15.5.2008
Hakuna matata
Síðan hef ég setið og barið mig með hrís, meinlætafull á svip, á meðan ég hef leitað leiða til að fylgja því sem foringinn mælti fyrir um Um helgina datt ég niður á lausnina. Ég ætla að gerast kartöflubóndi.
Ég hef komið því um kring að ég fái afnot af einu beði í garði hér í grennd - gegn því að hjálpa til við að stinga hann upp. Sem mér þótti ekki mikið leigugjald Sami garðeigandi bauðst til að gefa mér þrjátíu og þrjár kartöflur af gerðinni gullauga - þið sjáið að ég vel jafnvel tegundina af kostgæfni - sem liggja nú og spíra og bíða helspenntar eftir að verða stungið niður í gróskumikla moldina og aðstoða þjóðina í þrengingum. Í haust mun ég síðan verða stoltur eigandi mikillar uppskeru ef guð og garðálfarnir lofa. Ég er jafnvel að spá í að færa strax út kvíarnar og rækta kál með í beðinu. Hver veit nema ég getið boðið Geir svona eins og eina eða tvær nýjar kartöflur í soðið en ekki meira - það þarf jú að spara.................
Svei mér þá! Þið þurfið engar áhyggjur að hafa af frjálsu falli krónunnar, slæmu gengi hlutabréfa eða hagvexti - ég er búin að redd´essu
Flokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:54 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Mundu bara eftir því Hrönn mín að reyta arfann úr þínu EIGIN beði en ekki garðeigandans eins og forðum daga.
Eydís Katla kartöflubóndi úr Tjarnarhverfinu
Eydís Katla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 12:36
hahahah þurftirðu nú endilega að muna eftir því Katla ;)
Hugsanlega Hallgerður - hugsanlega.... það fer þó eftir ýmsu s.s. fyrirséðum niðursveiflum í hagvexti ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 12:50
Gullauga, fruuuuuuuuuuuusssssssssssssssssssss
Við Geir lítum ekki við svoleiðis alþýðukartöflum. Það eru demantadúndrur sem við borðum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2008 kl. 12:54
....en það á að spara......
Hann sagði það - ertu að segja að hann hafi bara meint alla hina?????
Hrönn Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 12:58
Vitaskuld meinti ég það.
Hrönn Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 13:12
Vinafólk mitt ætlar að rækta banana fyrir mig. Mér finnst það hæfa sem uppistaða fæðunnar í okkar ......lýðveldi.
Svo dreymir mig alltaf um að eignast lítið hænsnabú - það er hægt að nýta afurðirnar á svo margbreytilegan hátt.
Við gætum kannski komið upp "vöruskiptamarkaði" hér innanbloggs, myndi örugglega minnka "vöruskiptahallan".
Sigrún Jónsdóttir, 15.5.2008 kl. 13:29
Ég er hættur að borða, drekk bara vatn og anda að mér gróðurilmi. Maður verður að hjálpa til þegar foringinn talar
Markús frá Djúpalæk, 15.5.2008 kl. 13:58
Þú ert semsagt ljóstillífur Markús? Það kalla ég vel að verki staðið
Góð hugmynd Sigrún!
Hrönn Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 14:18
Svo verðum við bara að taka slátur í haust og borða slátur og kartöflur í vetur - þú gætir kannski ræktað nokkrar rófur með þessu líka
Dísa Dóra, 15.5.2008 kl. 14:40
Það var lagið Hrannsa mín! Svo er bara að færa út kvíarnar og setja gulrætur og kál niður . Gera eins og Dísa Dóra mælti með og það mun vaxa og bætast í kollu þína kelli mín. Gullauga eru storar og flottar karteflur og fínar sem bakaðar eða franskar með nautasteikinni úr þorgeirsbola sem þú að sjálfsögðu slátrar í haust.
Gunni Palli kokkur
Gunnar Páll Gunnarsson, 15.5.2008 kl. 14:46
Gunnar Páll: Hrannsa?????? konan heitir HRÖNNSLA
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2008 kl. 15:23
ehemm ég heiti nú reyndar HRÖNN En svara öllu
Hrönn Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 16:24
Gunni Palli kokkur ég tek upp kartöflurnar í haust og kem með þær til þín. Þú eldar úr þeim og ég horfi á og drekk rauðvín á meðan.....
How is that for a plan?
Hrönn Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 16:27
Ég var að fatta að ég er planta miðað við þessa lýsingu - ómægod.
Markús frá Djúpalæk, 15.5.2008 kl. 16:39
Já blómið mitt
Hrönn Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 16:42
Ég skal hjálpa þér að taka upp, allavega horfa á þig.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 17:12
Geir borðar sjálfsagt bara sætar kartöflur hahahaha.Þú ert snillingur
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 18:24
Þakka þér Ásdís og Birna Dís.
Var að lesa blaðið og þar er frétt um að eitthvert knattspyrnulið ætli að flytja inn kartöflur svo áhangendur verði ekki uppiskroppa Fatta ekki tengslin á milli kartaflna og fótbolta en hitt sé ég að þarna er gróðamöguleiki
Hrönn Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 18:29
Ég verð nú bara svöng við að lesa þessi komment..... er að spá í að sjóða mér slátur og kartöflur. Hafðu það gott.
Linda litla, 15.5.2008 kl. 19:41
Nei nei Hrannsla mín! VIÐ eldum þær saman og borðum saman með rauðvíni og Þorgeirsbola steiktum þónokkuð.
Gunni Palli kokkur
Gunnar Páll Gunnarsson, 15.5.2008 kl. 19:50
Líst vel á það Gunni Palli kokkur
Linda! Takk og sömuleiðis
Hrönn Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 19:51
hér er ég búin að skemmta mér vel yfir færslu og kommentum. Vöruskiptamarkaður...það líst mér vel á. Ég hendist í að prjóna nærskjól úr hundasnoði, það er vatnshelt og allt.
Fæ tvær kartöflur per brók !
Þið megið eiga þetta rauðvínssull nema það sé gott að sjóða kartöflur upp úr því ?
Ragnheiður , 15.5.2008 kl. 21:25
Mikið er ég glöð að einhver er búinn að redda þessu, var farin að hafa verulegar áhyggjur um stund en ertu búin að ná þér í ókeypis bæklinginn með kartöfluuppskriftum??
Huld S. Ringsted, 15.5.2008 kl. 22:25
Ragga! Ég legg inn pöntun fyrir eins og einni - held ég. Það munar svo miklu um að það er vatnshelt
Huld! Loksins einhver sem kunni að meta reddingarnar Nei ég vissi ekki að þessi bæklingur væri til...............
Hrönn Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 22:28
..."það má kallast þjóðlegasti siður"...... ég man ekki allveg....en mig minnir að við höfum einhvern tíma sungið þetta með hárri raust..... og svei mér ef við héldum ekki lagi og alles.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 15.5.2008 kl. 23:14
Takk fyrir skemmtilegan pistill kæra Hrönn mín knús á þig
Kristín Katla Árnadóttir, 16.5.2008 kl. 13:44
blessi þig á fallegu föstudagskvöldi
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 16.5.2008 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.