Fréttir frá Suðurlandi!!

Vaknaði ríflega þrjú í nótt við miklar drunur, titring og þyt........ Stökk strax í jarðskjálftaham og sofnaði aftur út frá hugleiðingum um hvort það væru batterý í vasaljósinu eða útvarpinu..... Kíkti svo á netið í morgun og þar var ekki stafur um jarðskjálfta á Suðurlandi. Enda fannst hann víst ekki til Reykjavíkur Whistling Hins vegar skókst jörð í Súmötru við Indónesíu. Ég ákvað að ég væri bara svona næm. Ég hefði fundið þann skjálfta W00t

Jörð skalf svo öðru hvoru í allan morgun og ég var sannfærð um að það væru eftirskjálftar frá Sumötru! Enda ekki eitt orð um það í fréttum að einhver titringur væri annarsstaðar. Skaust svo í bæinn í hádeginu. Þegar ég kom heim aftur sá ég að myndir höfðu fallið af veggjum, styttur oltið um koll og Stubbalingur var viti sínu fjær af skelfingu.

Ef það heyrist ekkert meira frá mér, sit ég í rústunum af því sem eitt sinn var húsið mitt. En hafið engar áhyggjur af mér. Ég er að lesa góða bók - eftir myndarlegan mann!!!!

Farin að kaupa batterý..........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Skal fylgjast með þér Hrönn, ásamt fleirum, en þú verður þá líka að láta vita af þér með reglulegu millibili. Skilst að þetta hafi verið talsverðir kippir og staðfestir frásögn þín það. Engu líkara en "skjálftar" á fjármálamörkuðum sé það eina sem skiptir máli orðið og þyki fréttnæmt. (Mæli með Duracell í vasaljósin)

Halldór Egill Guðnason, 25.10.2007 kl. 14:59

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

...ef þeir hristast ekki í höfuðborginni....þá þykir það ekki fréttnæmt.......enda eru það bara hraustmenni og hetjur sem búa  á því landsvæði sem við´búum...

Fanney Björg Karlsdóttir, 25.10.2007 kl. 19:08

3 Smámynd: Hugarfluga

Úff, mér finnast jarðskjálftar scary! Mundu að fara undir borð eða í hurðagætt ef einn snarpur ríður yfir og láttu vita af þér reglulega, dúllan mín.

Hugarfluga, 25.10.2007 kl. 19:09

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þetta virðist vera hætt í bili. En ef þið þurfið að leita að mér þá verð ég í austurhlutanum að lesa Braga Ólafs....

Hrönn Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 19:26

5 Smámynd: Dísa Dóra

hehe móðir mín góð hoppaði í snarhasti upp á stól og færði dýrindis postulínskönnurnar sínar innar á eldhúsinnréttingunni og setti svo barnalás á hurðir á innréttingarskömminni.  Núna bíður hún bara fullviss um að sá stóri komi fljótlega - ég þarf að benda henni á að tékka á vasaljósinu

Dísa Dóra, 25.10.2007 kl. 21:29

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Skekur jörðu skökull jarðar; gjósa mun í gapi; hvernig var þetta nú aftur? Elsku bjargaðu Bing&Gröndal styttunum og Itaala kertastjökunum fyrir horn og haltu áfram að lesa Braga. Hvernig finnst þér bókin annars?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.10.2007 kl. 21:50

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, þetta var bara reglulega ónotalegt, ég fékk nettan skjálfta um mig alla og gerðist hrædd ja,allavegana í 2 klt. er búin að setja vasaljósið í ´náttborðsskúffuna, en fannst þér ekki áin okkar vera orðin grimm seinnipartinn, stutt í flóð.  Vona að við sofum vel í nótt.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 22:01

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jú Ásdís áin er hrikalega ljót.

Guðný Anna! Takk fyrir að minna mig á Iittala stjakana, var alveg búin að steingleyma þeim. Fór samt sérferð til Finnlands bara fyrir Iittala  Bragi er góður. Er að velta því fyrir mér hvurnig þetta sé með mig. Hvort það hafi áhrif á mig að bókin sem ég les sé eftir fallegan höfund. Þarf að prófa að lesa næst bók eftir verulega ljótan einstakling! Getiði mælt með einhverjum?

Dísa Dóra! Vasaljós með duracell ku duga vel

Hrönn Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 22:07

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vó hvað ég öfunda þig ekki vúman.  Er dauðhrædd við skjálfta en mér segir svo hugur að þetta sé búið í bili. Smjúts inn í nóttina með Braga

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.10.2007 kl. 22:25

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég ætla örugglega að fylgjast með þér Hrönn mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2007 kl. 22:46

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Jarðskjálftar eru mjög óþægileg upplifun. Mikilvægt að hafa enga þunga hluti uppi á skáp eða hillu sem gætu dottið niður á hausinn á ykkur.. ...

Lengi vel var ég alltaf með Kitchenaid hrærivélina mína geymda uppá skáp  í eldhúsinu hjá mér og þær eru sko ekkrt smá þungar. Pabbi var oft búinn að segja mér að finna betri stað en svo gerðist það í Suðurlandsskjálftanum mikla sem var fyrir einhverjum árum síðan man ekki hvað mörgum, að ég var ekki heima þegar skjálftinn kom en þegar heim kom var hún fremst á brúninni

Marta B Helgadóttir, 25.10.2007 kl. 23:44

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég veit ekkert óþægilegra en jarðskjálfta!!

Huld S. Ringsted, 26.10.2007 kl. 13:28

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehehe Jóna Ingibjörg. Ætli það sé ástæðan fyrir því að ég þarf að kaupa batterý?

Hrönn Sigurðardóttir, 26.10.2007 kl. 20:23

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hættu að atast um allt með kynlífsleikföngin kona, þú ert MÓÐIR!!!!

Sendi þér skjálftakveðjur og ekki vera hrædd, Nenna passar stelpuna úr fjarlægð

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.10.2007 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband