12.10.2007
Ýmsar undarlegar uppgötvanir..
Ég svaf til klukkan ÁTTA í morgun, segi og skrifa'ða. Langt síðan ég hef náð að sofa svona lengi!!
Druslaðist þá út með stubbaling og við gengum okkar morguntúr í dagsljósi, til tilbreytingar! Sá ýmislegt sem ég er ekki viss um að ég kæri mig um að sjá svona dags daglega...... Spurning um að bakka bara út með lokuð augun og halda áfram að vafra um í myrkrinu - alsæl!! Fékk hinsvegar - af því að ég var svo seint á ferðinni - gefins kleinu af kaffihúsinu i mínu hverfi............. Ótrúlega góð, nú veit ég hvað þessi bílaumferð umhverfis mig klukkan fimm á morgnana þýðir. Kellingarnar eru að baka kleinur. Mikið rosalega eru þær góðar!!!!!! Verð að komast að því hvort allir megi kaupa eða hvort ég verði að uppfylla einhver skilyrði Namm, ég fæ vatn í munninn bara við tilhugsunina um hvað þetta var góð kleina. Svona veit maður lítið um sitt hverfi, þar til allt í einu!! Hefur ýmsa kosti að vera atvinnulaus, sjáiði til! Mæli með því að þið prófið..................
Á mánudaginn hefði bróðir minn orðið fimmtugur, hefði hann lifað. Magga kom með uppástungu um að við gerðum eitthvað í tilefni þess. Ég hringdi í Hugrúnu, sem er og verður alltaf mágkona mín og spurði hana hvernig henni litist á að fara út að borða um aðra helgi, bjóða þeim með sem kæra sig um að vera með og vera ekki að æsa sig yfir þeim sem ekki komast. Henni leist vel á það, sagðist ætla að vera með kaffi á sunnudaginn fyrir þá sem rækju inn nefið. Ég hugsa að ég verði ein af þeim
Stefnir í skemmtilega helgi hjá mér. Vona að ykkar verði eins góð.
Ást
Athugasemdir
Njóttu helgarinnar darling og afmæliskaffisins.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.10.2007 kl. 20:52
takk Jenný darling.............
Hrönn Sigurðardóttir, 12.10.2007 kl. 20:54
Til hamingju með bróður þinn á mánudaginn, góða kona. Og vá, hvað mig langar núna í nýsteiktar kleinur! Mmmmm .... lovlí!!
Hugarfluga, 12.10.2007 kl. 21:33
mmmmmm, hún var hrikalega góð þessi kleina, hreinlega bráðnaði í munni.......
Hrönn Sigurðardóttir, 12.10.2007 kl. 21:45
Til hamingju með bróður þinn og njóttu helgarinnar. Segi eins og hugarflugan ohhh hvað mig langar allt í einu í nýbakaða kleinu. Kannski maður bara taki upp á að baka slíkar fljótlega - ekki þó um helgina þar sem hún fer í að mála
Dísa Dóra, 12.10.2007 kl. 21:46
Njóttu helgarinnar elsku Hrönn mín ó hvað mér þykir væntum þig.
Kristín Katla Árnadóttir, 12.10.2007 kl. 22:22
Kleinur, hjónabandssæla, útbólgnar pönnukökur, sandkaka og randalín. Er eitthvað betra nema ef vera kynni rabbabarasulta????????????
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.10.2007 kl. 22:43
Til hamingju með bróðir þinn Hrönn.
Það eiga að vera varnaðarorð áður en maður opnar blogg með matarorðum, sérstaklega þegar kona er að farast úr hungri og nennir ekki að bera sig eftir því!!!
Eigðu góða helgi
Huld S. Ringsted, 13.10.2007 kl. 11:06
Til hamingju með bróðir þinn elskan.
....þvílíkt ábyrgðaleysi! Átta! ég vaknaði tíu.....
Eigðu góða helgi mín kæra.
Heiða Þórðar, 13.10.2007 kl. 11:16
Gott hjá ykkur að halda upp á afmælið hans bróður þíns. Blessaður sé hann. Nýbakaðar kleinur eru algjört hnossgæti. Og góða skemmtun á helginni mín kæra. Mín verður líka góð, ég var boðin í mat til litlu systur í gær, rosalega góðan karrý kjúkling. Pabbi ætlar svo að bjóða okkur út að borða í kvöld. Og á morgun bjóðum við honum í mat, það verður bara venjulegt íslenskt lambalæri, af nýslátruðu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.10.2007 kl. 11:23
Til hamingju með bróðir. Góða helgi Hrönnslan
Marta B Helgadóttir, 13.10.2007 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.