Þá er síðasti dagur

þessa árs runninn upp.

Í mínum huga er gamlársdagur ekkert sérstakur dagur og ég hef síðustu árin tekið honum af miklu jafnaðargeði. Ég elda góðan mat og fer snemma að sofa. Vakna síðan á nýju ári fersk og falleg - eins og alltaf reyndar Tounge

Nú er svo komið fyrir mér að ég gýt hýru auga á annálana bæði innlenda og erlenda. Hugsanlega er það merki um aukinn þroska....... en ég man þá tíð þegar annálarnir voru þurrir og leiðinlegir og töfðu fyrir sirkus Geira Smart.

Ég ætla svo sannarlega ekki að lista upp fyrir ykkur allt sem skeði á árinu enda getið þið bara lesið bloggið mitt ef þið hafið áhuga á því en einu ætla ég þó að deila með ykkur. 

 - Ég splæsti í nýjan sundbol. Það er nefnilega með sundboli eins og nýtt ár - maður veit ekki fyrr en þeir eru búnir hvort þeir reynast vel eða illa. Þessi sundbolur sem ég keypti mér í haust reyndist ekki vel. Hann tærist mjög hratt og er að verða leiðinlega grár á köflum. Fyrir utan að það voru ekki til nema svartir - hvað er málið með svarta sundboli? Mig langar í túrkisbláan eða appelsínugulan sundbol. Má gjarna vera svart í honum - svart fer vel með öllu bara ef það er ekki of mikið af því.

Ljónshjartað, Hrekkjusvínið og Hryðjuverkakötturinn sem heldur að hann heiti Hlín, æsa sig ekki ýkja mikið yfir sprengingum í ár. Enda hef ég verið dugleg að segja þeim söguna af hundinum í Kosovo en hún byggir á sannsögulegum atburðum úr lífi hunds í Kosovo og fjallar aðallega um að þau gætu haft það verra........

Ég ætla að taka nýju ári fagnandi, kannski með smá tortryggni þó til að byrja með enda óþarfi að flaðra upp um allt nýtt þó ég stefni að því á nýju ári að verða ögn lauslátari Tounge

Óska ykkur árs og friðar InLove

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Fingur upp fyrir þessum pistli.  Þumalfingur. 

Njóttu næsta árs alveg botnlaust.

Anna Einarsdóttir, 31.12.2010 kl. 16:11

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Hrönn mín takk fyrir öll skemmtilegheitin gegnum tíðina og þau bros og hlátrar sem bloggið þitt hefur komið mér til. Ómissandi fyrir mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2011 kl. 01:16

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert yndisleg elsku Hrönn  Gleðilegt ár og bestu þakkir fyrir frábæra pistla á því síðasta

Sigrún Jónsdóttir, 1.1.2011 kl. 16:39

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Gledilegt ár og megi nýji sundbolurinn reynast vel. Ekki spurning ad nú verda hradametin slegin hvert af ödru í lauginni.

Halldór Egill Guðnason, 2.1.2011 kl. 16:40

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gleðilegt ár krakkar mínir :)

Hrönn Sigurðardóttir, 2.1.2011 kl. 20:01

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Gleðilegt nýtt ár, ég var svo heppin að rekast á bleikan sundbol í minni stærð í fyrra. Ég keypti hann og hefur hann dugað mér vel í marga mánuði.... 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.1.2011 kl. 01:35

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Heppin Jóna Kolbrún :) Gleðilegt nýtt ár.

Hrönn Sigurðardóttir, 3.1.2011 kl. 04:08

8 identicon

Ég á svartan þykkan vetrar-sundbol ,flottan en hann hefur einn galla eða réttara sagt tvo .Það eru plastbrjóst í/á honum.Það er vont í frosti .Svo á ég bleikan og svartan ,tösku og snyrtiveski í stíl.Er ótrúlega smart

Gleðilegt nýtt ár,sjáumst á nýju ári

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 09:13

9 Smámynd: Ragnheiður

Afhverju heldur hann að hann heiti Hlín ? hver er eiginlega Hlín ?

Gleðilegt ár

Árið 2011 er sem sagt ekki árið sem þú ákvaðst að hætta að vera í sundbol ? Ég get ekkert hjálpað þér með svoleiðis fatnað, þori ekki í sund haha..

Takk fyrir gamla árið :)

Ragnheiður , 3.1.2011 kl. 14:46

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

uss uss... ef það er eitthvað sem mig vanhagar ekki um þá eru það plastbrjóst :) Mér finnst þú óþarflega flott í sundtauinu miðað við fjölda sundlauga í Bergen!

Góð spurning Ragga. Ég hef margoft spurt hann hvernig í veröldinni honum detti í hug að hann heiti Hlín en hann sýnir afar einbeittan vilja í þá átt!

Gleðilegt ár stelpur mínar

Hrönn Sigurðardóttir, 3.1.2011 kl. 21:24

11 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla, ég keypti mér sundbol í Debenhams fyrir rúmu ári og hann eltist um tíu ár á nokkrum mánuðum, varð alveg gegnsær á óheppilegum stöðum og þú hefðir komist í hann með mér, samt hét hann Gordjöss..  En þessar elskur þarna í búðinni tóku hann aftur og létu mig hafa annan - sem er sko EKKI gordjöss  

Ég sé þig kannski á álfabrennu annað kvöld? Við systkinin ætlum öll að kíkja til mömmu og fara svo í blysför, barnabörnin hennar mömmu hlakka næstum meira til þess en jólanna Og ég get verið með, vííí

Margrét Birna Auðunsdóttir, 5.1.2011 kl. 20:46

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það hefði verið gaman Bidda. En mér skilst að það sé búið að fresta álfabrennunni. Sem er synd - ég hlakkaði svooooo til að brenna álfana ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 6.1.2011 kl. 14:19

13 Smámynd: www.zordis.com

Monokin eða Bikin - ý er auðvelt og einfalt mál að redda í öllum regnbogans litum. 

Ég veit af hverju kötturinn heldur að hann heiti Hlín en ég lofaði honum að nefna það ekki við lifandi sálu.  

Svo var svo gaman að tala við einustu Hrönnsluna sem ég þekki og taka á móti svona seiðandi kveðjum.  Verð þér samferða á ströndina okkar er kennd er við Zenia á næstu mánuðum.  Kyss og knús fallega vinkonan mín

www.zordis.com, 7.1.2011 kl. 11:39

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það var nú ekki hægt að sleppa tækifærinu að hringja í einustu Zordisina sem ég þekki :)

Þarf ég vettlinga á ströndina sem kennd er við Zenia?

Knús og kram lige tilbage

Hrönn Sigurðardóttir, 7.1.2011 kl. 18:43

15 Smámynd: www.zordis.com

Fólk sem vettlingi getur valdið og á hendi haldið er ávalt afskaplega vel liðið.  Við reddum vettlingum ef þörf þykir og flatmögum í afskaplega klæðalitlum strandfatnaði.

www.zordis.com, 7.1.2011 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband