Var að mála í dag.....

....og þá hefur maður svo góðan tíma til að hugsa. Ég hef verið að spá í það undanfarið að fara í nám. Stéttarfélagið borgar helming á móti mér í námi upp að ákveðnu marki. Veit samt ekki alveg hvað mig langar að verða þegar ég verð stór! Og þó.......

Hef skoðað ýmislegt og velt öðru upp og ýtt því svo frá mér aftur. Það sem ég furða mig mest á er hvað boðið er upp á mikið nám í tölvufræðum og þá er ég ekki að tala um kerfisfræði heldur svona almennt tölvunám, word, exel og power point, hvarflaði ekki að mér að það væri þörf fyrir svona mikið nám í þessum dúr. Datt í hug að skrá mig í tölvunám á háum hælum, en það byrjar ekki fyrr en eftir áramót W00t

Langar í nám í kerfisfræði. Finnst svo flott að vera kerfisfræðingur! Mannauðsstjórnun heillar mig líka - en það kemur nú líklega bara til af því að ég hef svo gaman af að ráðskast...... Arkitektúr hefur alltaf verið freistandi, hvort sem það eru byggingar eða skrúðgarðar. Hins vegar nenni ég kannski ekki alveg í 10 ára nám í arkitektúr, eða hvað? Veit ekki............... Uppfinningaskólinn? Hvar er hann? Mér dettur svo margt í hug þessa dagana að helst þyrfti ég að hafa diktafón og ritara á hælunum.

Hvað haldið þið? Hvað ætti ég að læra?

InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Lærir svo lengi sem lifir segir máltækið góða.

Gangi þér vel við valið kæra Hrönn. Uppfinningaskólinn er flottur, ef hann er ekki til þá stofnar þú hann bara. Er það ekki fín hugmynd.?

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 24.10.2007 kl. 21:50

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mikið ertu inspíreruð, sæta sveitakona. Ef ég væri að leita að námi á þessum tímapunkti í lífi mínu, myndi ég fara í smörrebrödsjomfru-nám, og ég er ekki að grínast. Ef það væri ekki fyrir hendi, þá kokkaskóla. Mér er eiður sær og slæ mér á lær. Gangi þér vel að taka ákvörðun!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.10.2007 kl. 22:16

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hrönn.: Er þetta einhver spurning, ha?

"HLAUPASKÓSMÍÐI"

Halldór Egill Guðnason, 24.10.2007 kl. 22:26

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Kerfisfræðin hljómar vel   

Marta B Helgadóttir, 24.10.2007 kl. 22:42

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvað segirðu um mannauðsfrömuðarnám eða ljóslagningarleiðaraformann?  Allt er mögulegt.  Svo geturðu einfaldlega farið og lært fyrirtækjarekstur og startað t.d. ráðningafyrirtæki eða ekkað.  Möguleikarnir eru ótæmandi.  Mig langar í spænsku.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.10.2007 kl. 22:58

6 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Mannauðsstjórnun.....ekki spurning...... þá gætum við sest saman á skólabekk..... hangið saman í frímó og farið á trúnó........ og það besta af öllu Hrönnslan mín.... ég er að tala í alvöru........ í alvöru.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 24.10.2007 kl. 23:15

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Mannauðsstjórnun -ekki spuring...nema gæðastjórnun?!

Heiða Þórðar, 24.10.2007 kl. 23:29

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk Kalli Tomm úr Mosó bæði fyrir komment og innlit!

Guðný Anna! Kokkaskóli er ekki fráleit hugmynd nema vegna þess að þeir eru svo fastir í beinum línum og kössum þar..... Ekkert nema uppskriftir!!

Halldór! Ekki fráleit hugmynd og mundi spara mér mikinn pening.........

Marta! Já, kerfisfræðin hljómar býsna vel. Líka vegna þess að mér og tölvum lyndir jytte bra......

Jenný! Ég skal kenna þér spænsku

Fanney! Ef þú ferð þá fer ég. Trúnó í frímó hljómar hrikalega vel og svo er alltaf skortur á mannauðsstjórum!! Án gríns!

Heiða gæðastjórnun kemur nefnilega líka vel til greina

Segi eins og konan á ballinu í denn, svo margir möguleikar.....

Hrönn Sigurðardóttir, 24.10.2007 kl. 23:43

9 Smámynd: Ólafur fannberg

atvinnuköfun

Ólafur fannberg, 25.10.2007 kl. 07:11

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ekki slæm hugmynd Ólafur - vegna þess að einu sinni var ég hafmeyja.....

Hrönn Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 08:19

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hrönn...demantastjórnun í gegnum forritun er mín uppástunga.  Nú eða símadama þannig geta allir náð í þig alltaf. Nema þegar þú ert úti að hlaupa um miðjar nætur á 36 kílómetra hraða..haha.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.10.2007 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband