Klukkan var alveg að slá miðnætti!

Ég var um það bil að sofna - fann hvernig syfjan þyngdi augnlokin og þau sigu værðarlega. Veikindi síðastliðinna daga höfðu tekið sinn toll en virtust, þegar þarna var komið, vera að láta undan síga. Allavega hafði ég ekki hóstað mig í svefn........

Allt í einu skar ÆRANDI hávaði miðnæturkyrrðina. Ég lyftist lárétt í rúminu og velti því fyrir mér hvað væri eiginlega um að vera!! Hafði mig dreymt? Hvað var að ske? Ég lenti aftur í rúminu með galopin augun, glaðvöknuð! Tíminn leið -  ein mínúta, tvær mínútur..... hávaðinn hlaut að hafa verið eitthvað sem ég ímyndaði mér. Þá var kyrrðin rofin að nýju með sama ÆRANDI hávaðanum!! Ég rauk út í glugga og leit út. Þarna stóð bíll!! Gat þetta verið? Ég trúði ekki mínum eigin augum!!

Ég fór fram sótti símann og hringdi. Síminn var um það bil að hringja út þegar andstutt kona ansaði loksins: "Lögreglan - og nefndi nafnið sitt" Ég velti því smástund fyrir mér frá hverju ég hefði rifið hana en ákvað að leyfa henni að njóta vafans...... 

Ég sagðist ætla að kvarta undan hávaða af völdum LÖGREGLUBÍLS og ég næði ekki upp í nefið á mér fyrir hneykslan. Klukkan væri að verða tólf á miðnætti og þeir væru að spila tónlist í gegnum hátalakerfi lögreglubílsins!!! Ég ítrekaði að klukkan væri að verða TÓLF Á MIÐNÆTTI og ég ætti ekki til eitt einasta aukatekið orð yfir svona hegðan!!

Hún svaraði mér, stutt í spuna, að hún vissi alveg hvað klukkan væri!! Það var - get ég sagt ykkur EKKI til þess fallið að róa mig niður... Ég sagði henni að hún skyldi þá stöðva þennan hávaða UMSVIFALAUST - annars tæki ég til minna ráða!

Þeir spiluðu ekki meira strákarnir.

Í dag er ég að velta því fyrir mér hvort þeir líti á almenningseigur sem leiktæki sem þeir geta notað að vild. Ég er líka að velta því fyrir mér hvort það þurfi ekki að sýna fram á að hafa öðlast ákveðinn þroska til að verða lögreglumaður! Ég er jafnframt að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fara upp á Sýsluskrifstofu og tilsegja þá til þeirra yfirmanns!!

Ég er ennþá svo grjóthneyksluð að ég má vart mæla!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er nú alveg grjóthneyksluð líka, til hvers í andsk. voru þeir að nota hátalarakerfið??  bjánar. Soldið fyndið hvað hún var móð, látum hana njóta vafans, ég hélt að það sæti alltaf ein lögga við símann, þeir eiga jú að vera snöggir að svara.  Ég er hrædd um að ungir menn sem hefðu gert það sama og þeir, hefðu fengið feitar skammir fyrir svipað uppátæki.  Við ættum kannski að ganga saman um miðbæinn á miðnætti og hafa útvarp á öxlunum, hátt stillt og syngja svo með.

Er að fara út í bæ að æfa mig í söng    kíki kannski við

Ásdís Sigurðardóttir, 14.3.2008 kl. 13:53

2 Smámynd: www.zordis.com

Hrönn taka máliln í sínar hendur!  Styð þig

Löggumann hefur viljað ná þér á blessuðum náttkjólnum  Mér finst þetta mjög eðlilegt og er sko ekki hneyksluð því trixin hjá þessum einhleypu verða alltaf betri og betri!  Þú manst eftir eftir prinsunum sem sungu til meyjanna  undir glugga, nú er tæknin orðin betri og meiri!  Sveiflaðir þú nokkuð lokkunum út um gluggann?

www.zordis.com, 14.3.2008 kl. 14:04

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Ásdís! Blasta þetta bara.....

Þórdís! Örugglega hefur það verið akkúrat það sem hann vildi! Mig út - með rúllurnar í hárinu á hælaháu loðinniskónum og í köflóttum vatteruðum hagkaupssloppi

Hallgerður! Styð þá tillögu! 

Hrönn Sigurðardóttir, 14.3.2008 kl. 14:34

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rosalega skil ég hvað þú prirraðist.  OMG.  Lögreglan!  Svo fara þeir inn á heimili þar sem partíin eru til að láta lækka í tónlist og til að fá bönd á hávaðaseggina.  Skýtur skökku við.

Hjólaðu í Þvaglegginn!

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.3.2008 kl. 16:14

5 Smámynd: Dísa Dóra

Jahérna segi ég nú bara.  Það er greinilega ekki sama hvort það er Jón eða Séra Jón þegar um er að ræða að blasta græjurnar í botn

Hefðir átt að hringja í löggimann í næsta sveitafélagi og láta þá koma og skamma löggimanninn sem blastaði svona illilega

Dísa Dóra, 14.3.2008 kl. 16:31

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Taka niður bílnúmerið og senda inn kæru til dómsmálaráðuneytisins, það er sennilega rétta leiðin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2008 kl. 18:07

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Í guðanna bænum passaðu þig á sýsla þínum, hef heyrt að hann framkvæmi undarlegustu hluti á konum!!

Huld S. Ringsted, 14.3.2008 kl. 21:00

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég get nú ekki annað en hlegið. sé þig fyrir mér svífandi fyrir ofan rúmið eins og daman í Exorcist. Snerist nokkuð höfuðið á þér heilan hring líka?

Spurning hvort það hafi ekki bara einhverjir guttar tekið löggubíl traustataki og farið í skemmtiferð. Símadaman var úti að leita að bílnum, þess vegna var hún svona móð.

Jóna Á. Gísladóttir, 14.3.2008 kl. 22:21

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

haha Jú Jóna og það rauk úr honum líka!! Og ekki nóg með það - heldur risu öll hár eins og á öfugsnúnum ketti

Þarna kom skýringin - hef verið að velta því fyrir mér í allan dag hvað hún hefði eiginlega verið að gera.........

Hrönn Sigurðardóttir, 14.3.2008 kl. 22:26

10 identicon

Núna fer ég í alvöru að hugsa um að flytja austur enda fjörið þarna hjá ykkur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 09:09

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Lyftist lárétt í rúminu

Ég styð Hallgerðartillögu.

Farðu vel með þig Hrönnslan.

Marta B Helgadóttir, 16.3.2008 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband