Viðburðarríkur dagur

Alltaf gaman að sýna útlendingi landið! Þessum sem ég er búin að vera með í dag finnst svo frábært að hér eru engir skógar til að spilla útsýninu. Get nú ekki leynt því að ég er sammála honum. Mér finnast þessir sandar, öll þessi auðn svo dásamleg.

þingvellirByrjaði daginn á því að sýna honum Þingvelli, fór svo með honum í reiðtúr - hestarjamm, aðeins að bæta á harðsperrurnar sem eru að verða beztu vinkonur mínar þessa dagana..... er bæ þe vei að drepast í óæðri endanum, veit ekki hvort ég kem til með að geta sest á morgun og hinn...... Tounge 

Tókum svo strikið upp í Landssveit og gengum upp að og aðeins áleiðis á heklaHeklu - hún urraði aðeins á okkur og ég spurði hann hvort hann hefði skilið hana, það kom úr kafinu að Hekla talar dönsku! Vissuð þið það? Ég meina hvað er hún búin að búa hér lengi?

Langt síðan ég hef gert svona margt á einum degi. Ætla núna að fara að halla mér með minn auma afturenda í eftirdragi LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

hahaha....

Ólafur fannberg, 7.5.2007 kl. 08:25

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ísland er svo frábært. Ég tekst alveg á flug þegar ég segi fólki hér frá landinu okkar..þá er ég að tala um landslagið ekki pólítíkina sko. Yndislega fallegr myndirnar með þessum pistli Hrönnsla mín. Takk takk og takk fyrir innlitin hjá mér og hlýleg orð alla tíð!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.5.2007 kl. 08:51

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég tek undir með ykkur útlendingnum, þetta útsýni sem við höfum er frábært ... engir skógar sem hindra það!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.5.2007 kl. 09:02

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Gurrí - ég er nú ennþá svo uppnumin eftir Heklu ferðina.... Þetta var eins og að vera á tunglinu. Engir fuglar, engir menn, ekki neitt nema ég og náttúran og svo danskurinn auðvitað  

Hrönn Sigurðardóttir, 7.5.2007 kl. 10:39

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Hljómar sem þið hafið átt góða ferð.  Ég er einmitt að fá danska vinkonu í heimsókn á fimmtudaginn (þessi sem ég er að skrifa lokaritgerðina með) og við ætlum að taka þennan klassíska hring; Þingvellir, Gullfoss, Geysir...  Hlakka til að sýna henni landið okkar, sem er - að mínu mati - fallegasta land í heimi.

Mér finnst samt Danmörk falleg líka, sérstaklega á vorin þegar skógurinn er ljósgrænn.  En það er allt öðruvísi fegurð. 

SigrúnSveitó, 7.5.2007 kl. 15:21

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já þetta var alveg frábær ferð

Hrönn Sigurðardóttir, 7.5.2007 kl. 15:35

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá hvað þetta eru flottar myndir Hrönn mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2007 kl. 20:12

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

já Cesil mín, það eru fleiri staðir fallegir en Ísafjörður.....  En verð ég nú að játa það að ég tók ekki þessar myndir, gúgglaði þær bara því ég á "bara" svona filmumyndavél - annars tók danskurinn myndir sem hann ætlar svo að senda mér - þannig að kannski skelli ég þeim inn síðar - þ.e. ef ég myndast vel

Hrönn Sigurðardóttir, 7.5.2007 kl. 21:03

9 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 7.5.2007 kl. 22:35

10 Smámynd: SigrúnSveitó

elskulegur stjúpfaðir minn segir alltaf; "myndavélin lýgur ekki", en ég neita að trúa honum...amk. stundum!!!  Og hana nú!!!

SigrúnSveitó, 7.5.2007 kl. 22:35

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég veit Hrönn mín.  Ahem ég veit.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.5.2007 kl. 10:16

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flottar myndir.  Það er aumingjalegt af Helku að leggja sig ekki aðeins fram í íslenskunni.  Búin að búa hér mjög lengi.  Aulafjall.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2007 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband