20.5.2008
Ég er brjáluð...
.... í rabbarbara!!!
Gjörsamlega brjáluð! Ég nota hann í allt og við allt. Ég baka rabbarbarapæ í tíma og ótíma. Ég sýð rabbarbaragraut í öll mál. Hugsanlega er ég ólétt, ég var nú á bekkjarmóti um daginn með öllum mínum gömlu æskuástum....... - gæti líka verið að ég væri tízkufrík! Ég veit ekki hvort hugsunin skelfir mig meira! Ég las í einhverju blaði um daginn að rabbarbarinn væri í tízku núna og síðan hef ég verið úti að slíta upp rabbarbara!
Af allri þessar veru minni úti í garði hef ég komist að raun um að mig langar í moltukassa, rósir og girðingu!
Vitiði um smið með afgangstimbur? Má líka vera afgangssmiður með nýtt timbur
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Hvaða árstími finnst þér skemmtilegastur?
Sumar 22.2%
Vetur 22.2%
Vor 20.0%
Haust 35.6%
45 hafa svarað
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Hei, mig langar í rabbabarapæ.
Vonandi ertu ekki ólétt elskan, þrátt fyrir heitar nætur, ólifnaðarseggurinn þinn
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.5.2008 kl. 17:13
Komdu bara Jenný! Ég er að baka......
Hallgerður! Vinkona mín vinnur þar og ég baka mig bara út aftur
Hrönn Sigurðardóttir, 20.5.2008 kl. 17:18
Hrönn ??? Ertu viss um að þú heitir ekki Rúna ??
Rabbabara Rúna...t ralalala rabbabara Rúna.......
Ég kem í eplapæ til þín næst þegar ég fer austur.
Linda litla, 20.5.2008 kl. 17:41
...taktu því bara rólega Hrönnslan mín....þeir á geðdeildinni er löngu hættir að nota spennitreyju.. það er allt of flókið fyrirbæri...í dag koma þeir bara með sprautu ...en ég get svo svarið það að ég fann rabbabarapælyktina út á götu þegar ég keyrði framhjá áðan.... Bóndinn var á hraðferð og harðneitaði að stoppa..... ég læsti hann inni hjá hinum hönunum...
love jú...
Fanney Björg Karlsdóttir, 20.5.2008 kl. 17:52
veit því miður ekkert um neinar spítur en skal líta í kringum mig í hjólatúrunum
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 18:07
Rabbabaragrautur með Rjóma nammi namm
Brynja skordal, 20.5.2008 kl. 18:07
Hei! Rabbabarar eru efst á mínum vinsælalista.Sérstaklega rabbabarakaka með nýbökuðum marengs ofaná Á Gauji Fúsa ekki afgangstimbur handa þér? En ég þori ekk að garantera þetta með afgangssmið.
Gunni Palli kokkur
Gunnar Páll Gunnarsson, 20.5.2008 kl. 20:30
nammm rabbarbarapæ hef ég ekki borðað óralengi
...áttu góða sollis uppskrift til að senda mér ?
Marta B Helgadóttir, 20.5.2008 kl. 20:51
Elska rabbarbara. Kona frænda míns býr til besta rabbarbarapæ í heimi. Hef reynt að gera eins og hún en það mistekst. Öll ættin hefur matarást á henni Elínu.
Helga Magnúsdóttir, 20.5.2008 kl. 20:57
Aha..það er það sem á gengur núna...hmhmhm..ég er hrifnari af graut en pæi...
Ég heimsæki þig ef geðdeildin nær þér, lofa.
Ragnheiður , 20.5.2008 kl. 21:06
Ragga! Hafðu þá með þér rabbarbara....... híhí
Helga! Hefurðu smakkað mitt?
Marta búin að senda þér
Gunni Palli kokkur! Gaui Fúsa ER eins og spýta
Brynja! Nammi namm
Birna Dís! Bíð spennt
Fanney! Þú færð þér svona ökukennarabíl. Þá geturðu nauðhemlað þegar þig lystir og komið við eins og þér sýnist.. hehehehehehe En var lyktin ekki góð? Lovjútú
Já Linda litla - gerðu það og hafðu þá með þér eplin
Hrönn Sigurðardóttir, 20.5.2008 kl. 21:12
Namm rabbabari
Dísa Dóra, 20.5.2008 kl. 21:12
Velkomin í hópinn
Hrönn Sigurðardóttir, 20.5.2008 kl. 21:14
Gunni Palli kokkur!! Rabbarbarakaka með marengs?? Hljómar eins og match made in heaven eller som en lige laved i himmlen....
Áttu uppskrift?
Ég sé að það endar með því að ég stel fjárans rabbarbaranum frá nágrannanum
Hrönn Sigurðardóttir, 20.5.2008 kl. 21:19
Ef þig vantar timburmenn, skaltu bara hafa samband við ÁTVR. Þeir redda því. Rabbabarabrennivín er líka afskaplega gott og fljótbruggað.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.5.2008 kl. 21:21
Hrönn, ég er með þessu sömu síki og sit og horfi á rabbbabarann minn vaxa og vaxa jamm hann er alveg að koma til
Unnur R. H., 20.5.2008 kl. 21:24
Rabbarbaravín .... úffffff hef einu sinni gert sollis og ég skal segja þér að það var hot!
Nú, "saung" með 2ja metra rabbarbara á Hnífsdal um árið!
Rabbi kom bara til spánar til að heimsækja mig (nei grín ... hann var í fríi)
Ef GUnni Palli sendir þér uppskrift viltu forwarda hana á mig ... er með vatn í munni núna og langar í sælu!
www.zordis.com, 20.5.2008 kl. 21:25
Si Senjora
Guðný Anna! Rabbarbaravín? Hljómar (ab)súrt ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 20.5.2008 kl. 21:28
Unnur - minn er beztur svona ferskur - eldrauðir stilkar og mátulega súr.
Namm - þetta endar með því að ég sef í rabbarbaranum í nótt
Hrönn Sigurðardóttir, 20.5.2008 kl. 21:29
Ég og mínir erum vitlaus í rabbabaragraut og nú er hann að koma vel upp.......ég á slatta af gömlu grindverki sem verið var að rífa hér um daginn
Solla Guðjóns, 20.5.2008 kl. 22:07
uhhh ég á tvo fulla haldapoka af rabarbara í frystinum og hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera við hann...................................einhverjar hugmyndir???
Huld S. Ringsted, 20.5.2008 kl. 22:53
Viltu járnsmið?
Knús á þig mín elskuleg
Heiða Þórðar, 20.5.2008 kl. 22:54
Rabbabari er bestur þegar búið er að breyta honum í hvítvín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.5.2008 kl. 23:45
Auðvita vil ég vera með...kl hvað???
ég er að vinna til kl 20 eða 22
Solla Guðjóns, 21.5.2008 kl. 10:31
Hvernig lítur afgangs-smiður út?
Markús frá Djúpalæk, 21.5.2008 kl. 10:51
Rabbabarinn alltaf góður og var og er í tísku. Hverju klæddist ekki Eva ?
M, 21.5.2008 kl. 11:13
Markús! Afgangssmiður! Það vantar í hann nokkrar skrúfur....
Cesil! Hvítvín jummí
Heiða! Ef það er eitthvað sem ég á nóg af þá eru það járnsmiðir. Hugmyndin er góð samt.
Huld komdu með hann - við finnum eitthvað út úr því....
Hrönn Sigurðardóttir, 21.5.2008 kl. 11:14
Segðu M! Rabbararbarinn greinilega sígildur - búinn að vera leeeeengi í tízku
Hrönn Sigurðardóttir, 21.5.2008 kl. 11:25
Rabbabarin er skorinn í bita og hrærður saman með smá sykri og vanillu látinn bíða í 1 eðe 2 tíma. Marsipan og 2 egg eru hrærð saman. Rúllað út og sett í kökuform með smá köntum. Rabbabararnir ofaní og bakað í ca 20 mín. (venjulegur hiti) og svo kælt. Þéttur marengs er smurður yfir og bakaður í SJÓÐANDI RAUÐGLÓANDI heitum ofni þar til marengsinn hefur fengið fallegan ljósbrúnan blæ. Ef þolinmæði og viljastyrkur er fyrir hendi þá látið kökuna standa í 20 mín. eða þar til kaffið (rótsterka) er tilbúið. Svo,,,,,,,,, gersovel.
Tips: þéttur marengs: marengs með helmingi meiri flórsykri en í uppskriftinni.
Gunnar Páll Gunnarsson, 21.5.2008 kl. 18:30
Gunni Palli kokkur!! Hljómar eins og kaka fyrir guðina...
Hrönn Sigurðardóttir, 21.5.2008 kl. 19:26
Hrönn! HÚN ER ÞAÐ LÍKA.
Er stundum kölluð FREISTING FJANDANS
Gunnar Páll Gunnarsson, 21.5.2008 kl. 19:34
-Hvað með að taka Rabba bara?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.5.2008 kl. 08:01
Góð hugmynd Helga Guðrún ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 22.5.2008 kl. 08:04
Ég á rabbabara, en við, rabbabarinn og ég, erum að hugsa um að halda okkur á heimaslóðum, svo hann fer ekki til sultugerðar austur fyrir fjall. Erum með stór plön um víngerð með haustinu. Við erum semsagt bestu mátar. Þekki engan smið sem vit er í, en nokkra sem segjast alltaf vera að koma en koma svo ekki, seint eða illa......... til smíða altso
Halldór Egill Guðnason, 24.5.2008 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.