Allt önnur jöfnun!

Picture 309Stúfur Stubbalings datt í lukkupottinn um daginn - og hefur ekkert komið upp úr honum síðan. Það byrjaði með því að kona, sem vinnur í næsta húsi, kom færandi gjafir, bein, bolta og kaðal - sem í hans huga jafnast á við gull, reykelsi og mirru Tounge Í morgun var hann svo stálheppinn að finna kjötbita sem einhver hefur ætlað Krumma....... Hann lagði mikið á sig að grafa bitann upp úr djúpum skafli og bar hann svo alla leið heim, frekar hróðugur og passaði að ég næði ekki bitanum af honum! Ég hafði ekki brjóst í mér til þess eftir alla þessa fyrirhöfn. Hann faldi hann svo þegar við komum heim og á meðan ég fór í leikfimi, hámaði hann í sig kjötbitann og hló allan tímann. Ég er alveg viss um að á morgun reynir hann að stela öðrum bita............

Ég tók þess vegna virkan þátt í leiknum og þóttist ekkert vita hvar hann hefði sett kjötbitann - og arkaði síðan í leikfimi. Beta er í fantaformi þessa dagana og lætur okkur heldur betur taka á. Hrikalega góð leikfimi hjá henni - og þeim stelpunum. Enginn tími eins og allir góðir!! Í dag var áherzlan á rass, læri og maga. Sem er gott með tilliti til þess að páskarnir nálgast óðfluga og þá get ég borðað páskaegg með góðri samvizku. Ég verð nefnilega búin að kaloríujafna og kem til með að eiga inni nokkrar kaloríur um páskana....... Tounge

Ég stræka á alla árans ekkisen kolefnisjöfnun - ég kaloríujafna!!

Toppiði það Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

hahaha já maður ætti bara að fara í að kaloríujafna

Dísa Dóra, 4.3.2008 kl. 09:49

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Lýst vel á kaloríujöfnun, einhver tips  Stubbalingurinn er flottastur enginn spurning um það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2008 kl. 10:11

3 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 10:18

4 Smámynd: Brynja skordal

Sniðugur er hann voffi

Brynja skordal, 4.3.2008 kl. 10:18

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þeir vita nokk hvað þeir eru að gera hann er svo mikið krútt stuppalingurinn.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.3.2008 kl. 10:25

6 Smámynd: www.zordis.com

Mikið ertu árans, fjárans dugleg!  Þú verður "ert nú þegar" fyrirmyndin mín .... ég komst ekki í morgun vegna vinnu í sprikklið ....  Já, þessi vinna truflar!

Eigðu lukkunnar dag!

www.zordis.com, 4.3.2008 kl. 10:45

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já hún slítur ansi mikið í sundur fyrir manni þessi vinna, Þórdís......Og takk sömuleiðis
Cesil þú mætir bara í sundleikfimi hjá Betu! Málið er dautt

Hrönn Sigurðardóttir, 4.3.2008 kl. 10:48

8 Smámynd: Hugarfluga

Þessi hundur þinn er nú meiri krúttklessan! Áhersla á maga, rass og læri segirðu? Ég legg einmitt mikla áherslu á þessa líkamshluta. Borða mikið svo þeir stækki mikið. Sei sei já.

Hugarfluga, 4.3.2008 kl. 11:34

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Stúfur stubbalings langflottastur í leit sinni.

Kalóríujafna.......nee get ekki toppað þig

Takk fyrir skemmtilega og þó nokkuð kalóríuríka stuna áðan

Solla Guðjóns, 4.3.2008 kl. 18:18

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk sömuleiðis Ollasak

Hrönn Sigurðardóttir, 4.3.2008 kl. 18:39

11 Smámynd: Dísa Dóra

Takk fyrir skemmtilegan og kaloríugóðan hitting áðan

Gaman að sjá þig loksins - lofa að fara ekki yfir á hina gangstéttina í framtíðinni

Dísa Dóra, 4.3.2008 kl. 18:42

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

heheheh Dísa takk sömuleiðis - gaman að hitta þig og litlu dúlluna

Hrönn Sigurðardóttir, 4.3.2008 kl. 18:52

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Asskoti sem þú getur hámað í þig gúmmelaði á páskunum.  En finnst þér ekki jólin alveg nýbúin og það er að bresta á með páskum.  OMG

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.3.2008 kl. 19:36

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jú Jenný og styttist í næstu jól!!

Hrönn Sigurðardóttir, 4.3.2008 kl. 19:42

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hello  Hello Hello 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.3.2008 kl. 20:24

16 Smámynd: Rebbý

njóttu eggsins um páskana,  það ætla ég líka að gera þrátt fyrir skort á kaloríujöfnun

Rebbý, 4.3.2008 kl. 20:49

17 Smámynd: Huld S. Ringsted

Algjört krútt hann stubbalingur

Huld S. Ringsted, 5.3.2008 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband