26.4.2007
Villur
Fór í höfuðborgina í gær, þurfti aðeins að erindast á Kebblavíkurflugvöll líka, var svo aaaaalveg að sofna á leiðinni til baka, keyrði of lengi í hringtorginu og VILLTIST - jamm ég get verið hrikalega utan við mig - það gera nördagenin sem enginn vill þó kannast við að hafa gefið mér Enívei - sem ég var þarna keyrandi á veginum fór ég að litast um og spá í hvar ég eiginlega væri, mundi ekki eftir að hafa nokkurntíma séð þetta umhverfi áður..... endaði í Garðinum, keyrði einn rúnt úr því að ég var nú komin á svæðið á annað borð og vott a krummaskuð!!!!
Fór svo í Smáralindina á heimleiðinni, því ekki getur nú ein kona keyrt svona langar leiðir í einum rykk, fór á kaffihús með Eygló - hún vildi endilega sitja í reykingahluta svæðisins, sem kom mér nú svosem ekkert svakalega á óvart þar sem hún hefur reykt í mörg ár - en nú komum við að rúsínunni........
.....sem við sátum þarna og töluðum saman um afar praktisk atriði eins og skó, karlmenn og
aðra nytjahluti, missti ég heldur betur þráðinn og féll í trans því ég held ég hafi séð Prakkarann!!!! Og eins og aðrar fínni frír hér á blogginu er ég heldur betur hugfangin af honum
Kunni samt ekki við að standa upp og spyrja hann hvort hann gegndi nafninu prakkari, því maður verður alltaf að halda kúlinu, þannig að ég tel bara sjálfri mér trú um að þetta hafi verið hann.
Ég er allt önnur kona
Athugasemdir
Úlala Barasta sjálfur Jón Steinar komin suður frá Sigló. Hann er flottur strákurinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2007 kl. 20:32
allavega var þessi flottur. Enda hef ég ótrúlega næmt auga fyrir fegurð
hehehehehehehehehehehe
Hrönn Sigurðardóttir, 26.4.2007 kl. 21:59
Efast ekki augnablik um að þú hefur rétt fyrir þér Hrönn mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2007 kl. 09:56
Úje bless á Hásið. Lovfjú!
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2007 kl. 16:05
Hmmm? Það er tilkynnt um sýnir. Snjómaðurinn ógurlegi sást í Tíbet og fljúgandi furðuhlutur yfir Esjunni. Einnig mun Prakkarinn dularfulli hafa sést á kaffihúsi. Sýnin er þó óstaðfest og gæti hafa verið um ljósbrot að ræða.
Ekki var ég í Smáralind, en á kaffi París og Hressó gæti andi minn svifið yfir vatnsglasi annað slagið.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.4.2007 kl. 21:41
ohhh! er ég þá bara sama kona?
Hrönn Sigurðardóttir, 27.4.2007 kl. 21:50
Sumir sjá meira en aðrir ... þú hefur eflaust séð anda prakkarans ...
verið að hugsa um hann, enda skrifar hann svo dásamlega!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.4.2007 kl. 21:50
ójá, það gerir hann
Hrönn Sigurðardóttir, 27.4.2007 kl. 21:53
Úff, ég myndi líka villast ef ég tæki vitlausa beygju á suðurnesjunum...eða í Kópavogi eða Garðabæ...en ég er loks farin að rata um Akranes enda búin að búa hér bráðum í ár...
SigrúnSveitó, 27.4.2007 kl. 22:28
jamm - þetta ver frekar furðurlegt, ég hélt hreinlega að þetta væri ekki hægt. Var svo að spá í að taka Hafnir líka úr því að ég var byrjuð á annað borð en það bíður bara betri tíma. Koma tíma - koma villur
Hrönn Sigurðardóttir, 27.4.2007 kl. 22:38
hehe, já, alltaf gaman að eiga eftir að upplifa eitthvað spennandi
SigrúnSveitó, 27.4.2007 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.