Séð og heyrt

Ég fór á flandur með mömmu í gær! Bauð henni í súpu og brauð - nokkursskonar súpueldhús Suðurlands Tounge hjá Guðna bakara í hádeginu. Þar sátum við og kjöftuðum alveg þangað til hún þurfti að mæta í lagfæringu eins og hún kallar það að fara í klippingu og litun Sideways Hún hringdi svo í mig aftur eftir vinnu og við fórum í skoðunarferðir vítt og breitt. Fórum á nytjamarkaðinn hjá Svandísi og Hvítasunnukirkjunni þar sá ég fótanuddtæki sem ég er enn að hugsa um að kaupa. Hugsið ykkur lúxusinn að geta setið með fæturnar í bullandi nuddi á meðan ég græja vaskinn ;)  Fór líka á geisladiska og dvd markað og keypti mér disk með Pálma Gunnarssyni - mig er búið að langa lengi í disk með honum kallinum vegna þess að alltaf þegar ég er leið eða döpur - nema hvorutveggja sé - þá söngla ég alltaf laglínuna úr jólalaginu með honum um að "víða mætti vera meira um kærleika og ást...:" alveg þangað til hann nær mér uppúr lægðinni. Eða djúpa dalnum, eins og prestur nokkur kallaði þessi skapbrigði hjá ágætum manni sem ég þekki ekki neitt! Mér fannst bara svo fyndið að vera í djúpum dal og fór að velta því fyrir mér í framhaldinu hvort hann ætti þá ekki best heima í Djúpa Dal Tounge .....en það er nú önnur saga sem ekki verður sögð hér að svo stöddu........

Sem ég sit núna og hlusta á Pálma syngja um að hann elski mig enn W00t ekki þó með fætur í nuddpotti, fór ég að hugsa um "alla" mína fyrri elskhuga - það er svo sem ekki laust við að ég beri hlýhug til þeirra flestra - en þó ekki allra.....

Mér dettur samt ekki í hug að fara að nafngreina og því síður aldursgreina þá hér og nú. Ég meina það styttist í jólin Sideways

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég hugsa bara um minn núverandi sem er búinn að vera minn núverandi í 27 ár. Og hann er 7 árum yngri en ég.

Helga Magnúsdóttir, 4.12.2008 kl. 17:43

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ef einhver kemur mér í gott skap, þá ert það þú og var ég sko ekki í neinum þungum þönkum né í Djúpadal.   

Marinó Már Marinósson, 4.12.2008 kl. 18:09

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, þú ert svo yndisleg Hrönnslan mín, ljúf og krúttleg færsla. Maður á alltaf að hugsa af og til, til sinna fyrrverandi, einu sinni asnaðist maður til að elska þá, svo mikið er víst og það er ekki bara þeim að kenna.  Njóttu fótanuddtækisins, hvað kostaði það annars. ??

Ásdís Sigurðardóttir, 4.12.2008 kl. 18:25

4 Smámynd: Hugarfluga

Á meðan Pálmi elskar mann er allt gott!

Og varðandi fótanuddtækið.  Skelltu þér á það! Nú, ef það nýtist þér ekki sem skyldi má alltaf rækta basil og rósmarín í því.

Hugarfluga, 4.12.2008 kl. 18:31

5 Smámynd: Ragnheiður

Ja hérna, ég vil meina að það sé þroskamerki þegar maður tekur upp á að elska aftur gamla elskhuga og eiginmenn niðurlagða.

en bara svo þú vitir....aaalveg róleg og ekkert að slíta úr heilabúinu hehe

Ragnheiður , 4.12.2008 kl. 19:30

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

já sko kannski ekki elska þá aftur..... meira svona...... bera hlýhug til þeirra ;) ....flestra

Fluga! Hrikalega góð hugmynd. Bezt ég fari strax á morgun og skelli mér á það.... :)

Takk Marinó ;)

Ásdís! Ég mundi kannski ekki alveg nota orðasambandið "um að kenna"  í þessu sambandi... meira svona.......vanhugsað

Helga! Tuttuguogsjö ár!! Það er alveg hellingstími! Til hamingju með það

Hrönn Sigurðardóttir, 4.12.2008 kl. 19:34

7 Smámynd: Brattur

Hélt fyrst að þú hefðir farið á hestbak með mömmu á hestinum Flandur... er það ekki misskilningur í mér?... annars er Fótastreamtækið besta tækið sem hægt er að fá í dag...

