Vorvindar glaðir.....

Á hvarmi lífsins - eftir Ísak Harðarson 

Er ég geng niður í fjöruna
að leita að kyrrð

er kyrrðin þar á ferð
að leita að manni

Og horfumst í augu
tvö augnablik
við blikandi himin
og blikandi haf

„Sjáumst!“

Og hún festir mig í minni

og ég
festi hana hér

Ég er alveg hrikalega löt. Svaf framyfir hádegi - að vísu með smá hléi, sem varð þó ekki vegna bilunar heldur göngutúrs um golfvöllinn í morgunkyrrðinni. Stubbalingur kunni sér ekki læti yfir öllum gæsunum sem voru mættar til leiks LoL

Fór á videoleigu í gær og tók tvær myndir sem ég nennti svo ekki að horfa á Woundering  Önnur er dæmigerð konumynd og ég get sagt ykkur það að ef línan: "would you respect me as a person if......" þið vitið svo "sefur" hún hjá honum......kemur ekki fyrir í henni þá geng ég í ána - enda lítið í henni um þessar mundir Tounge

Datt í hug, í tilefni af sumarblíðunni, sem ég er harðákveðin í að sitja af mér..... pikköpplínur! Hvaða pikköpplínum munduð þið látast falla fyrir? Mér finnst svona prívat og persónulega alltaf svoooolítið leim þessi: ahhhh made in heaven - mér sýndist það... 

Held hinsvegar að ég mundi alveg kaupa þessa: Hæ sæta, mér sýnist þú mundir hafa gaman af að drekka með mér kaffibolla og þér veitir heldur ekkert af rjómatertusneið........ Tounge

Mávurinn er mættur út á Bónusplan - hann er eitthvað að ruglast á Bónus og sjónum.... ég mundi nú skipta honum út fyrir kríuna eða krumma á augabragði!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er gott stundum að mega vera latur Hrönn mín.  Iss þú ert með fordóma gagnvart aumingja máfinum  ussu sussu mía mar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2008 kl. 16:48

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Iss, pikköpplínur löngu hættar að virka á mig.  Þessi ofnotaðasta "where have you been all my live" og "it seems like I´ve known you a thousend years my soaltwin" læknuðu mig for gúdd.

Fallegt ljóð.

Og þú líka

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.4.2008 kl. 16:54

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehem, botninn þarna er ekki pikköpplína, ég er gift og gagnknynhneigð

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.4.2008 kl. 16:55

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahahaha

Hrönn Sigurðardóttir, 19.4.2008 kl. 16:58

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Maðurinn minn er alveg ofboðslega órómantískur og hann er sjö árum yngri en ég. Einhvern tíma spurði ég hann í gríni hvar hann hefði verið allt mitt og svarið sem ég fékk var: Megnið af tímanum var ég ekki einu sinni fæddur!

Helga Magnúsdóttir, 19.4.2008 kl. 17:03

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehehehe góður....

Hrönn Sigurðardóttir, 19.4.2008 kl. 17:04

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Argg.  fyndinn þessi hjá Helgu.  Ég kann bara engar pikköpp línur, en man alltaf þegar mér var boðið upp í ´Klúbbnum hér á síðstu öld og þá aðeins 18 ára, að ungi maðurinn sagði, þegar ég var að standa upp " ætlarðu aldrei að hætt að standa upp" ég var orðin nokkuð hærri þegar ég var komin alla leið, hann var þó svo mikill herramaður að dansa einn dans, starandi á ekki brjóstin mín sem voru þá frekar mikið týnd. Hann kvaddi svo með þeim orðum hann yrði að fara að míga, þvílík rómantík.  Kær kveðja til ´þín elskan og falleg ljóðið.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.4.2008 kl. 17:56

8 identicon

Eldri konan sagði við yngri mannin hvar hefuru verið allt mitt líf?Með bleyju svaraði hann.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 18:08

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þessi er góð: 

Hæ sæta, mér sýnist þú mundir hafa gaman af að drekka með mér kaffibolla og þér veitir heldur ekkert af rjómatertusneið. 

Reyni hana á einhvern karl .....hæ sæti viltekkirjómatertusneiðogkaffimeððí??

Ég er reyndar orðin mestmegnis sjálfkynhneigð held ég

Marta B Helgadóttir, 19.4.2008 kl. 18:09

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mér finnst alti lagi að vera smá latur. Ljóðið Fallegt og rómó.

Kristín Katla Árnadóttir, 19.4.2008 kl. 18:19

11 Smámynd: Hugarfluga

En fallegt ljóð Mér finnst þessi lína frekar góð: "Fyrirgefðu, en ertu til í að lána mér símanúmerið þitt, ég virðist hafa týnt mínu."

