Snædrottningin!

Ég held að stundum sé ég beintengd við útvarpið! Hefur þetta komið fyrir ykkur eða finnst ykkur að ég ætti að leita mér aðstoðar? Tounge

Ég gekk með hundana í myrkrinu með rokið í fangið út að ferju áðan og kuldinn - maður lifandi!! hann var rétt búinn að frysta í mér hjartað....... Það er sko það sem heitir að ganga um með kalið hjarta Pouty Þegar ég svo snéri við á ferjupunktinum leit allt svo miklu betur út! Ég sá ljósastaurana hinum megin við ána speglast í ánni....... ég leit upp í himininn og sá stjörnurnar tindra svo glaðlega - ég horfði á fjósakonurnar og mér varð hugsað til mömmu InLove Ekki af því að hún sé fjósakona, heldur vegna þess að hún kenndi mér að þekkja þær! OG ég sá stjörnuhrap! Ég hef aldrei áður séð stjörnuhrap - ég tókst nætum á loft af fögnuði og vitaskuld óskaði ég mér Smile Ég fékk það sterklega á tilfinninguna þarna í myrkrinu og kuldanum að þessi dagur verði góður! InLove

Þegar ég svo kom inn og kveikti á útvarpinu - söng Bubbi fyrir mig lagið sitt: Þessi fallegi dagur.... og aftur leið mér svo vel......

Það er nefnilega þannig að þegar ég beintengist við útvarpið þá rætist dagurinn! Alveg satt! Er það ekki þannig hjá ykkur? Tounge

Nú á ég bara eftir að sjá uglu og kannski reyna að ná einhverjum yl í hjartað..........Sideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Ósvikinn dásamlegur dagur í uppsiglingu! Njóttu hans og ilurinn er vonandi komin til zín. Kanski ad Hlín eda Ljónshjartad geti nuddad sér uppvid zig dúlla.

www.zordis.com, 28.11.2008 kl. 08:05

2 identicon

stjörnuhrap er alveg æðislegt. 

alva (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 08:29

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Ég finn það á mér.... að þetta verður góður dagur hjá þér heillin.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 28.11.2008 kl. 10:25

4 identicon

Yndislegt .Stjörnuhrap og góð tónlist

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 11:40

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Falllegur morgun hjá þér og fyrirheit um góðan og skemmtilegan dag

Solla Guðjóns, 28.11.2008 kl. 12:07

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Eigðu góða helgi.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.11.2008 kl. 12:15

7 Smámynd: Dísa Dóra

Það er svo sannarlega fallegur dagur

Dísa Dóra, 28.11.2008 kl. 13:54

8 Smámynd: www.zordis.com

Ég vaeri til í ad hrapa upp til/á stjörnu!

Ertu búin ad skipuleggja ferd til Spánar, var ad spá í ad bjóda zér og mömmu zinni í súpu og spjall og skraf og skrípaleik, kynna zig fyrir sígaunanum sem sönglar undir svölunum hjá mér .............

www.zordis.com, 28.11.2008 kl. 14:44

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegur morguninn þinn, hér var lúrt til 12, eftir þó nokkur næturbrölt.  Hafðu það gott um helgina mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.11.2008 kl. 14:45

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ekki leita þér aðstoðar, við hin þurfum ekkert á því að halda að heilbrigðistéttin i heild flýji útilegamannalega upp á fjöll, nú eða þá úr landi.

Ég er líka hálfpartinn farinn að kenna þér um niðurskurðinn hjá Palla RÚVara.

Heilbökuð ugla í hveraleir er snilldarfóður.

Steingrímur Helgason, 28.11.2008 kl. 19:54

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nefnilega Steingrímur!! Nú á að skera niður hjá RÚV með því að hætta með morgunleikfimina - ég mun sjá um hana í formi hugarleikfimi

Zordis!! Sigauni og súpa - hljómar vel! Ég er á leiðinni

Hrönn Sigurðardóttir, 28.11.2008 kl. 20:51

12 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Kærleikur til þín 

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.11.2008 kl. 22:47

13 Smámynd: Hugarfluga

Þú ert soddan ljós, Hrönn. 

Hugarfluga, 28.11.2008 kl. 22:51

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 29.11.2008 kl. 00:04

15 Smámynd: Tína

Hvernig var svo dagurinn hjá þér litla sveitamær?????????? Fer svo bráðum að kíkja í morgunkaffi til þín. Ég bara VERÐ að fara að koma!!!

Knús inn í helgina þína krútta

Tína, 29.11.2008 kl. 00:06

16 identicon

Mikið eiga hundarnir þínir gott.  Hvílíkur félagsskapur sem þeir fá dag hvern.  Vona að þessi laugardagur verði ekki síðri en dagurinn í gær.

Faðm, faðm

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 10:05

17 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Innlitskvitt úr suðurhöfum. Það eru 15000 km á Selfoss héðan. Tæki Hrönnsluna og Stubbaling dágóða stund að trítla þá vegalengd. Vona að dagurinn hafi verið þér góður og ekki vafi á að styttist í ugluna 

Halldór Egill Guðnason, 29.11.2008 kl. 12:01

18 Smámynd: Heiða  Þórðar

Kannast við tilfinninguna

Heiða Þórðar, 30.11.2008 kl. 00:32

19 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 30.11.2008 kl. 20:19

20 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ohhh, mig langar svo að sjá uglu. Safna uglum og á vel á annað hundraðið.

Helga Magnúsdóttir, 1.12.2008 kl. 18:54

21 Smámynd: Þröstur Unnar

Jú.

Þröstur Unnar, 1.12.2008 kl. 20:54

22 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Skelltu bara i thig einum threfoldum og tha serdu allar thaer uglur sem thig langar og hlynar i hjartanu um leid.

Halldór Egill Guðnason, 2.12.2008 kl. 05:25

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Iss þetta hefur verið verkfærakistan sem er á hringsóli um geiminn  Knús frú Ísdrottning.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2008 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband