Var í huglægu hlaupi í morgun um golfvöllinn og svei mér ef ég er ekki með harðsperrur, gott ef ég snéri mig ekki líka.......
Var að velta einhverju fyrir mér í dag sem ég man alls ekki lengur hvað var. En gáfulegt var það, því get ég lofað......... Var líka svolítið döpur í dag en það líður hjá. Hallgerður talar um þunglyndi sem geðveiki í einum af pistli sínum í dag. Er þunglyndi geðveiki? Þegar ég er döpur þá legg ég metnað minn í að klæða mig í fínu fötin mín, kerra hnakkann og brosa breiðar........ En tímabundin depurð og þunglyndi er náttúrulega ekki það sama.....
Hvað gerir þú á döprum degi?
Hallgerður talar líka um Einar Ben. í dag og vakti með mér löngun til að lesa meira um hann
Gleði, frelsi, friður, ró
faðmar allt í grænum mó,
þar sem tæra lindin ljósa
líður hægt á milli rósa,
streymir áfram út í sjó,
andi minn þar finnur ró.
Þegar ég er þreytt og ein,
þín ég vitja, lindin hrein,
leggst við bakka lága þína,
læt svo hverfa harma mína;
bylgja þín í blárri ró
ber þá út á víðan sjó.
Veistu hver orti?
Margar spurningar? Ég get skrifað hægar ef það hentar betur......
Ætla að fleygja mér undir rúm með kodda við hné. Á morgun hefst nýr dagur með leikfimi. Þá er nú gott að eiga banana
Góða nótt yndin mín stór og smá
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Verð ég ekki að labba við á morgun á gá hvort þú sért kannsik fótbrotin líka. ??? Sofðu vel undir rúmi dúlla mín, kveðja á hundana.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 23:09
Þunglyndi er geðveiki. Þunglyndi er andleg veiki á geði, sem sagt geð-veiki. Þekki þetta mikið vel, ég er að verða (geð)lyfjalaus í fyrsta skiptið núna í ég bara veit ekki hvað mörg ár, það er langt síðan mér hefur liðið svona vel.
Ég vona að þetta sé villa hjá þér, að þú sofir ekki undir rúmi Hrönn mín.
Eigðu fagra drauma, góða nótt.
Linda litla, 21.4.2008 kl. 23:14
Banana?
Góða nótt mín kæra, best að skutla sér í hugarleikfimi í skúffunni. Þar er ég örugg fyrir öllum heimsins meiðslum.
Heiða Þórðar, 21.4.2008 kl. 23:42
Það er til margs konar þunglyndi. Huglægðir og hughæðir eru ekki sama og sjúkdómurinn þunglyndi Hrönnslan, fæstir sigla alveg lygnan sjó í sínu sinni alla daga ársins enda væru lítil blæbrigði eða nokkuð fútt í því. Að klæða sig í fínu fötin og keyra hnakkann er góð leið í gegnum þessar lægðir.
Marta B Helgadóttir, 21.4.2008 kl. 23:57
Þunglyndi og depurð er ekki það sama.... þar er himin og haf á milli......en ég elska þína aðferð við að mæta depurðinni.... hún er eitthvað svo mikil Hrönn......með rauðan varalit....
Fanney Björg Karlsdóttir, 22.4.2008 kl. 00:16
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2008 kl. 08:19
Já - ég sé að má hæglega misskilja þetta. Ég er alls ekki að bera saman depurð og þunglyndi......
Bara að velta báðum hlutum upp í sömu andránni
Hrönn Sigurðardóttir, 22.4.2008 kl. 08:38
Maður getur farið úr depurð yfir í þunglyndi ef maður fer ekki í fínu fötin og kerrir hnakkann.
Helga Magnúsdóttir, 22.4.2008 kl. 11:32
hugsanlega Helga ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 22.4.2008 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.