Hugarfluga, 19.4.2008 kl. 19:31

12 Smámynd: Rebbý

ég myndi alveg falla fyrir rjómatertupikkup línunni frá rétta manninum
annars eru svo mörg ár síðan ég var svona augljós í mínum viðreynslum að nota pikkup línu en þá notaði ég eina sem virkaði of vel á fallegu reykingamennina
"veistu það að kyssa þig væri eins og að sleikja öskubakka"    undantekningalaust buðu þeir mér að prufa til að afsanna ásökunina 

Rebbý, 20.4.2008 kl. 08:54

13 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Pikköplínur er svo skemmtilegar að ég sé ekki annað en þær séu að verða sérstakur fræðaflokkur. Það þarf að taka sig til safna þeim, greina þær og gefa þær út.

Steingerður Steinarsdóttir, 20.4.2008 kl. 18:26

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Pikköpplínur:

Hér koma fræðin, en mér sýnist reyndar að einungis karlmönnum sé kennd þessi tækni svo þetta mun varla gagnast okkur mikið Hrönn mín. 

Værsågod: Fyrirgefðu, en má ég aðeins daðra við þig?Hvernig kemst ég í aðdáendaklúbbinn þinn? Þessi kjóll myndi líta æðislega út ... í hrúgu við hliðina á rúminu mínu.Má ég vera þrællinn þinn í kvöld? Til hamingju! Þú hefur verið kosin "Fallegasta konan á staðnum" og verðlaunin eru nótt með mér. Er heitt hérna inni, eða ert það bara þú sem ert HOT! ? En hérna ... vinnurðu eitthvað? Fyrir utan að láta menn falla í yfirlið... Hæ, ég er nýr í bænum, geturðu nokkuð gefið mér leiðbeiningar um hvernig ég kemst heim til þín? Ég er búinn að týna símanúmerinu mínu, ertu til í að láta mig fá þitt?Fyrirgefðu, varstu að tala við mig? Hún: Nei... Þú: Ok .. þú mátt þá byrja á því núna. Hvenær þarftu að vera komin aftur til himna? Værirðu til í að snerta mig svo ég geti sagt vinum mínum að ég hafi komið við engil? Trúir þú á ást við fyrstu sýn eða ætti ég að ganga fram hjá þér nokkrum sinnum? Áttu kærasta? [Ef svarið er nei: Viltu einn?, Ef svarið er já: Viltu annan?][Þegar hún er að fara] Hey ... ertu ekki að gleyma einhverju? Hún: Hverju? Þú: Mér! ...og að lokum: 

[Kíktu á miðann aftan á skyrtunni hennar. Þegar hún spyr: "Hvað ertu að gera?", segir þú: "Jáá ... eins og mig grunaði… “MADE IN HEAVEN”.  

Marta B Helgadóttir, 20.4.2008 kl. 19:53

15 Smámynd: Marta B Helgadóttir

ahh textinn fer greinilega á flikkflakk í stærðinni þegar peistað er úr email.....

Marta B Helgadóttir, 20.4.2008 kl. 19:54

16 Smámynd: www.zordis.com

Þú segir nokkuð! 

Líttu í augu mín og sjáðu upphaf lífs þíns.  Ok. þetta er ekki pikköpp lína .... vildi að ég kynni einhverjar ...

Knús á þig og ég myndi skipta út fyrir krumma karlinn!

www.zordis.com, 20.4.2008 kl. 21:12

17 Smámynd: www.zordis.com

Svo er þetta mjög sætt ljóð!

www.zordis.com, 20.4.2008 kl. 21:13

18 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Hrönn var það ekki þorvaldur sem keypti Þorvaldseyri af Einari,sonur Þorvaldar Þorgrímur bjó á Raufarfelli svo kölluðum austurbæ,móðir mín ólst upp í suðurbæ

Guðjón H Finnbogason, 20.4.2008 kl. 21:30

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Var það? Ég hélt að Þorvaldur hefði tapað Eyrinni til Einars vegna togaraútgerðarinnar....

Þarf að afla mér upplýsinga!

Marta! Þú ert hafsjór fróðleiks um pikköpp - er þetta ekki bara spurning um að snúa þeim við og nota?

Knús á þig tilbaka Þórdís

Takk öll fyrir innlitið - gaman að sjá ykkur

Hrönn Sigurðardóttir, 20.4.2008 kl. 21:39

20 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

                1886

Þorvaldur Bjarnarson, Núpakoti, kemst yfir jörðina Svaðbæli, lítið og blautlent kot, reisir sér býli á grundunum þar fyrir ofan og nefnir það Þorvaldseyri. Reisti hann þar torfbæ og síðar hlöðu mikla sem hann hafði einni alin lengri og breiðari en Menntaskólahúsið í Reykjavík sem þá var stærsta bygging á Íslandi.


