Lausnamiðað mengi

Við Stúfur Stubbalings röltum okkur í byggingavöruverslun og keyptum jólaljós á tréð fyrir utan eldhúsgluggann á "betra verði".....Tounge

...komum svo heim aftur - já, ég veit, það endar alltaf þannig - frekar fyrirsjáanlegir okkar göngutúrara.... - og ég kíkti á jólaljósapakkann og sá að utan á honum stóð: Úti- og innisería!  

Ég íhugaði vandann á meðan ég hitaði upp matinn frá í gær -  kreppa, manstu? Eða heitir það ennþá efnahagsþrengingar? Vott ever.... þar sem ég stóð yfir pottinum, nýtin fram í fingurgóma, datt ég niður á lausnina!

Ég fór með ljósin niður í kjallara, opnaði gluggann, lagði þau í gluggafalsið og stakk þeim í samband!

Et voila! Úti- OG inniljósasería Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Gulli litli, 21.11.2008 kl. 20:10

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

AlheimsLjós yfir til þín og megi það fylla vitund þína alla kæra kona

s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.11.2008 kl. 20:21

3 Smámynd: Ragnheiður

Ég hitaði líka matinn síðan í gær, við verðum seint sakaðar um að bregðast ekki VIÐ efnahagsástandinu....dæs...

Ég á alveg nógu margar INNI seríur....læt duga

Ragnheiður , 21.11.2008 kl. 20:46

4 identicon

Elsku Hrönn.  Ó,Æ,Ó,HÓ - elska þig barasta alla leið til ljóssins þarna í fjarska og aftur til baka.  Náttúrlega finnurðu lausnir - endalaust - því trúi ég.  Ljósin inni og úti, ekki málið og svo lýsir þú náttúrlega út um gluggana sjálf.

Eigðu yndislega helgi.

Knús,knús,knús

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 21:53

5 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

það kemst engin með tærnar þar sem þú ert með hælana..... snilli sem þú ert...

Fanney Björg Karlsdóttir, 21.11.2008 kl. 23:06

6 Smámynd: Einar Indriðason

Einu sinni sá ég seríu sem var merkt sem:  "INNI EÐA ÚTI" .... Hún var greinilega ekki alveg viss.......

Geta ljósaseríur verið óákveðnar?

Einar Indriðason, 22.11.2008 kl. 10:54

7 Smámynd: Vilma Kristín

Snilld, ekkert annað en snilld!

Vilma Kristín , 22.11.2008 kl. 11:06

8 Smámynd: Dísa Dóra

hahaha þú ert alltaf sama yndið

Dísa Dóra, 22.11.2008 kl. 11:13

9 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ha ha ha!!!góóóð!!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 22.11.2008 kl. 12:08

10 Smámynd: Marinó Már Marinósson

LOL   Góð.      

Marinó Már Marinósson, 22.11.2008 kl. 16:53

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 22.11.2008 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.