Gleðilegt sumar

gleymmerei

 

 

 

 

 

 

 

Spáðu í mig


Kvöldin eru kaldlynd útá nesi
kafaldsbylur hylur hæð og lægð
kalinn og með koffortið á bakinu
kem ég til þín segjandi með hægð
       spáðu í mig
       þá mun ég spá í þig
       spáðu í mig
       þá mun ég spá í þig

Nóttin hefur augu einsog flugan
og eflaust sér hún mig þar sem ég fer
heimullega á þinn fund að fela
flöskuna og mig í hendur þér
      spáðu í mig
      þá mun ég spá í þig
      spáðu í mig
      þá mun ég spá í þig

Finnst þér ekki Esjan vera sjúkleg
og Akrafjallið geðbilað að sjá
en ef ég bið þig um að flýja með mér
til Omdúrman þá máttu ekki hvá
      spáðu í mig
      þá mun ég spá í þig
      spáðu í mig
      þá mun ég spá í þig

                                            -Megas-

Farin að sofa! Er staðráðin í að vakna í glaðasumri í býtið ;) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

... og þá mun ég spá í þig.......... Gleðilegt sumar...... takk fyrir yndislegan vetur....

Fanney Björg Karlsdóttir, 23.4.2008 kl. 23:46

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gleðilegt sumar!

Sigrún Jónsdóttir, 23.4.2008 kl. 23:50

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Gleðilegt sumar Hrönn mín og takk fyrir sérlega jákvæð og skemmtileg komment, fyllt með einstökum gáska. 

Anna Einarsdóttir, 23.4.2008 kl. 23:53

4 Smámynd: Brattur

Gleðilegt sumar... keyrði hjá Esjunni í dag... mér sýndist hún vera að jafna sig...

Brattur, 24.4.2008 kl. 00:14

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gleðilegt sumar og takk fyrir þinn þátt í að gera veturinn gott betur en þolanlegan

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.4.2008 kl. 00:39

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Gleðilegt sumar og takk fyrir góð kynni.

Mér hefur alltaf þótt Ingólfsfjall hálf geðbilað.

Megas er töffari allra tíma.

Solla Guðjóns, 24.4.2008 kl. 01:04

7 Smámynd: Karl Tómasson

Það er sjúklegt að hafa Esjuna í fanginu alla daga.

Bestu kveðjur Hrönn, frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 24.4.2008 kl. 01:06

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Gleðilegt sumar kæra Hrönn Takk fyrir veturinn og farðu nú að "hundskast" undan rúminu kona! Hvernig í ósköpunum á Stúfur Stubbalings annars að fá rétta mynd af mannfólkinu? Treysti því annars að búið sé að draga fram hlaupaskóna með sumarmynstrinu. Þú veist að búið er að banna naglana.

Halldór Egill Guðnason, 24.4.2008 kl. 01:35

9 Smámynd: Brynja skordal

Gleðilegt sumar og takk fyrir bloggveturinn oh þetta lag er æði og textin líka

Brynja skordal, 24.4.2008 kl. 02:11

10 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Gleðilegt sumar. Og þakka þér kærlega fyrir veturinn, hann var æði.

Markús frá Djúpalæk, 24.4.2008 kl. 06:33

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk sömuleiðis krakkar mínir

Hrönn Sigurðardóttir, 24.4.2008 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.