Dúa dásamlega og fingurinn

Dúa dásamlega, sem stendur fyllilega undir nafni, benti mér á það um daginn að sýna fingurinn.

Þá rifjaðist upp fyrir mér saga sem mér var sögð, af upphafi þess að sýna puttann.

Endur fyrir löngu geysaði styrjöld í Burma. Þetta var löngu fyrir uppgötvun kjarnorkunnar og notast var við boga og örvar sem stríðstól.

Þá var langatöng mikilvægt vopn og þegar menn voru teknir til fanga, tíðkaðist að höggva af þeim þann fingur.

Þá, eins og nú, voru menn gefnir fyrir að ögra hver öðrum og þegar þeir komust í það mikið návígi að vel sjónfært var á milli tiðkaðist að sýna puttann sem sönnun fyrir því að viðkomandi hefði aldrei náðst.

Köttur úti í mýri, setti upp á sig stýri, úti er ævintýri.

graenir_fingur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm.. athyglisvert. Takk fyrir fróðleikinn

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2007 kl. 00:15

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst gaman að plötunni hans Hrólfs Vagnssonar.  sem heitir Dissy fingers  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2007 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband