21.3.2007
Systkyni....
...eru dásamlegt fyrirbæri. Ég man eitt sinn þegar ég var á að giska lítil að ég opnaði kleinuskápinn í eldhúsi æsku minnar, settist á gólfið og söng úr bókinni segðu það börnum..... ef einhver man eftir henni, þá gekk elsta systir mín hjá, á leið sinni út að skvísast, enda þónokkuð eldri en ég og hreytti út úr sér: ef þú ætlar að þykjast að kunna lesa reyndu þá að snúa bókinni rétt!! Ég borgaði hins vegar fyrir mig nokkrum árum seinna og henti litla bróður mínum út á guð og gaddinn, helst á sokkaleistunum, í hvert sinn sem hann fór í taugarnar á mér.
Einn daginn gerði eldri bróðir minn mig svo reiða að ég náði mér í beittasta hnífinn sem ég fann og elti hann, hann náði, sem betur fer, að læsa sig inni í herbergi annars er ekki gott að vita hvernig hefði farið. Eftir þetta atvik voru allir beittir hnífar settir á efstu hilluna í eldhússkápnum þannig að mjög einbeittan brotavilja þurfti ef ætlunin var að nota þá til annars en eldhússtarfa
Deildi herbergi, sem og flestu öðru, með hinni systur minni, man ekki eftir að skugga hafi borið á það fyrirkomulag. Við lágum flest kvöld og lásum bækur, settum ryksuguna í gang þegar mömmu fannst vera orðið of rykugt inni hjá okkur og héldum svo áfram að lesa.......
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Eins gott að þú hafir róast hehehe.... En það er gaman að rifja upp svona minningar. Að vísu þá ólst ég upp hjá afa og ömmu, en í sama húsi og hin systkini mín, svo að samgangur var mikill. ég hafði þó þann forgang, að ef maturinn var betri hjá mömmu fór ég þangað. Ég gat valið á milli sem sagt. Var elst og sennilega frekust svona framan af allavega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2007 kl. 14:00
Huggulegar minningar eru til að orna sér við. Þú hefur verið stórhættulegt barn Hrönnsla hehe. Safnarðu hnífum
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.3.2007 kl. 16:09
Þetta er svona therapiubloggediblogg.....
Hrönn Sigurðardóttir, 21.3.2007 kl. 16:36
Heheheh...Já svona systraslagir geta orðið ágætlega brjál...Láttu mig þekkja það. Eins og við gátum rifist við systurnar þegar við vorum litlar og unglingar...en núna þykir mér vænst um mína af öllum
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.3.2007 kl. 17:53
Systir mín þessi frenja er bara helgimynd miðað við þig. Hnífabardagi...hjúkk. Henda bróður sínum á sokkaleystunum út á gaddinn. Gott að ég var ekki litli bróðir þinn.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.3.2007 kl. 04:38
......ó mæ dog! Nú haldið þið að ég sé brjálæðingur. Var í rauninni afar þægilegt barn, dvaldi löngum í eigin heimi, söng og stráði sólargeislum á veg samferðarmanna minna.
Hrönn Sigurðardóttir, 22.3.2007 kl. 08:34
....og geri enn
flissssssssss
Hrönn Sigurðardóttir, 22.3.2007 kl. 08:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.