Klukkur með fjölskyldutíma..... ;)

Vaskdagur á morgun og ég er búin að keppast við í allan dag að gera allt klárt. Svei mér ef það er ekki að hafast..........

Keypti mér sixpack af svona "óútfylltum" bollum, eins og einhver kallaði þær Tounge Búin að borða þrjár af þeim og markmiðinu náð. Ég lýsi því hér með yfir að ég hef fengið ógeð á bollum. Ætla ekki að snerta þær fyrr en árið 2009 Whistling

Eldaði hrikalega góðan mat í gærkvöldi á meðan ég skáldaði hvað var í sjónvarpinu vegna þess að ég gleymi alltaf að fara og kaupa nýtt loftnet. Man það svo þegar ég kveiki á sjónvarpinu og sé skilyrðin en þá er búið að loka búðinni!! Pinch 

Hvað er með allar þessar nafngiftir á dögum núna. Vaskdagur, bolludagur, sprengidagur, öskudagur..... vantar bara fjölskyldutíma á klukkuna Halo

Annars bara rólegt InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Vask dagur er það þrifadagur eða virðisaukadagur? 

Gott að geta gefið öllu nafn, hér heita allir dagar nöfnum, mannanöfnum nema það vantar nafnið mitt   Þegar ég sæki um spænska ríkisborgararéttinn ætla ég að heita Carmen .... que bien!

Ég er að borða jukku sem að þrifakonan gerði handa mér, heitir Bataka ... 2 gerðir og virkilega spennandi gaul frá vömbinni sem er sjálfstæður hluti af mér!

 rek helvítið burt, þ.e. vömbina .... bráðum!

www.zordis.com, 4.2.2008 kl. 18:19

2 identicon

Óútfylltar bollur

Bryndís R (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 18:22

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vaskdagur er virðisaukadagur - allavega í mínu almanaki  Hljómar girnilega bæði að heita Carmen og vera að borða batöku.

Jamm Bryndís. Það er svona að geta ekki slitið sig frá skrifstofumállýzkunni

Hrönn Sigurðardóttir, 4.2.2008 kl. 18:24

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ó ég hélt að þessi vaskdagur væri nýtt nafn á laugardegi Mig langar í bollur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2008 kl. 19:19

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Púff Cesil! Þær eru ekki góðar.......

Jamm Dúa

Hrönn Sigurðardóttir, 4.2.2008 kl. 19:23

6 Smámynd: SigrúnSveitó

Þú verður að prófa að kveikja á sjónvarpinu fyrr...eða ekki...

SigrúnSveitó, 4.2.2008 kl. 19:34

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góð hugmynd

Hrönn Sigurðardóttir, 4.2.2008 kl. 19:38

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ekki slökkva á sjónvarpinu í kvöld, þá sérðu þetta í fyrramálið og hringir bara í Fossraf eða Árvirkjann og færð mann heim. 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.2.2008 kl. 19:50

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Arg!!! vaskdagur á morgun og ég er ekki byrjuð!!!!! takk fyrir að minna mig á þetta.

Úff ég held að ég þurfi að fara að klóna mig svo ég geti sinnt=húsmóðurstörfunum,mömmustörfunum,forstjórastörfunum,bókhaldstörfunum,  húsbóndastörfunum,kennarastörfunum,hundapössunarstörfunum o.s.frv.  gerði ég engan þreyttan?   hvernig er með þetta lið sem klónaði rolluna Dollý, ætli þeir geti tekið verkið að sér?

Huld S. Ringsted, 4.2.2008 kl. 19:54

10 Smámynd: Hugarfluga

Hehehehe ....

Hugarfluga, 4.2.2008 kl. 20:17

11 identicon

Hahahahahahahaha Ertu búin að prófa rúgbrauðsuppskriftina?Ég var með pest í alla nótt og hafði enga list á rjómabollum en var með kjötbollur í kvöldmatinn hahahaha

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 20:31

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takki takk elsku Hrönn mín, þetta var svooooooooooooooo fallega sagt

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2008 kl. 20:51

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

jú ar móst velkomm Cesil

Nei Birna Dís ég er ekki búin að prófa hana - ekki enn en hún lítur girnilega út. Þarf bara að minnka hlutföllin aðeins, annars verður rúgbrauð í matinn hjá mér þar til árið 2020!

Huld! Ekkert mál. Held þeir hljóti að geta klónað eina kjéddlingu úr því að þeir náðu að klóna kind...........

Ásdís! Jamm það er sjónarmið - út af fyrir sig. Ef ég nenni að hlusta á skruðningana þegar sjónvarpið dettur út og kemur inn aftur

Fluga! Hjarta á þig sömuleiðis!

Hrönn Sigurðardóttir, 4.2.2008 kl. 20:57

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hélt þú værir búin að fá þér annan hund...ef þú gerir það...fáðu þér tík og skýrðu hana í höfuðið á mér....

Heiða Þórðar, 4.2.2008 kl. 22:03

15 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

ég hægði verulega á mér á leið minni í gegnum Selfoss í morgun... keyrði framhjá þér og Ljónshjartanu...en þorði ekki fyrir mitt litla líf að flauta...... þar sem ég keyrði næstum yfir ykkur í síðustu viku..... ég vinkaði þér í huganum og skellti á þér eins og einni bollu í leiðinni....... en hún var velfyllt....

Fanney Björg Karlsdóttir, 4.2.2008 kl. 22:16

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert alveg sæt og góð og yndisleg og bjútífúl og allt, hvað finnst þér um mig?

Ekki bollukvikindi komið inn fyrir mínar varir.

Meinlætanefndin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.2.2008 kl. 23:13

17 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Borðaði þrjár í gær og eina í dag, komin með ógeð. Alltaf hlakkar mann til að smakka þetta svona einu sinni á ári, og alltaf fær maður ógeð þar til næsta ár.

Marta B Helgadóttir, 4.2.2008 kl. 23:29

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sko Heiða - ef ég fengi mér annan hund og það yrði tík  Þá mundi ég sko örugglega kalla hana Heiðu.

Ég sá þig Fanney! Og hugsaði með mér: "já, já bara hætt að heilsa manni.........." það er vandlifað

Jenný - Mér finnst þú ættir að fá þér strípur, annars er ég nokkuð ánægð með þig

Nefnilega Marta. Þetta endar alltaf með ógeði á bollum

Hrönn Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.