2.6.2008
Shaken - not disturbed......
Ég skellti mér í áfallahjálp í dag! Já, já, konan sem telur áfallahjálp ofnotaða dreif sig - nennti ekki að hlusta lengur á allt þetta fólk sem sagði mér nýta mér þessa aðstoð! Auðvitað var það ágætt! Ég var svo heppin að lenda á álíka kaldhæðinni konu og ég er sjálf! Hún sagði mér að það væri sko allt í lagi að flissa að Suðurlandsskjálfta ef það kæmi mér í gegnum hann! Og hana nú
Auðvitað stend ég mig að því að sitja og stara fjarrænu augnaráði út í bláinn! En það er heldur ekkert alveg nýtt hjá mér - ég sit oft og stari, þarf engan Suðurlandsskjálfta til! Er þessi viðutan týpa - þó ég komi aldrei til með að viðurkenna það opinberlega...... Ég sagði henni líka frá því þegar maðurinn kom til mín klukkutíma eftir skjálftann, þar sem ég sat úti á tröppum eins og hver önnur kínversk kelling og ég horfði á hann, hlustaði á hann - en skildi ekki orð af því sem hann sagði - mér fannst það frekar fyndið - en hún útskýrði fyrir mér hvað hefði verið í gangi með mig.
Ég útskýrði fyrir henni, á móti, frá því hvernig hún gæti, í sumar, þekkt Selfyssinga úr í útilegum! Þeir væru þessir sem sætu með tómlega augnaráðið við hliðina á tjöldunum sínum...... Ég bauð henni líka símanúmerið mitt því skjálftarnir stefndu í átt að Reykjavík - sagði henni að ég væri hokin af reynslu Þetta endar með því að Rauði krossinn tekur mig í sína þjónustu - æ am telling jú!
Ég fékk nýjan sturtuklefa í dag ásamt nýju klósetti - er yfir mig hamingusöm að þurfa ekki lengur út á Esso að míga. Svona þarf nú lítið, þessa dagana, til að gleðja mig! Maðurinn frá tryggingafélaginu kom líka í dag að meta innbúið mitt! Hann hló þegar ég sagði honum að bollarnir frá ömmu væru eins og að vera laus undan afborgunum frá Mastercard - Priceless!! Hann flissaði líka þegar ég sagði honum að ég íhugaði að senda hr. Ikea póst um að vörurnar hans væru ekkert obbosslega möbelfakta.....
Athugasemdir
Ó mæ...þú átt eftir að drepa mig úr hlátri. Ég ætla að kíkja eftir selfyssingum í sumar, hlýt að spotta þá á löngu færi miðað við þessa lýsingu.
Hafðu það gott rófan mín, mér þykir vænt um þig -í alvörunni
Ragnheiður , 2.6.2008 kl. 22:29
Þú ert bara frábær mannvera.
Anna Einarsdóttir, 2.6.2008 kl. 22:40
Ef þú kannt ekki að horfa á björtu hliðarnar þá kann það enginn!!
Segi það og skrifa það; SNILLINGUR, ÞÚ!!
Knús...
SigrúnSveitó, 2.6.2008 kl. 22:43
Hrönn, þú ert frábær
. Gangi þér vel að vinna úr þessu
Sigrún Jónsdóttir, 2.6.2008 kl. 22:57
Já.. kvörtum við IKEA.
Takk fyrir mig hehehe
Linda litla, 2.6.2008 kl. 23:26
Knús á þig dúlla!
Ég held að þú ættir að koma til mín í sólina .... við erum þó á sömu skjálftalínu þegar strunsið er tekið á Torrevieja.
Á sér kló og sturtu fyrir þig og er góð í að búa um skemmtilegar konur !
www.zordis.com, 2.6.2008 kl. 23:31
Hrönn mín.... þú færð stig í kladdann.... hlýðinn að venju...... ég tek ofan fyrir þér.... og kem við næst þegar ég þarf að míga.....
..
love jú...
Fanney Björg Karlsdóttir, 2.6.2008 kl. 23:33
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.6.2008 kl. 01:00
Ragga mín! lovjútú
Svana! Sömuleiðis
Hrönn Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 01:04
Anna! Ef við ættum að fara í frábærukeppni er ég hrædd um að ég mundi tapa.....
Sigrún! Þá fyrst ef ekki er hægt að flissa að málum er þau alvarleg.......
Takk Sigrún mín.
Linda litla! Vinnum í því....
Þórdís! Some day some time some were....... ójá......... og ég get sagt þér að listin þín var metin að verðleikum í dag.......
Fanney! Ég er að segja þér! Það eina sem ég geri vel er að hlýða
Bíddu - Jenný! Ertu að hlæja að mér.......

Hrönn Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 01:09
Hef stundum laumast hér inn bakdyramegin án þess að kvitta...en þú ert bara svo ótrúlega fyndin!
Gott að hafa þennan svarta húmor...annars kemst maður ekki í gegnum þetta blessaða líf!!!!
Gangi þér vel að vinna úr þessu öllu og endilega...ef þessi stóri kemur hingað á stórKópavogssvæðið...þá vertu endilega ein af þessum frá Rauða Krossinum...og ég kem....
Bergljót Hreinsdóttir, 3.6.2008 kl. 02:07
Mér finnst áfallahjálp líka ofnotuð. Vopnlaus maður kemur inn í banka og tekur nokkra þúsundkalla og starfsfólkið þarf áfallahjálp! Come on. En við svona alvöru áföll kemur hún sér eflaust vel. Fer aldrei í útilegur svo ég verð bara að kíkja eftir Selfyssingum í búðum og úti á götu.
Helga Magnúsdóttir, 3.6.2008 kl. 10:48
Stundum er gott að sjá húmorinn í hlutum. Þetta gerði ég óspart eftir að ég missti allt mitt í bruna, grínaðist með það og sagði að mig hefði hvort sem er langað í nýja eldhúsinnréttingu og gæti tekið að mér kennslu í því hvernig ætti að kveikja í
Huld S. Ringsted, 3.6.2008 kl. 11:37
Þú ert snillingur kona
.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 15:27
Elsku dúllan mín, þetta er frábær færsla. Þú kannt sko að orða hlutina á broslegan hátt. Vona að þetta komi smátt og smátt hjá okkur þessum með starandi tómu augun, ferlega skrítið að vera svona tómur. Knús í austurbæinn.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 19:24
þú ert bara snillingur .... til lukku með nýja klósettið ....
Rebbý, 3.6.2008 kl. 20:05
Hurrðu ljúfust! Vertu mem! Láttu heyra í þér og skráðu þig í samtökin...plís
http://skessa.blog.is/blog/skessa/entry/558792/
Heiða B. Heiðars, 3.6.2008 kl. 20:20
Já, þau eru ýmisleg mannréttindin .... til lukku með salernið og til lukku með þig, verðandi áfallahjálparaðili.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.6.2008 kl. 22:10
haha þú ert nú barasta ómetanlegur gullmoli. Húmorinn hefur greinilega ekki skolfið úr þér - hefði kannski verið skondið ef að fúli nágranninn hefði allt í einu fengið húmor sem kom skjálfandi eftir götunni
Fólk eins og þú gerir tilveruna bjartari
Dísa Dóra, 4.6.2008 kl. 18:58
Þú ert alveg milljón.
Þessir sérfræðingar að sunnan og það frá Red Cross.
Fékkstu þér ekki höggvarinn sturtuklefa með innbyggðum GSM og CD spilara?
Gæti komið sér vel að hafa GSM í klefanum ef hann er mikið á ferðinni. 
Marinó Már Marinósson, 5.6.2008 kl. 00:03
Ég er með inngróinn síma í hælnum....
.....manstu eftir Smart spæjarara? Hann var með síma í sólanum - ég er kominn lengra
Hrönn Sigurðardóttir, 5.6.2008 kl. 00:12
Dásamlega elsku klikkað þú.Það er bara ein þú og hafðu það.
Til hamingju að geta migið heima hjá þér.
Solla Guðjóns, 5.6.2008 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.