Köngulær og sætir strákar.....

Picture 203 Sama mynd, fyrir tvo bloggvini, en algjörlega á sitt hvorri forsendunni LoL

Mætti sætum manni í hurðinni hjá tollstjóranum í dag... var að spá í að hnippa í hann og spyrja hvenær hann ætlaði að drekka með mér kaffi..... eða taka mig - allir rólegir, ég heiti ekki Ellý - með sér á fjöll. Lét mér hinsvegar nægja að brosa daðurslega til hans á móti hans brosi og heilsa.....  Wink 

Var að flísaleggja í kvöld, bílskúrinn alveg að verða klár fyrir fúgur Picture 205

Picture 206 Eyfi að ganga frá eftir dagsverkið

Picture 208 Svona leit himininn út á leiðinn heim......

og svona leit hann út í morgun Picture 193 

Picture 198 labbakútur æfir vizkusvipinn. Hann er að verða ansi góður........

Nú er aftur orðið skuggsýnt að kvöldin, það finnst mér alltaf svo notalegt..... þegar húmið skríður yfir og hægt er að kveikja á kertum.....

Góða nótt Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Fallegar himna-myndir. djö... bílskúrinn þinn lítur betur út en gólfin inni hjá mér. Er hægt að panta þennan Eyfa í vinnu?

Það er yndislegt þegar kertatíminn kemur aftur. Svona semi-haust. Knús til þín Hrönn mín.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.8.2007 kl. 01:12

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Isspiss ég fékk ekki ógeðiskast yfir þessari.  Myndin er ekki nógu close-up á kvekindið.

Þið Eyfi eruð dugleg, það verður að segjast.

Smjúts

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.8.2007 kl. 01:23

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hann er svo fallegur labbakúturinn þinn.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.8.2007 kl. 10:26

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Elska kertaljós og rökkrið...

Heiða Þórðar, 2.8.2007 kl. 10:40

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að myndunum Hrönn mín.  Og viskusvipurinn er alveg að nást   Og ég elska kertaljós osta og rauðvín, ásamt mínum elskulega við eldhúsborðið með eitthvað fallegt í spilaranum.  Ellu eða bara hvað sem er fallegt og róleglt.   En það verður víst ekki fyrr en í haust. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.8.2007 kl. 12:39

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Fallegar himnamyndir og alveg er Labbakútur farinn að líta út fyrir stíga talsvert djúpt í viskuna og vitið. Hann hefur svo gott kompaní.  -  Nú fer í hönd æðislegasti tími ársins, ágústmámuður. Hlýtt (oft) á daginn, en dimmt á kvöldin - og kul, hressandi kul. Ég er sko íslensk.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.8.2007 kl. 21:16

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk dúllurnar mínar!

Sammála því að ágúst og september líka eru góðir mánuðir. Sól á daginn rökkur á kvöldin. Og já kul er gott - eins og ég sagði einhvern tíma við danskinn.... kalt er gott og hann sagði að það færi ekki á milli mála að ég væri íslenzk.....

Og þá man ég það.....

....ég gleymdi enn og aftur að kaupa peru í útiljósið.......

Hrönn Sigurðardóttir, 2.8.2007 kl. 21:31

8 Smámynd: Ragnheiður

við erum greinilega allar svona rómantískar sálir, allar í kertunum og svollis. Gangi þér vel með yfirvofandi harðsperrur

Ragnheiður , 3.8.2007 kl. 19:42

9 Smámynd: Hugarfluga

Ég er kerta- og servíettusjúklingur. Á áreiðanlega nóg af hvoru tveggja til að endast mér ævina ... ef ég næ að verða gömul kona. Skil þig vel.

Hugarfluga, 3.8.2007 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband