Ást og friður

Það snjóar úti, mér er sagt að veðrið á fjallinu sé afleitt og jólaboðinu sem ég var á leiðinni í er aflýst. Þetta eru sko jólin! Muniði í gamla daga þegar maður sá ekki á milli augnanna á sér fyrir blindhríðarbyl og komst ekki í jólaboðin?

Í þá daga var maður líka hár og grannur eða langaði allavega að vera það. Hvur veit nema það verði aftur með þessu áframhaldi. Ég á nefnilega ekkert að borða. Hafði algjörlega reiknað með þessu jólaboði Tounge

Ég var að koma frá því að syngja við helgistund á Ljósheimum í dag ásamt einum eða tveim öðrum Tounge Þar var kona sem þakkaði okkur við hvert lag fyrir dásamlegan söng. Ég stakk upp á því við gjaldkera sóknarnefndar - sem var líka að syngja - að við flyttum þessa konu inn í messur. Þetta var svo gefandi. 

Ég er búin að kveikja á kertum í öllum gluggum og valið stendur á milli þess að lesa bókina sem ég fékk í jólagjöf eða ráða myndagátu Dagskrárinnar. Ætli myndagátan verði ekki fyrir valinu. Formaður sóknarnefndar - annað hvort neimdroppar maður eða ekki Tounge - er búin að ráða gátuna og ég get ekki verið þekkt fyrir annað en klára hana líka!

Lífið er ekki það versta man ha´og snart er kaffet klar InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég man að einu sinni vorum við amk 10 tíma á leiðinni austur í jóla-eða áramótaboð á Engjaveginum. Heiðinni var lokað og risastór maður dró mig og mömmu upp tröppurnar á skíðaskálanum þar sem við biðum meðan veðrið gekk niður og heiðin mokuð. En í boðið mættum við, trúlega allt of seint. Það besta við þau jólin var að hitta ykkur og spila Matador og ekkert rifist!!

 En:

 Gleðileg jól frænka sæl og gott og gæfuríkt ár!!

Þín frænka

sigrún frænka (IP-tala skráð) 25.12.2010 kl. 22:28

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ein skemmtilegustu jólin í barnæsku voru einmitt þau sem fjölskyldan var veðurteppt og VARÐ að gera sér gleðilega stund saman heima - án fjölmennra frænda+frænkuboða sem voru ekkert svo sérstaklega skemmtileg, a m k ekki alltaf.  Fullorðna fólkið neyddist þá til að gefa sér tíma með okkur krökkunum, spila o sollis

Gleðileg jól Hrönnslan

Marta B Helgadóttir, 25.12.2010 kl. 22:57

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Gleðileg jól :)

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.12.2010 kl. 01:51

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki gott að svelta á jólunum, fer maður þá ekki í jólaköttinn??? Gleðileg jól Hrönn mín og bestu óskir um farsælt komandi ár.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2010 kl. 14:02

5 identicon

Ég man eftir almennilegum hríðum í denn Ein hríðin var ekki fyrir svo löngu síðan,15 árum eða svo að dóttlan mín var sólahring frá Varmahlíð til Akureyrar.Hríðar í dag eru ornar ósköp slappar oftast

Hringdu samt í Landsbjörg ef þú verður mjög svöng eða reyndu að brjóta þér leið til Jóa í næsta kaffihúsi

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.12.2010 kl. 17:06

6 Smámynd: Ragnheiður

Svöng á jólunum ? það er bannað - algerlega.

Gleðileg jól mín kæra..reynum að hittast á árinu

Ragnheiður , 27.12.2010 kl. 01:27

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gleðileg jól Sigrún

Gleðileg Marta

Gleðileg jól Jóna Kolbrún

Gleðileg jóla Cesil mín og beztu óskir um farsælt komandi ár til þín líka. Ég sá þig í sjónvarpinu um daginn

Takk fyrir kortið Skrallinn minn

Gleðileg jól Ragga mín - mér telst svo til að ég skuldi þér alltaf lopa

Hrönn Sigurðardóttir, 28.12.2010 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.