Blíðan hefur margan manninn blekkt......

Lokharður Ljónshjarta hljóp á bíl í morgun!!

Hann á það til að elta bíla - ekki alla bíla samt, þannig að það er svolítið erfitt að bregðast við þessu. Í morgun varð ég of seint vör við bílinn og sá um leið á Stubbaling að hann hugsaði sér gott til glóðarinnar. Beið glaðvær á bak við skafl, stakk banana í eyrun og dillaði skottinu þegar ég hóaði í hann og stökk síðan af stað. Bílstjóranum náttúrulega brá og hægði á sér sem varð svo til þess að Ljónshjartað misreiknaði fjarlægðina og small á bílnum svo undir tók í fjöllunum. Hrikalega brá mér og bílstjóranum ekki minna!! Mér fannst ég vera stödd í mynd sem væri sýnd hægt. Bílstjórinn snarhemlaði og kom út en horfði þá á eftir Stúf sem hristi sig um leið og hann skokkaði til mín. Ég veifaði bílstjóranum að allt væri í lagi og vissi ekki hvort ég átti að skamma eða knúsa Ljónshjartað sem stakk trýninu undir handarkrikann á mér og vældi. Ég valdi síðarnefnda kostinn um leið og ég ákvað að ég færi ALDREI út með hann aftur.....

Nú liggur krúttið inni í stofu með bólgið trýni en það er það eina sem amar að honum. Merkilegt nokk. Ég hélt hann yrði að minnsta kosti haltur líka.

Samskipti mín við erlenda ríkisborgara verða meiri með hverjum deginum í nýju vinnunni. Síðan þeir uppgötvuðu tilvist mína hafa þeir í meira og meira mæli snúið sér til mín. Sumir vegna þess að ég get betur leyst úr þeirra vandamálum heldur en minn nýji yfirmaður (sagði hún hæverzk Joyful) en aðrir vegna þess að þeir halda að það sé svo þægilegt að eiga við konu......W00t Ég er nú snögg að spotta þá út og síðast í morgun talaði ég við einn sem taldi að hann gæti farið í kringum minn nýja yfirmann með því að tala við mig. Hann áttaði sig þegar ég, kurteis EN ákveðin sagði nei í þriðja sinn og það glitti í stál!! Enda í þeim branzal! Tounge

Eða eins og ein vinkona mín sagði við mig, fyrir mörgum árum, þegar við vorum að kynnast: "Fyrst þegar ég kynntist þér, hélt ég að þú værir svo blíð....... Ég held það ekki lengur!" Wink 

Nú ætla ég að fara og fá mér gott kaffi og rjómabollur. Hver veit nema ég gefi Stúfi Stubbalings hunang í leiðinni InLove

Vona að þið eigið góða helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Æ, aumingja voffi ! Slasaður á snjáldri og dæmdur til ævilangrar inniveru! Verði þér bollurnar að góðu, darling.

Hugarfluga, 2.2.2008 kl. 14:25

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Ég skal reyna að stilla mig Hallgerður......

Fluva litla - bollurnar voru dásemd ein. Nú er ég að velta því fyrir mér hvort ég eigi að leggja mig eða taka til..... Hvort haldiði að verði ofan á?

Hrönn Sigurðardóttir, 2.2.2008 kl. 14:57

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

yndislegust

Heiða Þórðar, 2.2.2008 kl. 15:05

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Bílstjóranum náttúrulega brá og hægði á sér sem varð svo til þess að Ljónshjartað misreiknaði fjarlægðina og small á bílnum svo undir tók í fjöllunum

Ekki neinn smásamanrekstur þar

En Ljónshjartað á alla mína samúð, ég get svo svarið það.  Elsku karlinn.  Ætli hann hugsi sig um tvisvar næst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.2.2008 kl. 16:49

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Æi aumingja litla ljónshjartað! get rétt ímyndað mér að hann sé ekki ljónshjarta í augnablikinu, stoltið hlýtur að vera pínu sært vonandi jafnar hann sig fljótt.

Huld S. Ringsted, 2.2.2008 kl. 17:49

6 Smámynd: www.zordis.com

Stubbalingur ljónshjarta fær sennilega svo góða hjúkrun að hann verður alveg til í að stökkva á trukk næst!  En vonum samt ekki ...

Ég held að við séum eins blíð og hinir vilja.  Það er erfitt að þurfa að leita til gribbunnar en stundum er það nauðsyn.  Ef þú ert lík "stráknum" þá ertu yndislegust !!!

www.zordis.com, 2.2.2008 kl. 17:54

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi greyið litla Stubbalingur. og aumingja bílstjórinn. En það er óþarfi að loka stubbinn inni það sem eftir er. Það eina sem þú þarft að gera Hrönnsla mín er að fela bananana.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.2.2008 kl. 18:40

8 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

æ æ æ...vona að Ljónshjartað verði snöggur að jafna sig...jafnt líkamlega sem og andlega....... hann er ekki frjálslyndur er það.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 2.2.2008 kl. 19:02

9 identicon

Elsku Hrönn.

Minn guli Bangsi lenti í einhverskonar árekstri við umferðina. Þann 24. jan. urðum við þar af leiðandi að láta svæfa hann svefninum langa. Hann var með rifið milta og blæðandi , viltu því í minningu um minn gula vin ALLTAF hafa Stubbaling í bandi viðþjóðveg nr. 1 ?

Með kveðju,

Sirrý

( vinnur í næsta húsi )

sirrý (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 20:37

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sirrý mín!

Óskaplega þykir mér leiðinlegt að heyra þetta. Þú átt alla mína samúð. Ég hef Stubbaling ALLTAF í bandi við þjóðveg númer eitt. Við vorum alls ekki þar í morgun þegar þetta skeði. Hins vegar íhuga ég alvarlega að hafa hann alltaf í bandi - allsstaðar, héðan í frá.

Hrönn Sigurðardóttir, 2.2.2008 kl. 20:44

11 identicon

Æ greyið Stubbalingur. Gott að ekki fór verr

Bryndís R (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 23:01

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Knús á óþekktarangann, æi þessi börn

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.2.2008 kl. 09:33

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Knús á þig og Stubbaling.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.2.2008 kl. 10:05

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Knús á ykkur

Marta B Helgadóttir, 3.2.2008 kl. 10:54

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Dúa ég er búin með fjórar - tvær á dag! Stefnan er sett á að borða yfir mig af bollum

Þórdís! Mikið til í þessu hjá þér ;)

Smjúts á ykkur hinar

Hrönn Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband