6.10.2007
Uppfinningar og afmæliskaffi
Stundum fæ ég flugur í höfuðið. Misgáfulegar eins og gengur..... Þó mínar séu eins og gefur að skilja flestar gáfulegar
Fyrir nokkru fékk ég eina. Mér datt í hug að hanna skjáhvíligleraugu. Gleraugun yrðu framleidd bæði með og án styrks, þ.e. bæði fyrir fólk sem gengur með gleraugu og þá sem ekki nota þau. Gleraugun yrðu þeim göldrum gædd að ef fólk einbeitti sér ekki nógu mikið að starfi sínu dyttu þau út með syndandi fiskum og fljúgandi fiðrildum! Þá gætu atvinnurekendur alltaf verið með það á hreinu hverjir væru virkilega að vinna og hverjir væru bara að slæpast........
Veit ekki, kannski aðeins of.....
Fór með Möggu í bókakaffi til Bjarna Harðar og spúsu í dag. Bókakaffið þeirra átti eins árs afmæli í dag. Þar dvöldum við dágóða stund. Drukkum kaffi spjölluðum við fólk og skoðuðum bækur. Alltaf gaman að koma þarna inn. Ég keypti mér bókina "Vatnið og hin duldu skilaboð þess" eftir Masaru Emoto. Hlakka til að glugga í hana í rólegheitum.
Eldaði kjúkling, ættaðan frá austurlöndum fjær og bakaði brauð með. Er alveg að fara að ausa honum á diskinn og dreypa á hvítvíni með.
Vona að þið eigið gott kvöld
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: hausti fagnað, Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Hvaða flugur ert þú að fá í höfuðið??? Ertu að halda framhjá mér?? hrmpf Og koddu nú með uppskriftina, vúman! Minnz langar í austurlenskan tjúttling!!
Hugarfluga, 6.10.2007 kl. 19:50
jamm, verð að hanna uppskriftirnar. Get allavega sagt þér að þessi er góð.....
Laukur, hvítlaukur, bacon, gulrætur og kjúklingafile steikt á pönnu. Hellti svo yfir Rogan Josh sósu og lét malla smástund á meðan ég steikti nanbrauðið, sem lyfti sér á meðan ég var í menningarbókakaffinu.
Hrikalega gott
Hrönn Sigurðardóttir, 6.10.2007 kl. 20:09
Allamalla, Sveinmundur Jófríðarson!! Hljómar undursamlega!! Takk!
Hugarfluga, 6.10.2007 kl. 20:17
Gleymdi að segja þér að ég skar niður tómata og henti út í og lét þá malla með, hellti síðan rifnum osti yfir á diskana.......
Namm!!
Hrönn Sigurðardóttir, 6.10.2007 kl. 20:28
*slef* þessa uppskrift á ég örugglega eftir að prófa
Dísa Dóra, 6.10.2007 kl. 20:46
mmmmmmm hljómar vel . Eigðu góða helgi.
Marta B Helgadóttir, 6.10.2007 kl. 21:27
mmm næs as júsjúal....
Fanney Björg Karlsdóttir, 6.10.2007 kl. 21:29
..er umþaðbil....að verða leið á kjúkling....knús í bæinn.
Heiða Þórðar, 6.10.2007 kl. 21:36
Brilliant gleraugu! Bíddu annars góða mín.: "Skjáhvíligleraugu" og þú sem þolir ekki flókin orð...hummm. er eitthvað verið að villa á sér, ha? Líst annars vel á þennan kjúllarétt. Hér voru nagaðir "hot wings" í kvöld. Beint úr pakkanum í ofn. 40% afsláttur í Bónus. Hálfgert hundafóður, en örverpið hesthúsaði einum og hálfum pakka, meðan gamli rétt náði hálfum og sat eftir bullsveittur af kryddinu.
Halldór Egill Guðnason, 6.10.2007 kl. 21:51
vonandi ekki risabýflugur
Ólafur fannberg, 7.10.2007 kl. 12:11
Ha, ha snilldar hugmynd. Verst að ég gat ekki kíkt í bókakaffi í gær, ég var allavegana í fyrra við opnunina. Sunnudagskveðja.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2007 kl. 15:15
Ég mundi vilja svona gleraugu skemmtu þér við að lesa bókina.Dúlla
Kristín Katla Árnadóttir, 7.10.2007 kl. 17:41
Skjáhvíligleraugu þú ert óborganleg. Og njóttu súpunnar vel. Greinilega góð súpa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2007 kl. 19:55
Takk og Ólafur, ég lofa, ég skal ekki hafa býflugur.........
Hrönn Sigurðardóttir, 7.10.2007 kl. 20:25
Líst vel á þessi gleraugu......................
Huld S. Ringsted, 7.10.2007 kl. 21:20
Kjúlli að austurlenskum hætti og vín með....frábært.
Halla Rut , 9.10.2007 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.