1905

Þorvaldur Bjarnarson selur Bjarna Jónssyni, trésmíðameistara í Reykjavík, Þorvaldseyrina í skiptum fyrir stórhýsið Bjarnaborg við Hverfisgötu.
Einar Benediktsson skáld, var sýslumaður í Rangárvallasýslu á árunum 1904-07. Hann bjó á Stóra-Hofi við mikla rausn. Nokkru eftir að Bjarni Jónsson eignaðist Þorvaldseyrina kaupir Einar sýslumaður jörðina af honum. Lét hann taka ofan feikna stórt timburhús (gestahús) sem Þorvaldur Bjarnarson hafði reist nokkru áður og flytja að Stóra-Hofi. Um jörð sína, Þorvaldseyri, skeytti Einar sýslumaður ekki að öðru leyti og lá hún í eyði og óhirðu árin 1905-06.


1906

Ólafur Pálsson bjó ásamt foreldrum sínum í Svínhaga á Rangárvöllum. Hann var atgerfismaður, mikill vexti, sterkur og kappsamur til vinnu. Á útmánuðum 1906 kom Grímur Thorarensen, hreppstjóri í Kirkjubæ, að Svínhaga. Barst þá í tal hversu illa væri farið með þá góðu jörð Þorvaldseyri. Segir þá Grímur við Ólaf: "Þú ættir að slá þér á hana. Það væri dálítið fyrir þig að glíma við." Skömmu eftir þetta bar fundum Ólafs í Svínhaga og Einars sýslumanns saman. Kom þá fram að Þorvaldseyrin væri föl. Fór svo að Ólafur keypti jörðina af Einari sýslumanni á 9.000 krónur og var það hærra jarðarverð en áður hafði heyrst.

Hrönn Sigurðardóttir, 20.4.2008 kl. 21:41

21 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

já, já svona fer þegar kona kópí/peistarEn svona er sagan Guðjón skv. heimasíðu Óla á Eyri

Hrönn Sigurðardóttir, 20.4.2008 kl. 21:47

22 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hrönn, ég held að þér verði ekki orða vant, ef þú þarft akút á góðri pikköplínu að halda. Sú eina sem ég hef fallið fyrir á ævinni var svona: "Það er einhvern veginn ennþá skemmtilegra að drekka kafffið með þér.."  Reyndar var hún svona 3ju gráðu lína, því samband var eiginlega komið á ....

Mávarnir fá sennilega betra æti núorðið í Bónus en hafinu .... 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.4.2008 kl. 22:19

23 Smámynd: Brynja skordal

Skemmtileg Færsla og komment hafðu ljúfa nótt mín kæra

Brynja skordal, 20.4.2008 kl. 22:25

24 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Líður yfir mig Hallgerður?? 

Þú ert nú meiri gone with the wind konan

Hrönn Sigurðardóttir, 20.4.2008 kl. 22:48

25 Smámynd: Marta B Helgadóttir

hahaha Guðnú Anna óborganleg

við getum þá lagt niður sjávarútveginn og tekið upp evruna vandræðalaust fyrst ætið í Bónus er orðið betra en í hafinu 

Marta B Helgadóttir, 20.4.2008 kl. 23:14

26 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm Marta og hellt svo bara úr ruslafötunum hjá Bónus

Guðný Anna er góð

Hrönn Sigurðardóttir, 20.4.2008 kl. 23:17

27 Smámynd: Solla Guðjóns

Rektu mávana niður eftir.

Ég félli hiklaust fyrir pikköpplínu sem byrjaði á "heyrðu sæta viltu....".og endaði á "rjómatertu"

Solla Guðjóns, 20.4.2008 kl. 23:46

28 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Þetta er frábært Hrönn.Hvernig tengist þú?

Ólafur var hann faðir Eggerts?

Guðjón H Finnbogason, 21.4.2008 kl. 19:51

29 Smámynd: Ólöf Anna

Langafi Stefán átti neðri hæðina í mörg mörg ár og afi átti efri hæðina í smá tíma kríngum 197og eitthvað.

Ólöf Anna , 21.4.2008 kl. 20:27

30 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Guðjón! Ólafur var m.a. faðir Eggerts og Ingibjargar sem var amma mín. Ég hef stundum sagt það að ef amma mín hefði verið afi minn þá byggi ég á Eyrinni í dag ;)

Ólöf Anna! Ég man eftir Stefáni gamla. Hann sló alltaf túnið í kringum húsið með orfi og ljá. Það var nú á þeim árum sem ég hikaði ekki við að kippa upp um mig pilsinu til að girða mig - og fékk skömm í hattinn fyrir. Þótti ekki nógu dömuleg - geri þetta þó stundum enn..........

Man hins vegar ekkert eftir afa þínum en bið kærlega að heilsa honum samt. Hér er gott að búa

Hrönn Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 21:30

31 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hver var mamma þín Guðjón?

Hrönn Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 21:31

32 Smámynd: Linda litla

Hér er ein..... háraliturinn á þér fer vel við koddaverið mitt.

Fallegt ljóð.

Linda litla, 21.4.2008 kl. 22:49

33 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ahahahahha góð Linda litla ;)

Takk Helga mín - alltaf gott að vera saknað

Hrönn Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.