6.5.2007
Viðburðarríkur dagur
Alltaf gaman að sýna útlendingi landið! Þessum sem ég er búin að vera með í dag finnst svo frábært að hér eru engir skógar til að spilla útsýninu. Get nú ekki leynt því að ég er sammála honum. Mér finnast þessir sandar, öll þessi auðn svo dásamleg.
Byrjaði daginn á því að sýna honum Þingvelli, fór svo með honum í reiðtúr - jamm, aðeins að bæta á harðsperrurnar sem eru að verða beztu vinkonur mínar þessa dagana..... er bæ þe vei að drepast í óæðri endanum, veit ekki hvort ég kem til með að geta sest á morgun og hinn......
Tókum svo strikið upp í Landssveit og gengum upp að og aðeins áleiðis á Heklu - hún urraði aðeins á okkur og ég spurði hann hvort hann hefði skilið hana, það kom úr kafinu að Hekla talar dönsku! Vissuð þið það? Ég meina hvað er hún búin að búa hér lengi?
Langt síðan ég hef gert svona margt á einum degi. Ætla núna að fara að halla mér með minn auma afturenda í eftirdragi
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög, Vinir og fjölskylda | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
hahaha....
Ólafur fannberg, 7.5.2007 kl. 08:25
Ísland er svo frábært. Ég tekst alveg á flug þegar ég segi fólki hér frá landinu okkar..þá er ég að tala um landslagið ekki pólítíkina sko. Yndislega fallegr myndirnar með þessum pistli Hrönnsla mín. Takk takk og takk fyrir innlitin hjá mér og hlýleg orð alla tíð!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.5.2007 kl. 08:51
Ég tek undir með ykkur útlendingnum, þetta útsýni sem við höfum er frábært ... engir skógar sem hindra það!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.5.2007 kl. 09:02
Já Gurrí - ég er nú ennþá svo uppnumin eftir Heklu ferðina.... Þetta var eins og að vera á tunglinu. Engir fuglar, engir menn, ekki neitt nema ég og náttúran og svo danskurinn auðvitað
Hrönn Sigurðardóttir, 7.5.2007 kl. 10:39
Hljómar sem þið hafið átt góða ferð. Ég er einmitt að fá danska vinkonu í heimsókn á fimmtudaginn (þessi sem ég er að skrifa lokaritgerðina með) og við ætlum að taka þennan klassíska hring; Þingvellir, Gullfoss, Geysir... Hlakka til að sýna henni landið okkar, sem er - að mínu mati - fallegasta land í heimi.
Mér finnst samt Danmörk falleg líka, sérstaklega á vorin þegar skógurinn er ljósgrænn. En það er allt öðruvísi fegurð.
SigrúnSveitó, 7.5.2007 kl. 15:21
Já þetta var alveg frábær ferð
Hrönn Sigurðardóttir, 7.5.2007 kl. 15:35
Vá hvað þetta eru flottar myndir Hrönn mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2007 kl. 20:12
já Cesil mín, það eru fleiri staðir fallegir en Ísafjörður..... En verð ég nú að játa það að ég tók ekki þessar myndir, gúgglaði þær bara því ég á "bara" svona filmumyndavél - annars tók danskurinn myndir sem hann ætlar svo að senda mér - þannig að kannski skelli ég þeim inn síðar - þ.e. ef ég myndast vel
Hrönn Sigurðardóttir, 7.5.2007 kl. 21:03
SigrúnSveitó, 7.5.2007 kl. 22:35
elskulegur stjúpfaðir minn segir alltaf; "myndavélin lýgur ekki", en ég neita að trúa honum...amk. stundum!!! Og hana nú!!!
SigrúnSveitó, 7.5.2007 kl. 22:35
Já ég veit Hrönn mín. Ahem ég veit.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.5.2007 kl. 10:16
Flottar myndir. Það er aumingjalegt af Helku að leggja sig ekki aðeins fram í íslenskunni. Búin að búa hér mjög lengi. Aulafjall.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2007 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.