyk um að ekki einu sinni fallegar rósir gætu þá fært mér hugarró.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Alveg er ég klár á að rósirnar og tala nú ekki um fótanuddtækið fari þér vel.
Aftur knús á þig elsku hjartans vinkona.
Tína, 6.12.2008 kl. 00:05
Hrönn Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 00:07
Þú er nú alveg ein róz sjálf..
Nú ber að verzla síld, til að brúka ákavítizstaupin !
Steingrímur Helgason, 6.12.2008 kl. 00:16
Nautnaseggurinn þinn. Sé þig alveg í anda. Og finn rósa-ilminn. Í guðsfriði!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.12.2008 kl. 00:23
Fótastrím og rósir,ekki að spyrja að dekrinu þarna fyrir austan fjall.Í ofanálag við sundleikfimi og fjall og skógargöngur.Lúxus er þetta á krepputímum
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 00:36
Sé líka fyrir mér að láta rósablöð fljóta um í fótanuddtækinu! Það yrðu svo nuddaðar tásur með rósailm sem kæmu uppúr... geggjað...
Vilma Kristín , 6.12.2008 kl. 00:43
Hahah akkúrat það sem mig vantaði núna,,,, eins geðvond og ég var fyrr í kvöld,,,, að lesa hressilegt blogg frá þér..koddu með fótastrímtækið í heimsókn.......bara af því það verður svo gaman...það er til eitt slíkt hér á bæ.
Solla Guðjóns, 6.12.2008 kl. 01:07
fótastrím.... baaaaaara snilld
Sat svo og horfði á Útsvar - með heimskulegt glott á andlitinu - og ég skal alveg trúa ykkur fyrir því, svona utan dagskrár, að það er alls ekki sá svipur sem fer mér bezt.
Þú drepur mig kona...
takk fyrir frekar mikið yndislega kveðju mín megin.
Jóna Á. Gísladóttir, 6.12.2008 kl. 01:13
Greinilega ein sem kann að njóta lífsins, sé þig í anda með glott og fætur í bleyti. Njóttu helgarinnar mín kæra
Ásdís Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 05:19
Til lukku með fótastrímtækið Mun hugsa til þín yfir næstu útsendingu Útsvars
Sigrún Jónsdóttir, 6.12.2008 kl. 08:25
Elska yður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.12.2008 kl. 09:09
Hrönn - elska þig einnig. Þú skrifar yndislega pistla. Takk fyrir þetta og ég vona að þú finnir eitthvað skemmtilegt á mörkuðum laugardagsins.
Ástarkveðjur
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 09:48
Ást of friður!
Ég ætla að kenna ljónshjartanu að taka myndir og öplóda svo við hin getum séð svip nautnarseggsinsþ Lovjú girl!
www.zordis.com, 6.12.2008 kl. 10:07
Nú hefði ég viljað vera dauð fluga á vegg hjá þér kæra vina..... sé þig alveg fyrir mér með fæturna á kafi í tryllitækinu brosandi eins og hross í afmæli...... Nú verð ég barasta að redda mér göngugipsi og arka af stað til þín....
Fanney Björg Karlsdóttir, 6.12.2008 kl. 12:55
Í mínu tilviki ert það ÞÚ sem hefur uppbyggjandi áhrif á mig og gefur mér hugarró! Sé þig alveg í anda að þvælast um allt heimilið með rósirnar. Hahaha
Hugarfluga, 6.12.2008 kl. 13:32
Kærleiksknús frá Lejre til þín sem situr sennilega í streemmmtækinu
sSteinunn Helga Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 18:32
Ha ha ha! Krúttið þtt!
Það þarf ekki mikið til að gleðja þig....þú ert frábær..með og án fótastrímtækis...
Bergljót Hreinsdóttir, 6.12.2008 kl. 19:43
Anna Ragna Alexandersdóttir, 6.12.2008 kl. 21:59
Mig langar í svona fótastrímtæki ................................kannski ég bæti því á jólagjafalistann
Huld S. Ringsted, 6.12.2008 kl. 22:53
Fótastrímkonan hehehe það sem þér dettur ekki í hug kona mín. Og ég sé rósirnar fyrir mér, eltandi þig milli herbergja Mikið er ég sammála þér með ráðamennina, þar duga engar rósir og jafnvel ekki vín. Takk fyrir enn eina frábæru færsluna
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2008 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.