Eitt og annað sem ég velti fyrir mér í dag......

Var í huglægu hlaupi í morgun um golfvöllinn og svei mér ef ég er ekki með harðsperrur, gott ef ég snéri mig ekki líka....... W00t

Var að velta einhverju fyrir mér í dag sem ég man alls ekki lengur hvað var. En gáfulegt var það, því get ég lofað......... Var líka svolítið döpur í dag en það líður hjá. Hallgerður talar um þunglyndi sem geðveiki í einum af pistli sínum í dag. Er þunglyndi geðveiki? Þegar ég er döpur þá legg ég metnað minn í að klæða mig í fínu fötin mín, kerra hnakkann og brosa breiðar........ En tímabundin depurð og þunglyndi er náttúrulega ekki það sama..... 

Hvað gerir þú á döprum degi?

Hallgerður talar líka um Einar Ben. í dag og vakti með mér löngun til að lesa meira um hann Heart

Gleði, frelsi, friður, ró
faðmar allt í grænum mó,
þar sem tæra lindin ljósa
líður hægt á milli rósa,
streymir áfram út í sjó, –
andi minn þar finnur ró.

Þegar ég er þreytt og ein,
þín ég vitja, lindin hrein,
leggst við bakka lága þína,
læt svo hverfa harma mína;
bylgja þín í blárri ró
ber þá út á víðan sjó.

Veistu hver orti?  

Margar spurningar? Ég get skrifað hægar ef það hentar betur......

Ætla að fleygja mér undir rúm með kodda við hné. Á morgun hefst nýr dagur með leikfimi. Þá er nú gott að eiga banana Tounge

Góða nótt yndin mín stór og smá Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Verð ég ekki að labba við á morgun á gá hvort þú sért kannsik fótbrotin líka. ??? Sofðu vel undir rúmi dúlla mín, kveðja á hundana.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 23:09

2 Smámynd: Linda litla

Þunglyndi er geðveiki. Þunglyndi er andleg veiki á geði, sem sagt geð-veiki. Þekki þetta mikið vel, ég er að verða (geð)lyfjalaus í fyrsta skiptið núna í ég bara veit ekki hvað mörg ár, það er langt síðan mér hefur liðið svona vel.

Ég vona að þetta sé villa hjá þér, að þú sofir ekki undir rúmi Hrönn mín.

Eigðu fagra drauma, góða nótt.

Linda litla, 21.4.2008 kl. 23:14

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Banana? 

Góða nótt mín kæra, best að skutla sér í hugarleikfimi í skúffunni. Þar er ég örugg fyrir öllum heimsins meiðslum.

Heiða Þórðar, 21.4.2008 kl. 23:42

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það er til margs konar þunglyndi. Huglægðir og hughæðir eru ekki sama og sjúkdómurinn þunglyndi Hrönnslan, fæstir sigla alveg lygnan sjó í sínu sinni alla daga ársins enda væru lítil blæbrigði eða nokkuð fútt í því.  Að klæða sig í fínu fötin og keyra hnakkann er góð leið í gegnum þessar lægðir.

Marta B Helgadóttir, 21.4.2008 kl. 23:57

5 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Þunglyndi og depurð er ekki það sama.... þar er himin og haf á milli......en ég elska þína aðferð við að mæta depurðinni.... hún er eitthvað svo mikil Hrönn......með rauðan varalit....

Fanney Björg Karlsdóttir, 22.4.2008 kl. 00:16

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2008 kl. 08:19

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já - ég sé að má hæglega misskilja þetta. Ég er alls ekki að bera saman depurð og þunglyndi......

Bara að velta báðum hlutum upp í sömu andránni

Hrönn Sigurðardóttir, 22.4.2008 kl. 08:38

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Maður getur farið úr depurð yfir í þunglyndi ef maður fer ekki í fínu fötin og kerrir hnakkann.

Helga Magnúsdóttir, 22.4.2008 kl. 11:32

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hugsanlega Helga ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 22.4.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.