24.10.2007
Var að mála í dag.....
....og þá hefur maður svo góðan tíma til að hugsa. Ég hef verið að spá í það undanfarið að fara í nám. Stéttarfélagið borgar helming á móti mér í námi upp að ákveðnu marki. Veit samt ekki alveg hvað mig langar að verða þegar ég verð stór! Og þó.......
Hef skoðað ýmislegt og velt öðru upp og ýtt því svo frá mér aftur. Það sem ég furða mig mest á er hvað boðið er upp á mikið nám í tölvufræðum og þá er ég ekki að tala um kerfisfræði heldur svona almennt tölvunám, word, exel og power point, hvarflaði ekki að mér að það væri þörf fyrir svona mikið nám í þessum dúr. Datt í hug að skrá mig í tölvunám á háum hælum, en það byrjar ekki fyrr en eftir áramót
Langar í nám í kerfisfræði. Finnst svo flott að vera kerfisfræðingur! Mannauðsstjórnun heillar mig líka - en það kemur nú líklega bara til af því að ég hef svo gaman af að ráðskast...... Arkitektúr hefur alltaf verið freistandi, hvort sem það eru byggingar eða skrúðgarðar. Hins vegar nenni ég kannski ekki alveg í 10 ára nám í arkitektúr, eða hvað? Veit ekki............... Uppfinningaskólinn? Hvar er hann? Mér dettur svo margt í hug þessa dagana að helst þyrfti ég að hafa diktafón og ritara á hælunum.
Hvað haldið þið? Hvað ætti ég að læra?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Lærir svo lengi sem lifir segir máltækið góða.
Gangi þér vel við valið kæra Hrönn. Uppfinningaskólinn er flottur, ef hann er ekki til þá stofnar þú hann bara. Er það ekki fín hugmynd.?
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 24.10.2007 kl. 21:50
Mikið ertu inspíreruð, sæta sveitakona. Ef ég væri að leita að námi á þessum tímapunkti í lífi mínu, myndi ég fara í smörrebrödsjomfru-nám, og ég er ekki að grínast. Ef það væri ekki fyrir hendi, þá kokkaskóla. Mér er eiður sær og slæ mér á lær. Gangi þér vel að taka ákvörðun!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.10.2007 kl. 22:16
Hrönn.: Er þetta einhver spurning, ha?
"HLAUPASKÓSMÍÐI"
Halldór Egill Guðnason, 24.10.2007 kl. 22:26
Kerfisfræðin hljómar vel
Marta B Helgadóttir, 24.10.2007 kl. 22:42
Hvað segirðu um mannauðsfrömuðarnám eða ljóslagningarleiðaraformann? Allt er mögulegt. Svo geturðu einfaldlega farið og lært fyrirtækjarekstur og startað t.d. ráðningafyrirtæki eða ekkað. Möguleikarnir eru ótæmandi. Mig langar í spænsku.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.10.2007 kl. 22:58
Mannauðsstjórnun.....ekki spurning...... þá gætum við sest saman á skólabekk..... hangið saman í frímó og farið á trúnó........ og það besta af öllu Hrönnslan mín.... ég er að tala í alvöru........ í alvöru.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 24.10.2007 kl. 23:15
Mannauðsstjórnun -ekki spuring...nema gæðastjórnun?!
Heiða Þórðar, 24.10.2007 kl. 23:29
Takk Kalli Tomm úr Mosó bæði fyrir komment og innlit!
Guðný Anna! Kokkaskóli er ekki fráleit hugmynd nema vegna þess að þeir eru svo fastir í beinum línum og kössum þar..... Ekkert nema uppskriftir!!
Halldór! Ekki fráleit hugmynd og mundi spara mér mikinn pening.........
Marta! Já, kerfisfræðin hljómar býsna vel. Líka vegna þess að mér og tölvum lyndir jytte bra......
Jenný! Ég skal kenna þér spænsku
Fanney! Ef þú ferð þá fer ég. Trúnó í frímó hljómar hrikalega vel og svo er alltaf skortur á mannauðsstjórum!! Án gríns!
Heiða gæðastjórnun kemur nefnilega líka vel til greina
Segi eins og konan á ballinu í denn, svo margir möguleikar.....
Hrönn Sigurðardóttir, 24.10.2007 kl. 23:43
atvinnuköfun
Ólafur fannberg, 25.10.2007 kl. 07:11
Ekki slæm hugmynd Ólafur - vegna þess að einu sinni var ég hafmeyja.....
Hrönn Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 08:19
Hrönn...demantastjórnun í gegnum forritun er mín uppástunga. Nú eða símadama þannig geta allir náð í þig alltaf. Nema þegar þú ert úti að hlaupa um miðjar nætur á 36 kílómetra hraða..haha.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.10.2007 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.