14.11.2008
Skjálftastrípur og jólasnjór
Þið megið óska mér til hamingju!
Ég er búin með peysuna! Það tók mig 14 mánuði en það hafðist!! Nú á ég bara eftir að finna nál til að ganga frá nokkrum lausum endum- vona og bið að það taki mig ekki alveg jafn langan tíma - þrátt fyrir að í jarðskjálftanum hér í vor hafi nokkrir hlutir orðið viðskila - eins og mömmusinnardúlludúskur kallar það þegar við finnum ekki eitthvað sem við héldum að væri á vísum stað Ég kem svo til með að lána Geir H. nálina en ekki fyrr en ég er búin að nota hana......
Ég eldaði grænmetissúpu í hádeginu að hætti Zordisar, bakaði brauð með, að mínum hætti og bauð mömmu í mat! Ferlega góð súpa, ég mæli hiklaust með henni ég skal svo gefa ykkur upp símann hjá mömmu ef þið viljið líka bjóða henni í mat. Það er alveg forskrift að góðum málsverði
Ég pantaði mér tíma í klippingu og skjálftastrípum. Ég fékk nefnilega úthlutað bótum frá Viðlagatryggingu fyrir skemmdir á fasteign í títtnefndum skjálfta. Ég trúi því og treysti að það liggi þung viðurlög við því ef ég geri ekki eitthvað fyrir fasteignina sem ég kýs að kalla hár fyrir þann pening
Enda - hver þarf að búa í heilu húsi þessa dagana? Ég leigi hvort sem er bara einhverjum af erlendu bergi brotnu þegar ég sting af. Það er nóg til af Pólverjum
Bígúd
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Gód! Mamma zín verdur sennilega mjög bissy í matarbodum á naestunni.
Til hamingju med peysuna, 14 mánudir eru fljótir ad lída og zad vitum vid sem eigum hvort tíma né rúm. Ég skal ganga frá zéssu í naestu Íslandsferd sem verdur fljótlega.
Kossar og knúsur á zig, zúsundzjalakona!!
www.zordis.com, 14.11.2008 kl. 14:08
Ætla að hafa svona súpu á morgun.
Takk og til hamingju með strípurnar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.11.2008 kl. 15:09
til lukku með að vera búin með peysuna
Hér er ætlunin að fara í skjálftastrípur í byrjun des svo ég verði nú líka fín um jólin
Dísa Dóra, 14.11.2008 kl. 15:14
Til hamingju með peysuna.
Ég hef lagt það í vana minn að bjóða sjálfri mér í mat hjá mömmum vinkvenna minna, hef aldrei dottið í hug að bjóða mömmu einhvers annars í mat. Það er alveg nýstárleg hugmynd!
Vilma Kristín , 14.11.2008 kl. 15:55
knus frá mér
steina í lejreSteinunn Helga Sigurðardóttir, 14.11.2008 kl. 16:09
Mynd af peysunni, takk fyrir! Og súpan; mmmmm ... eeeelska súpur. Gæti lifað á þeim eingöngu. Og stinga af hvað? Þú mátt það ekki .. ég segi. Lovjú.
Hugarfluga, 14.11.2008 kl. 16:31
Súpan er hrikalega góð! Ég er enn að springa úr söddu.... ;)
Vilma! Þetta heitir nálgun frá nýju horni :) Viltu símann hjá mömmu?
Lovjútú Fluva
Knús á ykkur
Hrönn Sigurðardóttir, 14.11.2008 kl. 16:52
Er þetta ekki eins og með kjötsúpuna, best á þriðja degi? Nema hún klárist strax. Skjálftakrúttkveðjur.
Marinó Már Marinósson, 14.11.2008 kl. 18:55
Hvað kostar lopinn. Eða er hann ekki til sölu?
Ég er brotinn af útlenskum kletti. Hver er leigan?
Maður spyr sig.
Þröstur Unnar, 14.11.2008 kl. 19:01
Hvort sem það er súpa eða peysa, strípur eða skjálfti, þá verður það allt svo skemmtilega gott, fyndið, fallegt og eðlilegt í þínum meðförum hér. Ég er viss um að allt sem þú nefnir er alveg frábært. Ég sé þig fyrir mér í peysunni (sammála myndbirtingu) með grænmetissúpuna fyrir framan þig og glansandi fína með skjálftastrípur.
Allra bestu kveðjur
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 20:11
Ef það er bara hægt að gefa henni mömmu þinni súpu þá segi ég pass, ekki dugleg súpukelling sko. Mér finnst að svoleis glundur eigi að vera í bolla eða glasi en ekki í skál og sull með skeið. Undanskilin er kjötsúpa að hætti hússins.
Uhhh....hálft hús ? ekki fara plís...plís...
Ragnheiður , 14.11.2008 kl. 20:16
Zordís gefur súpu ráð
sjálf þú bakar brauðið
Mér finnst það vera mikil dáð
hvernig þú eyðir bótunum. hehe
Hljóp smá snuðra á kveðskapinn svona alveg í restina en hú kers ég fell aldrei lengra en krónan.
Róbert Tómasson, 14.11.2008 kl. 21:14
Prjónaði rúmt árið
með dokkur sér að fótum
strípur fær í hárið
greiddar með skjálfatbótum.
knús á þig dæta
Solla Guðjóns, 14.11.2008 kl. 21:34
hehe hljóp í ykkur skáldagyðjan? Dúllur sem þið eruð
Nei Ragga mín ég skal vera
Takk Sólrún
Þröstur! Ef ég teygi lopann þá get ég kannski selt hann dýrar.......
Marinó! Skjálftakrúttkveðjur
Hrönn Sigurðardóttir, 14.11.2008 kl. 22:06
Heiða Þórðar, 15.11.2008 kl. 09:52
Nú þarf ég að koma og sjá strípurnar, peysuna og að sjálfsögðu þig sjálfa.....nema að þú eigir leið austur fyrir Þjórsá... einkadriverinn minn er nebbla í fríi...
Fanney Björg Karlsdóttir, 15.11.2008 kl. 10:43
Hver á svo að fá peysuna? Hlakka til að sjá viðgerðirnar á fasteigninni krútta.
Njóttu nú helgarinnar
Tína, 15.11.2008 kl. 11:58
Ummmmmmmmmmmm grænmetissúpa og strípuleiðangur
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.