18.2.2008
Nýr dagur í anda Scarlett O´Hara
Ég fór út að hlaupa í morgun..... Hef ekki farið út að hlaupa síðan ég leit upp til stjarnanna og datt í kjölfarið - assgoti var það gott - að hlaupa alltsvo, það var hreint ekkert gott að detta Stúfur Stubbalings hljóp við hlið mér og hagaði sér eins og hann væri fullorðins, alveg þangað til við komum út á golfvöll - þá missti hann sig í pollunum Ég get allavega sagt ykkur hvar verður flott skautasvell ef það frystir núna!
Ég var að lesa í einhverju blaði að fjöldi manns skiptir um nafn hjá Hagstofunni á hverju ári. Fór að velta fyrir mér þessu með nafnið, sjáðu til......
....einn skipti um nafn vegna þess að honum fannst hann aldrei vera Haraldur - ok! Hann breytti nafninu sínu í Gneisti.......... Mér fannst rosalega fyndið að finnast þú frekar vera Gneisti en Haraldur. En ég er svo víðsýn ég ætla hreint ekki að gera gys að manninum Ein bætti við sitt nafn vegna þess að hún bjó erlendis og vinir hennar áttu svo erfitt með að segja nafnið hennar. Allt í lagi með það. Ég hef líka gefið fullt af dönum leyfi til að kalla mig Gitte vegna þess að þeir eiga svo erfitt með að segja Hrönn. Hef samt ekkert verið að blanda Hagstofunni í okkar mál............
Ég er nokkuð sátt við mitt nafn. Ég man í gamla daga þegar ég var lítil og Magga systir sagði mér að hún héti í höfuðið á ömmu þá fékk ég fyrst smá sjokk yfir þeirri uppgötvun að amma héti eitthvað annað en amma - Já Magga, þú hefur ýmislegt á samviskunni - síðan örlaði fyrir afbrýðisemi og ég sagði: "Huh ég heiti líka í höfuðið á ömmu í sveitinni....." Mér tókst ekki að blekkja hana, hún er líka þetta eldri en ég
Hugsið ykkur ef ég héti Ingibjörg Sigurðardóttir - þá sæti ég kannski og skrifaði skáldsögur um dóttur hreppstjórans, sem hafði alltaf þykkustu fléttuna, kannski vegna þess að hreppstjórar eru alltaf með einhverjar fléttur í gangi........... Þær voru líka alltaf ástfangnar af fátækasta vinnumanninum - en þeir voru allavega alltaf góðir drengir. Helst það í hendur að vera góður og fátækur?
Hvort vill maður þá vera góður eða ríkur?
Spurning.........
Athugasemdir
þetta er væn flétta hjá þér! Þú ert nú meiri grallarinn að fara út að hlaupa .... ég þarf að fara að panta mér tíma hjá andanum í niðurskurði holdsins og þú ert hér með orðin fyrirmyndin mín.
Þú getur kallað mig fyrir Carmen og við skulum ekki blanda Hagstofunni í málið.
www.zordis.com, 18.2.2008 kl. 09:38
Þú ert væn Carmen ;) er eftirnafnið þá Electra?
Hrönn Sigurðardóttir, 18.2.2008 kl. 09:43
Hrönn Sigurðardóttir, 18.2.2008 kl. 11:12
Ó þú ert milljón Scarlet. Ég öfundaðist alltaf þessi lifandi býsn út í mína eldri systir sem hét tveim nöfnum, stal hennar stundum og bætti við mitt, en svo rjátlaðist þetta af mér og ég er bara sátt í dag. Hefur þó dottið í hug að bæta OMAR við mitt, finnst það töff. Eigðu ljúfastan dag yndið mitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.2.2008 kl. 11:43
Mér finnst nú Hrönn hljómfegurra en Gitte...Ladida...frankly my damn I don't give a dear
Markús frá Djúpalæk, 18.2.2008 kl. 12:37
Takk sömuleiðis Ásdís
Takk Markús! Dönum finnst það líka - það er bara erfiðara að fá þá til að viðurkenna það...... Hvernig mundi maður sletta því yfir á ensku? Hrönn is a musicbeauty.....?
ómæ ómæ..... það gæti útlagst sem grúpp pía
Hrönn Sigurðardóttir, 18.2.2008 kl. 12:47
Rock on!
Markús frá Djúpalæk, 18.2.2008 kl. 12:49
Kristín Katla Árnadóttir, 18.2.2008 kl. 13:15
mamma mín heitir ingibjörg sigur-ardóttir, hún skrifar engar bækur
ég heiti steinunn sigurðardóttir og ég skrifa heldur enga bækur
hvað er til ráða, kannski ætti ég að heita vigdís grímsdóttir, það væri gaman !
Blessi þig kær hrönn
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 18.2.2008 kl. 13:15
Jamm það er þetta með nöfnin sko. Ég hef heitið Cesil í 63 ár, og svo fattaði mannanafnanefnd að þetta er karlmannsnafn.... Ég er að bíða eftir að fá bréfið í hendurnar til að svara þessu.
En þessi færsla hjá þér er alveg frábær, svo þú getur vel skrifað sögur þó þú heitir ekki Ingibjörg heldur Hrönn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2008 kl. 13:48
Já ég er meira svona í smásögum ;)
Katla
Steina!
Markús! Segir maður svona við grúpppíur? Eða hefurðu kannski aldrei verið í hljómsveit? ;9
Hrönn Sigurðardóttir, 18.2.2008 kl. 14:02
Hrönn. Ég hef aldrei verið umvafinn grúppíum þannig að ég er ekki alveg viss.
