Úlfaldar og nálaraugu

Af því að ég er alltaf að heyra og lesa að fólk er að bjástra við að koma úlfalda í gegnum nálaraugu - og af því að ég er svo góð kona Tounge læt ég fljóta hér ráðið til að koma honum í gegn.

a. Berið nálaraugað upp að öðru auganu og dragið hitt augað í pung.

b. Bakkið spölkorn frá úlfaldanum.

c. Bingó - hann er kominn í gegn Wizard

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég small í gólf

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2007 kl. 12:23

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei sko - komin mynd af þér?

Hrönn Sigurðardóttir, 28.3.2007 kl. 12:47

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heheheehe  Góð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2007 kl. 08:56

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Snjallissimó.  Annars var nálaraugað víst hlið í musterismúrnum í Jerúsalem, sem var uppmjótt og lágt, svo erfitt var að koma úlfalda þar í gegn.    Annars er það nú spurning hvort það skipti nokkru málihvorummeginn við nálaraugað úlvaldinn er og hvort ekki sé auðveldara að flytja nálina en að leggjaþessi ósköp á blessaða skepnuna.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.3.2007 kl. 12:09

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk fyrir þessar upplýsingar Jón minn Steinar, það eru akkúrat þessar sögur sem sitja fastar í minninu, skemmtilegar, fróðlegar og skipta akkúrat engu en maður getur slegið um sig með þeim - tvípunktur, svigi lokast (það er eitthvað pickles á tölvunni - get ekki sett inn broskalla)

Hrönn Sigurðardóttir, 30.3.2007 kl. 15:42

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Takk fyrir þetta snilldarráð. Þetta ætla ég sko að prufa svo ég geti bætt á afrekaskrána. Það gengur allt útá það those days.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 31.3.2007 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.