Nú er hann enn á norðan, næðir kuldaél....

Ég sá í morgun þegar ég klæddi mig í skóna að það var komið gat á lopasokkinn minn. Mér leið eins og Krístján Fjallaskáld hefði ort Þorraþræl fyrir mig. Þrátt fyrir að ég, svona með sjálfri mér, hafi verið að snúa þunglyndislegum textanum yfir í erótíska klámvísu Wink Jafnvel gekk svo langt að ég sagði einhversstaðar að karlinn hefði alls ekki verið þunglyndur, hann hefði verið að gera gys að fólki og falið sína klámvísu í menningarlegum verðmætum. Held svei mér þá að hann hafi verið í fyrstu þorrablótsnefndinni..........Tounge

Úti næddi norðanvindurinn yfir móa og mel og í sálu minni var myrkt sem hel. Þessir sokkar hafa haft hlutverki að gegna í lífi mínu. Þeir hafa staðið með mér í gegnum þykkt og þunnt, súrt og sætt. Ég hef alltaf getað stólað á þá! Þeir þæfast ekki þó ég þvoi þá. Þeir þorna hratt og örugglega, ég sef í þeim, í erfiðustu sköflunum W00t Já, já ég upplýsi það hér og nú að á Þorranum sef ég í lopasokkum, djúpum og ermasíðum bol. Ekkert sexý á ferðinni þar!! En ég er þó í samstæðum nærfötum - klikka ekki á því, búandi á jarðskjálftasvæði......

Nú veit ég ekki mitt rjúkandi ráð. Man alls ekki hvar ég keypti sokkana. Sit hér og sveia sjálfri mér fyrir að hafa ekki keypt fleiri á sínum tíma. Nú þarf ég að henda þessum. Ekki get ég látið sjá mig í götóttum sokkum á almannafæri. Kona hefur nú orðspors að gæta!

Málið er að ég hef alltaf verið svona. Ég man þegar ég var lítil þá prjónaði mamma á mig peysu sem ég fór aldrei úr. Hún þurfti að þvo hana á nóttunni. Einu sinni gekk það meira að segja svo langt að ég harðneitaði að klæða mig fyrr en ég gæti farið í peysuna. Þá kom sér vel að hún átti þeytivindu, þannig að eftir það var peysan orðin þurr á morgnana þegar mér þóknaðist að klæða mig.  Þegar ég svo óx upp úr henni, þannig að ermarnar náðu mér aðeins í olnboga þá varð hún að prjóna aðra! Alveg eins - bara stærri! Ætli maður geti einhversstaðar fengið aðstoð? Svona ástfóstrafataaðstoð? Nú hef ég gaman af að kaupa mér ný föt, það er ekki málið - þótt ég, þegar grannt er skoðað, eigi þau kannski í mánuð eða tvo áður en mér finnst þau alveg vera "mín" og byrja að sjálfsögðu ekki að nota þau strax. Ekki fyrr en þau hafa kynnst hinum fötunum í skápnum.

Nú er þrennt í stöðunni; ég get tekið sjálfa mig taki, farið í aðra sokka og látið sem ekkert hafi í skorist - freeeemur ólíklegt! Ég get hætt að fara út - hugsanlegt í stöðunni, en ég nota þá jafnhliða inni, þannig að þetta ráð dugar skammt! Ég get notað sokkana áfram - með gatinu og reynt að þreyja þorrann - sem mér finnst aaaaafar ólíklegt!!

Ég er EKKI dramadrottning Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Ó Hrönnslan mín... þú ert allveg yndisleg.... í götóttum sokkum eða heilum... splittar ekki diff..... lov jú....

Fanney Björg Karlsdóttir, 3.2.2008 kl. 13:03

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sömuleiðis Fanney

Hrönn Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 13:08

3 Smámynd: Hugarfluga

Hahaha, hva!? Þetta er allt saman oooofureðlilegt. Prinsessur vita hvað þær vilja og þannig er það bara!

Hugarfluga, 3.2.2008 kl. 13:55

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eigum við að hittast og ræða þessi sokkamál eitthvað frekar?? við getum svo farið til ÍRisar, hún selur æislega innisokka, sem hægt er að sofa í líka.  Farðu vel með þína viðkvæmu fætur. 

Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 16:08

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Segðu Fluga

Ásdís! Mig vantar ekki þannig sokka - mig vantar alvegeinssokka!!!!

Hrönn Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 16:56

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er nú einfalt Hrönn mín, þú stoppar bara í gatið.  Þú hlýtur að hafa lært að stoppa í ?  En þú er alveg óbærilega fyndinn stundum...... oftastnær

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.2.2008 kl. 16:58

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

stoppa í? Cesil? Þá kemur harður gúll á sokkinn og hann er jafnvel betur kominn í ruslinu...... takk

Hrönn Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 17:00

8 Smámynd: www.zordis.com

Ég sem ætlaði að hvetja þig til að staga í kvik "yndið" .... Gætir gengið í öðrum og verið ber á einar þ.e. hinni!

knús á þig og gangi þér vel í leitinni að eins sokk!

www.zordis.com, 3.2.2008 kl. 17:03

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Erum við þá ekki komnar í jólalögin Dúa? og það sem meira er, særum jafnréttisnefnd kynjanna!!! Hver segir að konur eigi alltaf að prjóna sokka? Svo var mér hent út úr handavinnutímanum sem var kennt að prjóna hæl! Þótti of fyndin - og of lítið fyndin? Man ekki hvort en allavega varð það til þess að ég get ekki prjónað sokka

Takk Þórdís!

Hrönn Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 17:58

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég fór að vorkenna þér svo við lestur færslunnar að það lá við að ég færi að finna til prjóna og garn til að prjóna á þig nýja sokka!! en ég hætti við á leiðinni að prjónadótinu þar sem ég áttaði mig á því að það yrðu ekki eins sokkar og þínir gömlu svona get ég orðið meðvirk

En vonandi finnur þú eins sokka Hrönnsla mín, það gengur ekki að hafa konu sokkalausa

Huld S. Ringsted, 3.2.2008 kl. 18:50

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahaha Huld þú ert frábær

Hrönn Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 18:53

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Haha þú er nú frábær. Ekki er ég nú dugleg að prjóna sokka.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.2.2008 kl. 19:24

13 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ef ég kynni að fitja upp, hvað þá framhaldið, skyldi ég sannarlega snara fram nokkrum pörum .... Sendi þér hlýjar prjónakveðjur allavega !

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.2.2008 kl. 23:48

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góðir sokkar eru undirstaðan fyrir velíðan á svona köldum dögum.

Vona að þú finnir góða sokka stúlka  ...

Marta B Helgadóttir, 4.2.2008 kl. 07:43

15 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Leitt að heyra þetta með sokkinn Hrönn mín. Alltaf erfitt að hætta notkun á svona ástfóstrafatnaði. Kannast við þetta. Ef þú kaupir nýja sokka, mæli ég með að þú kaupir eitt og hálft par (3stk. Ekki það að ég haldi að þurfi að útskýra það nánar fyrir þér, svo talnaglögg sem þú nú ert, en vildi bara viss um að þetta kæmist óbjagað til skila, skiluru?. Hvaða röfl er þetta annars innan sviga í manni? Var ekki verið að ræða um sokka hérna?..) Láta nýja sokkatríóið  taka "fljótandi" vaktir og rótera þeim jafnt. Passa bara að láta alltaf einn sokk "hvíla", t.d. viku í senn. Gæti reyndar orðið smá vesen með þvottadagana. Ekki viltu vera í öðrum sokknum hreinum og hinum skítugum? Þú reddaresu, erþaki? 

Halldór Egill Guðnason, 4.2.2008 kl. 09:14

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þakka veittan stuðning, hluttekningu og góð ráð Halldór

Takk stelpur mínar!

Hrönn Sigurðardóttir, 4.2.2008 kl. 10:52

17 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta voru vondar fréttir að tarna. Vona sannarlega að úr sokkaleysi þínu rætist sem allra fyrst.

Steingerður Steinarsdóttir, 4.2.2008 kl. 11:20

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ertu búin að finna nýja sokka Hrönn mín ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2008 kl. 11:31

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já - ég er búin að finna nýja sokka. Fann þessa líka fínu rauðu sokka í Europris. Þeir eru núna að kynnast hinum sokkunum ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 4.2.2008 kl. 12:30

20 identicon

snilld

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 12:35

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Margur hefur verið innlagður á deild fyrir minna Hrönnsla mín.  Stoppaðu í sokkinn.  Þú ert svo fjölhæf.  flautukall

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.2.2008 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband