Sindrandi.......

Í kvöld var kveikt á jólaljósunum í sveitinni!

Ég rauk út - ætlaði að vera mætt á bókasafnið klukkan átta - að staðartíma - menningarvitinn sem ég er - að hlusta á og hitta kæra bloggvinkonu Unni Sólrúnu, sem hefur ótrúlegt lag á að raða saman orðum þannig að það gleðji gesti og gangandi, hitti fólk á leiðinni og tafðist náttúrulega - gaman að sjá þig Stína mín Heart og farðu nú að kíkja í kaffi! Náði samt að hlusta á síðustu ljóðin sem Sólrún las og leist svo vel á þau - og hana - að ég ákvað að elta hana hana yfir í Bókakaffi til Bjarna Harðar.... sem er hrikalega skemmtilegur staður. Bjarni sjálfur er náttúrulega perla - sem ég sníki koss af í hvert sinn er ég sé hann - undir því yfirskini að hann verði líka að kyssa mig þótt Magga systir sé ekki með mér.... Hann kyssir mig nefnilega alltaf þegar hún er með í för og þá hef ég hann grunaðan um að vera bara að nappa kossi af sætri stelpu Tounge .....henni altsvo!

Ákvað svo að stofna fanclub Sólrúnar - stofnfundur félagsins verður auglýstur síðar LoL Ég verð að sjálfsögðu stýrimaður og stjóri þar sem ég fer ekki ofan af því að ljóðin hennar bæta mann og kæta. Svo fer það mér líka svo vel að stjórna.......... Cool ég reyni að lesa eitt ljóð á hverjum morgni, áður en ég steypi mér í hyldýpið sem heitir fréttalestur þessa dagana. Þau gera mig svo glaða innan í mér að ég er tilbúnari að takast daginn InLove

Þetta var sumsé hápunktur dagsins - Annað, sem bar til um þessar mundir var að flaug ég á hausinn, afar virðulega náttúrulega, hvað annað W00t á leiðinni út á pósthús. Þá varð mér hugsað til þess þegar ég sat í heita pottinum í morgun ásamt hinum stelpunum úr sundleikfiminni og við vorum að ræða sálarrannsóknarfélagið og stálþráðinn þeirra - þær höfðu náttúrulega, eins og gengur og gerist, ýmsar skoðanir á yfirnáttúrulegum hlutum og ég ákvað - svona með sjálfri mér að ef ég dytti á hausinn í dag þá væri einhver að gera at í mér að handan - og þóttist nokkuð góð þar sem ég sat í rigningunni Tounge

Gott fólk - það er sumsé hér með vísindalega sannað að framliðnir hafa húmor, hnéð á mér er til vitnis um það Joyful

Þakka þeim sem hlýddu Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

úpps Himmi þó!

Þetta var nú afi hans þarna á miðilsfundinum....

Ragnheiður , 20.11.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 20.11.2008 kl. 23:02

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hver þá? Hafsteinn?

Hrönn Sigurðardóttir, 20.11.2008 kl. 23:03

4 Smámynd: Ragnheiður

Jamm

Ragnheiður , 20.11.2008 kl. 23:13

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.11.2008 kl. 23:36

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ferlega flottur dagur hjá þér kona góð......og "fallið" var náttúrulega bara í þágu vísindanna

Sigrún Jónsdóttir, 21.11.2008 kl. 00:11

7 Smámynd: M

M, 21.11.2008 kl. 00:26

8 Smámynd: www.zordis.com

Ég er í tilhlökkunarham ad eignast kaerleikskitl og skal trúa zví ad heyra bloggvinkonu kaera Unni Sólrúnu lesa sé bara yndi!

Ég gekk í svefni og breytti zessu med merina .... enda datt ég í rúmm sonarins fyrir kl.22.00 í gaer!

www.zordis.com, 21.11.2008 kl. 07:56

9 Smámynd: Solla Guðjóns

 kem og kíki á héð bráðlega

Solla Guðjóns, 21.11.2008 kl. 08:41

10 Smámynd: Dísa Dóra

haha já það er nokkuð ljóst að framliðnir hafa húmor

Dísa Dóra, 21.11.2008 kl. 09:18

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Aldeilis menningardís sem þú ert Hrönn mín.  Auðvitað hafa framliðnir húmor hehehe...

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2008 kl. 13:18

12 identicon

Sæl Hrönn mín

Gott að menningarferðin endaði vel hjá Bjarna Harðar ;o) Kíki bráðum í kaffi eða eitthvað annað manstu því ég er ekki orðin nógu stór til að drekka kaffi.

Kveðja úr Furugrundinni

Stína (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 18:01

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já já ég man Stína litla.... það heitir nú samt alltaf að kíkja í kaffi

Hrönn Sigurðardóttir, 21.11.2008 kl. 18:31

14 Smámynd: Þröstur Unnar

Ertu með súpueldhús?

Þröstur Unnar, 21.11.2008 kl. 19:10

15 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Bíddu?...Efaðistu???...Ha ha...nú veistu betur...na na na bú bú!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 22.11.2008 kl. 12:06

16 identicon

Hef ég sagt þér nýlega að þú ert náttulega bara perla. Knús á þig.

Sigurlín (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.