Íhugun

Ég er umhverfisvæn!

Ég hjóla, ég geng, ég þvæ fullar vélar, ég nota lítið þvottaefni, ég nota engin mýkingarefni - enda töffari Tounge Ég fer með dagblöð í blaðagáma, ég læt ekki vatn renna, ég slekk ljós í ónotuðu rými, ég brúka ekki eiturefni, ekki einu sinni bana........   01

Hinsvegar kemur ekki til mála að ég taki þátt í þessari erkivitleysu sem kölluð er kolefnisjöfnun!!! 01 Ætli það sé í lagi að ég fleygi dekkjum út í móa og gróðursetji bara eins og fjögur tré í 01staðinn? Og skilji svo bara bílhræið eftir næst og gróðurset tvö tré og vona að skógurinn hylji ruslið? Bull og vitleysa - eða bullshit eins og ég mundi segja á frummálinu! Mér finnst eins og verið sé að klóra í bakkann með þessu. Eins og að setja á mig ilmvatn og sleppa baðinu!!Er í lagi að vera umhverfissóði ef ég gróðurset tré í staðinn! Hversu mörg tré þarf að gróðursetja fyrir eitt álver?

Ég vil ekki skóg! Ég vil víðsýni!

Love and peace


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Djö... ertu fullkomin, maður er fíbbl við hliðina á þér kona.  Ertu í alvörunni að meina að þú sért með allar þessar aðgerðir í gangi? OMG

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2007 kl. 16:14

2 Smámynd: Hugarfluga

Dulle deppa, Hðönn!!!

Hugarfluga, 25.6.2007 kl. 16:27

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er alveg sammála þér með þessa kolefnisjöfnun.  Hún er ótrúlega hallærisleg.   Og auglýsingarnar um grænu bílana, eru eins og fyrir smábörn, en ekki þroskað fólk. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.6.2007 kl. 20:22

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er sko sammála Ásthildi

Kristín Katla Árnadóttir, 25.6.2007 kl. 21:27

5 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

sko mína...... ég er svo innilega sammála þér..... svona sölutrykk...... maður verður allveg ranghverfur við tilhugsunina eina saman...

Fanney Björg Karlsdóttir, 26.6.2007 kl. 00:11

6 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 26.6.2007 kl. 00:55

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

alveg sammála, flott samlíking hjá þér hrönn !

þú ert geysilega flott kona

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.6.2007 kl. 09:51

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Jenný - margt smátt.......

Takk fluva litla

Nákvæmlega Cesil - ég er ekki fimm ára....

Fanney! Hættum að kaupa bíla

Já Geimveran þín þú komst mér af stað

Takk Steina - og sömuleiðis!

Hrönn Sigurðardóttir, 26.6.2007 kl. 10:46

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Var að baktala þig á síðunni minni og teikningarnar af íbúðinni minni í Köb. get ég útvegað ef þú villt skoða hana nánar, hahahahahaha er svo fyndin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2007 kl. 12:03

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

já teikingar væru vel þegnar....

....hvar var þvottahúsið? Hvar hefðirðu koggað ef það hefði verið búið að fatta upp á því?

Hrönn Sigurðardóttir, 26.6.2007 kl. 13:14

11 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég keyri ekki bíl og þar af leiðandi er nær ómögulegt fyrir mig að endurvinna. Þetta með kolefnajöfnunina er sniðugt upp að vissu marki en svona brask á það nú til að virða mörk að vettugi og snúast upp í vitleysu. Samlíkingin með ilmvatnið er því vel viðeigandi. Kolefnisjafna álverin? Höfum við svo mikið pláss fyrir skóglendi?

Laufey Ólafsdóttir, 26.6.2007 kl. 18:58

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég held ekki.....

Hrönn Sigurðardóttir, 26.6.2007 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband