Frost er úti....

Hitakerfið í mínu húsi er eins og eigandinn, afar flókið. Inntakið er, eins og öll góð inntök, staðsett í kjallaranum og ég þarf afar sjaldan að hringla í því.

Nema þegar frostið fer yfir öll velsæmismörk eins og núna. Þá væri gott að nenna niður og setja smá trukk í kerfið en ég nenni því náttúrulega alls ekki frekar en öðru fyrir jólin Tounge Enda er svo skrýtið að þegar verður svona mikið kalt þá er eins og þrýstingurinn detti niður á heita vatninu í sveitinni.

Ef ég vissi ekki betur þá mundi ég halda að sveitarfélagið réði bara alls ekki við að þjónusta svona stórt hverfi - en vitaskuld er það ekki málið.........

.....ég trúi því nefnilega staðfastlega að þetta sé allt Eyrarbakka og Stokkseyri að kenna. Ég er enda ekki frá því að þetta hafi allt hafist með því að þeir tengdust kaldavatnslögninni minni Cool

Það er allt eins þetta lið þarna niðri á strönd það má ekki rétta þeim kaldavatnskrana án þess að þeir rjúki til og steli heita vatninu líka! Þetta segi ég án alls kala til þeirra því vitaskuld eru sumir af mínu bestu Strandabúum vinir.

Og svona af því að ég nenni alls ekki út í þennan kulda og gegnum hlerann fer ég ekki síðan ég stytti mér leið þar niður í kjallara í vor, sællar minningar, þá ætla ég að fara í lopapeysuna mína og leyfa ykkur að heyra jólalag míns jólaþema í ár.....

Hlýjar stundir Sideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Brrrr...

ekkert þýðir fyrir mig að hringla í grindinni. Þarf bara að finna pening til að klæða betur utan á húsið og þétta gluggana og útihurðina. Fann ekki pening þetta árið og sit í ull undir aukaofni.

En jæja...

Ragnheiður , 21.12.2010 kl. 23:03

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fann miklu betra og hlýlegra jólalag....

http://www.youtube.com/watch?v=hvN2uf8qMws

Hrönn Sigurðardóttir, 21.12.2010 kl. 23:07

3 Smámynd: www.zordis.com

Svo má alltaf verzla gamra af Dúunni ....  Hann hressir, bætir og kætir!

www.zordis.com, 21.12.2010 kl. 23:13

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já.... og maður gleymir kuldanum á meðan....

Hrönn Sigurðardóttir, 21.12.2010 kl. 23:20

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Verst að ég rata ekki í hjólhýsahverfið

Hrönn Sigurðardóttir, 21.12.2010 kl. 23:20

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Fáðu þér annaðhvort fleiri ketti eða kú.  Dýr ku hita upp heimili án nokkurrar fyrirhafnar.

Anna Einarsdóttir, 21.12.2010 kl. 23:47

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góð hugmynd....

Get haft kúna í kjallaranum

Hrönn Sigurðardóttir, 22.12.2010 kl. 06:16

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Annars sýnist mér að mælirinn sé fastur í mínus 11 gráðum....

Hrönn Sigurðardóttir, 22.12.2010 kl. 06:36

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hrönn mæli frekar með rollum, kýr þarf nefnilega að mjólka daglega, ekki gott fyrir konu sem nennir ekki oní kjallara nema mesta lagi tvisvar á ári  Nema þú takir tæknina í notkun og fáir þér svona mjaltaþjón, gætir síðan leitt leiðslu upp í eldhús, mjólkin er líka volg svona ný og gæti þar með veitt smá yl meðan hún rennur beint frá kusu upp í eldhús. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.12.2010 kl. 09:15

10 identicon

geit í stofuna  þá færðu yl,ull,ilm og mjólk .Það er ekki svo mikil fyrirferð í henni svo er þetta örugglega allt Stokkseyrabakkafólki að kenna

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 12:15

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

ohhh hann er svo maskulin og flottur hann Helgi Björns

Marta B Helgadóttir, 22.12.2010 kl. 12:46

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góð hugmynd hjá Önnu, ég myndi hafa kýr eða rollur í kjallaranum ;)

Marta B Helgadóttir, 22.12.2010 kl. 12:48

13 Smámynd: Garún

Besta leiðin til að halda heitu er að fá einhvern til að fara inní kjallarann og koma hlutunum í gang.   hehe

 En gleðileg jól mín kæra

Garún, 23.12.2010 kl. 13:45

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er með svipað hitakerfi og þú, ég fékk lánaðann olíufylltan rafmagnsofn.  Núna er mér hlýtt þótt frostið sé undir -5 gráðum....  Ég óska þér gleðilegra jóla og farsæls komandi árs

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.12.2010 kl. 01:53

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Gleðilega jólahátíð góða kona. 

Anna Einarsdóttir, 24.12.2010 kl. 15:05

16 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Hahaha, ég er með sama hugsunarhátt og Garún, þú varst búin að segja að hitainntakið væri í kjallaranum, kannski þarftu bara að hringla í því oftar

Gleðileg jól

Margrét Birna Auðunsdóttir, 25.12.2010 kl. 16:11

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 25.12.2010 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband