Heppin.....

DSC02401

Ég fékk fjögur sms í nótt! Þar sem mér var tilkynnt hvað ég væri djöfull ómerkileg, hvort ég héldi að ég væri sloppin! Og að ég skyldi sko ekki leyfa mér að halda að ég ætti séns...!

Heppni mín fólgst í því að ég er náttúrulega alls ekki ómerkileg - ég er afar merkileg, ef út í það væri farið, ég er löngu sloppin og á allan þann séns sem ég kæri mig um - fyrir nú utan það að viðkomandi var að senda í skakkt númer! W00t 

Það er grundvallaratriði að senda aldrei sms þegar maður er fullur - ALDREI! 

Í gær fór ég á myndlistarsýningu og gallý í Gallerý Gónhól á Eyrarbakka! Gæddi mér á vöfflu með rjóma á meðan ég virti fyrir mér list. Fór svo hringinn frammi. Þarna er margt áhugavertPicture 351 og gaman að skoða. Keypti mér rautt veski fyrir slikk. Ótrúlega flott InLove

Hitti síðan konu sem sagði mér að hún ætti krem fyrir mig unnin úr jurtum sem mundi gagnast mér vel. Því ég væri svo slæm í fótunum!! Galdrakerling? Hugsanlega......

Sá líka rauðar grifflur þarna sem ég gæti farið og keypt mér í dag. Það er nú óþarfi að kaupa allt í einu! 

Þegar ég var svo til nýkomin heim aftur, bankaði fyrrum kjallarakrúttið hjá mér - hann er sko fluttur, ennþá krútt Cool og gaf mér bleikan fisk, sem ég slægði og setti inn í allt græna kryddið mitt ásamt dassi af fersku engiferi, appelsínu og sítrónu. Vafði herlegheitin í álpappír og skellti honum í ísskápinn. Ætla að stinga honum í ofninn í kvöld og elda kartöflur með. 

Var að hlusta á Valdísi Gunnars, hún frumflutti lag sem mig minnir að hún hafi sagt að væri með Garðari Cortes. Lagið heitir Lady og er ótrúlega flott. Heyrðuð þið það? En veit einhver hvað fossinn á myndinn heitir? Það eru verðlaun í boðinu Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fossin heitir eitthvað en ég man ekki hvað.  LJótt að fá svona hótanir um hánótt, alsaklaus konan.  Hvaða sýning er á Gónhól í dag, er það Jón Yngvi??  kíktirðu ekki á Hólmaröstina, fullt af sýningum þar íka. 

Ásdís Sigurðardóttir, 18.5.2008 kl. 11:16

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já! Jón Ingi er í Gónhól. Margar flottar myndir hjá honum kallinum.

Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2008 kl. 11:18

3 Smámynd: www.zordis.com

Ég á svipaða tösku og þú keyptir en vantar grifflurnar!!!

Fallegur leiðandi foss en nafnið poppar ekki í hausinn ...  Knús á þig merkilega kona!

www.zordis.com, 18.5.2008 kl. 11:33

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Hallgerður! Gónhóll heita þeir hólar þar sem konur stóðu í den tid og góndu út á hafið eftir mönnum sínum á leið í land....

Sver það

Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2008 kl. 13:07

5 identicon

Þessi mynd er kunnugleg, ég held að þetta sé Hjálparfoss.

Sigga (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 13:37

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Taskan er nátturlega GEÐVEIK!

Hugsa að skilaboðin hafi átt að berast mér

Heiða Þórðar, 18.5.2008 kl. 14:00

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Veit ekkert um fossa en er smekkmanneskja í öllu og einu.  Lýsi því yfir að þessi taska er Hrönnsluleg og þess vegna flott.

Æi ég ætlaði að senda þessi SMS annað.  Sorrí. Muhahahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2008 kl. 17:05

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Nafninu Barnafossar skaut upp í kollinn á mér, en sennilega er  þetta...  Hjálp.

Alltaf jafn gaman að lesa færslurnar þínar Hrönn.

Sigrún Jónsdóttir, 18.5.2008 kl. 18:28

9 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Er þetta ekki Hjálp í Þjórsárdal?

Helga Magnúsdóttir, 18.5.2008 kl. 18:43

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vitaskuld er taskan flott.....

Hjálparfoss heitir fossinn og Sigga vann verðlaunin!

Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2008 kl. 19:19

11 identicon

Jibbý, heppin var ég að vinna verðlaunin, hver eru þau annars .

Ég er nú samt engin fossafræðingur en þessi sat í minni frá því ég var lítil sennilega ein af fyrstu myndum sem ég tók á eigin myndavél í svarthvítu þegar ég var barn.

Sigga (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 19:38

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Kaffisopi og koss á kinn Þetta er flottur foss!

Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2008 kl. 19:41

13 identicon

Já, það er glæsilegt  Maður fær aldrei of mikið af kossum og kaffi  Ég er sammála með fossinn... og taskan sem ég steingleymdi að hrósa áðan, líka!

Sigga (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 19:52

14 Smámynd: Huld S. Ringsted

Oh! missti ég af getraun, hefði sko alveg geta svarað þessu...............................not.

Það er alveg skelfilega hallærislegt þegar fólk sendir svona sms á vitlaust númer, frekar pínlegt

Huld S. Ringsted, 18.5.2008 kl. 20:18

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Dúa! Við erum ekki að tala um neinar venjulegar grifflur! Við erum að tala um glimmer!!

....en hvernig fannst þér taskan? og hvenær ætlarðu að koma í kaffi?

Passaðu þig svo bara - annars fleygi ég líka stubbum yfir á þínar svalir. Ég er ekki að meina sígarettustubba

Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2008 kl. 21:00

16 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Þetta er að sjálfsögðu Selfoss. Hann var svo öflugur og hár fyrr á tímum. Ég man eftir gamalli mynd sem hann Einar afi tók á sínum sokkabandsárum af fossinum. Svo hefur hann breyst með tímanum. Annars er þetta með bleikafiskinn þrusu flott! Panta svona þegar ég kem næst á Selfoss. Svo kem ég með tollinn og býð uppá!

Gunni Palli kokkur 

Gunnar Páll Gunnarsson, 18.5.2008 kl. 21:27

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ummm hann var góður bleiki fiskurinn - svo bjó ég til jógúrtsósu á hann og salat með....

Vertu bara velkominn Gunni Palli kokkur  

Selfosssssss *flissssss* 

Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2008 kl. 21:42

18 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hjálparfossinn hátignarlegur. Af hverju var ég ekki búin að segja þetta áður en hún Sigga kom með rétta svarið...? Fæ aldrei verðlaun með þessu áframhaldi. Ég hef ekki nægilegan tíma í bloggið.  Pant´vera með þegar Gunnar Páll kemur með tollinn til þín.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.5.2008 kl. 21:50

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ekkert mál Guðný Anna - nóg pláss!

Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2008 kl. 21:59

20 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Sko! Þetta er ekkert fyndið. Hann afi minn vissi alveg hvað hann var að tala um. Þessi mynd var uppá vegg hjá honum og ömmu og var risastór. Hann tók myndina á gamla harmónikkumyndavél sem hann keypti af bandarískum blaðamanni sem var strandaglópur í Liverpool vegna stríðsins. Hann afi minn silgdi nefnilega með saltfisk til tjallans í stríðinu.

En, ég kem með tollinn og kannski verður nóg fyrir þrjá!

Gunni Pali kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 18.5.2008 kl. 22:11

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

sms hmmm ekki gaman að fá svona, jafnvel þó maður eigi það ekki.  Flottur foss eða fossar, mér sýnist þeir vera tveir, en þeir hjálpast örugglega að  Bon apetite Hrönn mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2008 kl. 22:32

22 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Veit allveg skammarlega lítið um fossa..... en ég veit aðeins meira um töskur..allavega allveg nóg til þess að sjá að þessi taska er allveg sjúúúkleg...... og allveg í stíl við margumræddan varalit.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 18.5.2008 kl. 22:33

23 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gunni Palli - ég er soldið hrædd um að einhver hafi verið að plata þig.......

Cesil! Niiiii það er ekki gaman að vakna við svona kveðju - og svo aftur........ og aftur..... og.....

Fanney! Æ am telling jú! Hrikalega mikil skvísa...... 

Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2008 kl. 23:25

24 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

flott taska !

Bless í nóttina

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.5.2008 kl. 19:21

25 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Steina á afmæli á morgun (þriðjudag) fædd 20. 05. 1960. Láttu það ganga.

Gunni Palli kokkur.

Gunnar Páll Gunnarsson, 19.5.2008 kl. 21:05

26 Smámynd: SigrúnSveitó

Barasta innlitskvitt og stórt knús frá mér, svo þú vitir að ég er hér enn...þó ég kvitti lítt...

Knús og kærleikur. 

SigrúnSveitó, 20.5.2008 kl. 00:43

27 Smámynd: Linda litla

Fossin var a.m.k. kunnuglegur, en mundi ekki nafnið en þegar ég sá það þá sagði ég auddað jaaaaá alveg rétt, þannig að ég missti af kaffibolla og kossi á  kinn.

Taskan er geggjuð, ég er algjör töskufrík. Myndi mæla með rauðum grifflum í stíl ekki spurning.

Annars bara, hafðu það gott. Kveðja á Selfoss.

Linda litla, 20.5.2008 kl. 08:41

28 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég vissi þetta náttúrulega alveg með fossinnlygarmerki á tánum

'eg hefði verið til í þann bleika með öllu þessu innan í....kannski að ég reyni þetta á þá bleiku sem eru í kistunni.

Solla Guðjóns, 20.5.2008 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.