Brattur, 4.12.2008 kl. 19:41

8 Smámynd: Solla Guðjóns

á meðan ég græja vaskinn bíddu bíddu????

Solla Guðjóns, 4.12.2008 kl. 20:08

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jú Brattur það er alveg rétt hjá þér! Það er algjör misskilningur ;) Fótastreamtæki

Solla! Vaskur - Virðisaukaskatturinn sem fyrirtæki greiða á tveggja mánaða fresti

Hrönn Sigurðardóttir, 4.12.2008 kl. 20:11

10 identicon

Flestra????? Allra?????Fyrrverandi????????

Þú ert snillingur kona.fótastremtæki hehehehehehehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 20:48

11 Smámynd: Solla Guðjóns

VÓÓ  ég setti þetta allt í samhengi ...vask og fótanuddtæki......hélt kannski að sturtan væri biluð

Solla Guðjóns, 4.12.2008 kl. 20:48

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.12.2008 kl. 21:41

13 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Skelltu þér á fótanuddstækið...svo kem ég og les fyrir þig.... og þá er eins og ég sé í vinnunni....skiluru...

Love jú...miss jú.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 4.12.2008 kl. 21:41

14 Smámynd: Vilma Kristín

Fótanuddtæki... mmmm, svoleiðis langar mig í. Sé alveg fyrir mér hugguleg kvöld þegar það er orðið rolegt í vinnunni þar sem ég get slakað á, horft á sjónvarpið og dinglað tásunum í bublandi fótanuddtæki.

Vilma Kristín , 4.12.2008 kl. 21:47

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk fyrir það Svandís :)

Já Vilma - þetta hljómar hreint ekki illa ;)

Fanney! Í vinnunni? Þetta var nú óþarfi lovjútú

Jenný  

Solla!

Birna Dís!

Hrönn Sigurðardóttir, 4.12.2008 kl. 22:18

16 Smámynd: Dísa Dóra

Fótanuddtæki - mmmmmmmmmm ekki amarlegt að eiga svoleiðis, ég ætti kannski að verða á undan þér á morgun   Er þessi DVD markaður eitthvað sem vit er í?  Eitthvað ódýrt þarna?

Knús til þín

Dísa Dóra, 4.12.2008 kl. 22:26

17 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

En Pálmi og fótanuddtæki hljómar bara vel.....saman

Sigrún Jónsdóttir, 4.12.2008 kl. 23:35

18 Smámynd: www.zordis.com

Fótanudd og Sódastream hljómar góð blanda! Langar að fara á þennan jólamarkað og skoða gersemarnar! Kona skyldi alltaf hugsa vel til þeirra sem hafa snert hjarta hennar!

www.zordis.com, 5.12.2008 kl. 00:08

19 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

pálmi og fótanuddstæki, getur ekki verið íslenskara

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 16:32

20 Smámynd: Heiða  Þórðar

Pálmi semsé elskar okkur báðar

Heiða Þórðar, 5.12.2008 kl. 20:14

21 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvernig er annað hægt?

Hrönn Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 20:32

22 Smámynd: Tína

Shit hvað ég hef saknað þess að lesa þig ekki tjelling!!!! Hvað þá að hafa ekki komist í kaffi til þín í allt of langan tíma. Hnussss eymdarlíf hjá mér I must say.

Knús á þig skotta en ég lofa að koma í kaffi strax eftir áramót

Tína, 5.12.2008 kl. 23:03

23 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hlakka til að sjá þig Tína mína fína! Ég verð búin að búa til heitt súkkulaði klukkan 00:01 þann fyrsta fyrsta tvöþúsundogníu ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 00:00

24 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég hef verið orkulaus og óhemju löt að lesa blogg elsku Hrönnslan mín. Hef þó litið við hjá uppáhöldunum mínum stöku sinnum, þér, Guðný Önnu, Jenný og Heiðu sætu skessu. Annað fólk hef ég ekki haft þrek fyrir eða lyst uppá síðkastið. En nú fer landið vonandi að rísa smám saman. Ættum við ekki bara að setja stefnuna á fyrstu viku jan fyrir næsta hitting?

 

Marta B Helgadóttir, 6.12.2008 kl. 13:57

25 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Elska þetta lag með Pálma..., hmm hélt hann elskaði mig líka  

Marta B Helgadóttir, 6.12.2008 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband