15.7.2007
Veisluhöld í borg óttans
Fór með mömmu og pabba í aldeilis frábæra afmælisveislu hjá Viktori Má.
Mamma hans og Pabbi
sem er litli bróðir minn, eru snillingar í að halda veislur. Eru með veðrið á hreinu hvað þá annað. Veislan var haldin í garðinum heima hjá þeim í brakandi þurrki og blíðu.
Stólar, teppi og borð, allt borið út og þau hristu 30 manna veislu fram úr erminni eins og ekkert væri.
Að sjálfsögðu rottaði fólk sig saman eftir ættum og þjóðerni, en Elizabeth, mamma Viktors er frá Colombiu og því liggur í hlutarins eðli að margir eru spænskumælandi í veislum hjá þeim. Ég lagðist á teppið sem var breitt út í miðjum garðinum hjá konunum sem spjölluðu saman á spænsku og á meðan þær þögnuðu andartak til að velta því fyrir sér hvort þær ættu að svissa yfir á íslenzku, sagði ég þeim endilega að halda áfram að tala spænsku. Ég gæti þá ímyndað mér að ég lægi á sólarströnd.......
Yndislegur dagur, frábært fólk.
Skelli hér inn til gamans mynd af lille bror þegar hann var lítill.........

Ég sé það allltaf betur og betur hvað ég er heppin með alla mína ættingja og vini
Knús til ykkar og takk fyrir mig
PS bæti við mynd af Elizabeth á morgun, veit að ég á mynd af henni í tölvunni í vinnunni!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Afmæli og stórhátíðir, Dægurmál, fagmennska, Grobb, Vinir og fjölskylda | Breytt 16.7.2007 kl. 08:10 | Facebook
Athugasemdir
Flott afmælisbarn og flottur bróðir. Mér finnst hann sætari núna ef eitthvað er. Gjörsvovel að skella eiginkonunni á bloggið á morgun. Ekkert misrétti hér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2007 kl. 01:17
Já, hvernig verður hann um sextugt?
Hrönn Sigurðardóttir, 16.7.2007 kl. 07:05
Sætur bróðir og flott veisla það verið gaman hjá ykkur. Verst Hrönn mín að skildir ekki spænsku en það er gott að halda að þú sért á sólarströnd og láta sig dreyma
Kristín Katla Árnadóttir, 16.7.2007 kl. 09:46
Till lukku með bróður þinn. Jamm hann er fjallmyndarlegur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2007 kl. 12:48
Hamingjan sanna... ég hef alltaf staðið í þeirri trú að einkasonur þinn væri svo líkur pabba sínum... en það er nú öðru nær... hann er lifandi eftirmynd frænda síns.......
Fanney Björg Karlsdóttir, 16.7.2007 kl. 13:18
fyndið? Þeir eru rosalega líkir OG heita sama nafni......
Hrönn Sigurðardóttir, 16.7.2007 kl. 13:33
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.7.2007 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.