Sunnudagur

Ég er búin að afkasta miklu yfir helgina! Svo til öllu nema taka til, hef enda ákveðið að gera orð ömmu minnar að mínum, með smábreytingum, og segi: Rykið bíður bara eftir mér.....Tounge

Ég gróðursetti rósina eftir miklar pælingar um hvar hún myndi njóta sín bezt InLove Mömmusinnardúlludúskur gróf holu til Kína og til baka og sagði eftir það með innlifun og algjörlega eins og hann meinti það, samkvæmt fyrirfram gefinni forskrift: "Rosalega er þetta falleg rós mamma mín - til hamingju með hana....." Ég velti því fyrir mér á meðan hann hvarf í sólina að skrá hann í leikfélagið á staðnum Wink

Ég sló suðurtúnið með aðstoð Eyglóar, sem vissi nákvæmlega hvernig átti að gera þetta, enda elst í þessum systkinahópi Tounge Hún fór síðan og keypti sumarblóm á meðan ég sló seinni slátt líka, þá er það búið, sjáðu til, og þarf ekki að hafa áhyggjur af því meira!

Fórum síðan heim og ég eldaði himneskan mat og bakaði brauð. Neitaði algjörlega að hleypa Eygló heim fyrr en hún væri búin að borða. 

Ætla núna að skríða undir rúm með kodda undir hné og njóta þreytunnar og þess að vera eins og glóandi eldhnöttur í framan eftir daginn. 

Mér finnast sunnudagar góðir dagar InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eru sunnudagar ekki hvíldardagar?  Segi svona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.5.2008 kl. 23:57

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jú, stundum er bezta hvíldin akkúrat þetta.......

Hrönn Sigurðardóttir, 26.5.2008 kl. 00:12

3 Smámynd: www.zordis.com

Sunnudagar eru virkilega góðir dagar og mér sýnist hann hafa verið þér einstaklega góður!

Góða nótt rósakona!

www.zordis.com, 26.5.2008 kl. 01:45

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það getur verið virkileg hvíld í garðvinnu, ef hún er ekki aðkallandi, og gerð sér til skemmtunnar en ekki af kvöð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.5.2008 kl. 07:46

5 Smámynd: Linda litla

ó mæ god... sunnudagurinn var sko hvíldardagur hjá mér. Ég upplifði leti dauðans..

Linda litla, 26.5.2008 kl. 08:17

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Madur getur tæmt hugann vid gardvinnu og hreinlega gleymt stad og stund... Líka á sunnudögum  Gangi tér vel med Dornrósina tína hún á eflaust eftir ad gefa tér mikkla gledi er hún blómstrar  svo er líka gódur ilmur af henni.

Eigdu gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 26.5.2008 kl. 09:20

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið ert þú dugleg í garðinum Knús inn í daginn.

Kristín Katla Árnadóttir, 26.5.2008 kl. 11:46

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Hei ég var líka svona obbosslega dugleg en sér samt varla högg á vatni.....en margar frekur,rauður nebbi,háls og hendleggir.

Solla Guðjóns, 26.5.2008 kl. 13:47

9 Smámynd: Rebbý

svona sunnudagar eru oft besta hvíldin

Rebbý, 26.5.2008 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.