Markús frá Djúpalæk, 18.2.2008 kl. 14:34
Þú ert frábær
Hrönn Sigurðardóttir, 18.2.2008 kl. 14:35
Markús frá Djúpalæk, 18.2.2008 kl. 14:42
Ég er ákveðin að breyta, taka upp 2 vegabréf og njóta þar margvíslegs persónuleika míns! Kanski ég taki upp nafnið Eva líka ......
www.zordis.com, 18.2.2008 kl. 16:35
Þau voru ansi mörg tárin sem fengu að hrynja hjá mér hérna einu sinni vegna nafnsins, þoldi það ekki, spurði meira að segja mömmu einu sinni hvort henni hefði verið illa við mig! en aldrei datt mér til hugar að breyta því, núna er ég bara sátt við að heita mörgum nöfnum: Hulda, Hrund, Huld (stundum). Eldri stelpan mín ætlar að bæta við hjá sér, henni langar líka að vera Ringsted.
Hins vegar Skvís þá þarftu sko ekkert að heita Ingibjörg til að vera vel skrifandi, Hrönn virkar alveg jafn vel fyrir þig
Huld S. Ringsted, 18.2.2008 kl. 17:24
Mér finnst Huld fallegt nafn
Hrönn Sigurðardóttir, 18.2.2008 kl. 17:30
Betra að vera ríkur en góður, ekki spurning. Þú getur svo alltaf keypt þér góða ímynd. Og nafn, ef út í það er farið. Eniga Meniga.
Svo er skylda að blogga á hverjum degi, takk fyrir. Það léttir lund þeirra sem lesa.
Góða nótt lilla mín.
Stóra systir (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 20:37
Jahá..eins gott að það varð ekki stórtjón á þér kona...skemmtileg færsla
Ragnheiður , 18.2.2008 kl. 20:44
"Stóra" mín við erum sumsé að tala um peninga?
Ragga mín, segðu, það var sko eins gott
Hrönn Sigurðardóttir, 18.2.2008 kl. 21:00
Lengi fram eftir ævinni langaði mig að losna helst alveg við millinafnið mitt, finnst svo óskaplega mikið verið að skamma mig þegar það er nefnt á nafn.
Enn þann dag í dag skrifa ég það hvergi nokkursstaðar nema upphafsstafinn.
Marta B Helgadóttir, 19.2.2008 kl. 17:02
Hér er kominn valkostur fyrir þá sem vilja losna við aða hafa auglýsingar á bloggsíðum sínum: sjá hér
Marta B Helgadóttir, 19.2.2008 kl. 17:04
Nú hefur frú Marta gert mig forvitna..ég sem hélt að millinafnið hennar væri Smarta..en það byrjar auðvitað ekkert á B..sé það núna!!!
Hrönn er voða gott nafn og ég hlakka til að lesa smásögur, heimsfrægar og marglesnar skrifaðar af Hrönn og hundinum hennar rennandi til á íslenskum svellbunkum
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.2.2008 kl. 19:41
Má maður vera bæði ríkur OG góður?
Markús frá Djúpalæk, 19.2.2008 kl. 20:35
Markús! Nebbs það er alveg bannað
Ég gizka á að millinafn Mörtu sé.........Birna....?
Takk Katrín mín! Ég hef þá trú að sögur hundsins verði sérlega vel lesnar
Hrönn Sigurðardóttir, 19.2.2008 kl. 20:59
æ hvað ég væri til í einn skokktúr með dívu eins og þér
Fiðrildi, 19.2.2008 kl. 21:17
Mér finnst Hrönn alveg ofboðslega fallegt nafn, veistu ... hrín við Hrönn, hrím við Hrönn, Hrannar foldin fríðust, Hrönn við sólu skín - þetta er glæsilegt. Það er eiginlega ekki hægt að segja Gitte í nokkurra lína fjarlægð, það er móðgun við Hrönn. Sammála?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 19.2.2008 kl. 21:26
Skrambans ...
Markús frá Djúpalæk, 19.2.2008 kl. 21:39
Arna! Vertu velkomin ;)
Takk Guðný Anna
Markús! Life is a bitch.......... :)
Hrönn Sigurðardóttir, 19.2.2008 kl. 22:51
Ég er að verða nokkuð sátt við nafnið mitt en fannst það skelfilegt þegar ég var barn. Vildi mun frekar heita Rósa eða Fjóla. Enginn trúir því hins vegar að foreldrar skíri börn sín ótilneyddir nafni á borð við Steingerður þannig og miðlar og spákonur sjá gjarnan standa við hlið mér gömlu konuna í peysufötunum sem ég var skírð í höfuðið á. Ég var skírð eftir skáldsagnapersónu sem hvorki var gömul né í peysufötum en ég veit auðvitað ekki hvort persónur í bókmenntum ganga aftur, enda ekki skyggn.
Steingerður Steinarsdóttir, 20.2.2008 kl. 09:51
Mig langaði að heita Hrönn, Elísabet eða Rósa þegar ég var lítil. Núna væri ég bara til í að heita Hrönn ... ef ég þyrfti að velja á milli þessara þriggja nafna.
Hugarfluga, 20.2.2008 kl. 12:03
Mig langaði alltaf að heita Guðmundur - en mikið rosalega er ég feginn í dag að heita það ekki. Mitt nafn er betra...nananabúbú.
Markús frá Djúpalæk, 20.2.2008 kl. 15:11
Markús! Þú ert klikk Það vill enginn heita Guðmundur!! Sjáðu hvaða komment þú hefðir fengið ef þú hefðir sagt eins og fluga...
Fluva litla! Þú ert rúsína
Steingerður er voldugt nafn
Hrönn Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 18:23
Ég held það færi mér ekki að heita Hrönn
Markús frá Djúpalæk, 20.2.2008 kl. 18:33
Hrönn Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.