Hvað geturðu haldið andanum lengi?

Ég hef fundið aðferð til að hægja á klukkunni.

Hún byggist á því að maður hafi góðan tíma - sem er kannski hennar eini galli...... en hafði tekið eftir því að ef maður starir á sekúnduvísirinn þá þokast klukkan áfram eins og snigill? Ég prófaði líka að halda niðri í mér andanum á meðan - það hægði helling á henni í viðbót. Ráðlegg ykkur að prófa óhikað Happy Einkum og sér í lagi ef þið hafið áhyggjur af tímaskorti......

Ég fór í sundlaugina í Hveragerði í gær í tilefni af sumarkomunni. Lá þar í heita pottinum og sleikti sólskinið - takið eftir SÓLSKINIÐ - vegna þess að ef maður sleikir sólina getur maður hæglega brennt sig illilega á tungunni. Þess á milli fór ég í gufuna sem mér er sagt af fróðum konum að sé sú besta á landinu og þótt víðar væri leitað. Skrapp síðan í Blómaborg og keypti mér appelsínugulan ástareld sem stendur nú hróðugur í eldhúsglugganum mínum og gleður mig á meðan ég elda matinn Joyful

Einhversstaðar verður ástin að vera og eldhúsglugginn minn er ekki verri staður en hver annar....

Ég hef komist að því að litli grái vargurinn sem ég tók að mér frá Einholti sver sig í fósturfjölskylduna. Ég var - einhverra hluta vegna - að lesa fundargerð bæjarstjórnar þar sem kom fram að kattarhald væri jafnbannað og hundahald í Árborg og kettir ættu skilyrðislaust að vera bundnir úti í garði - og þá líklega sínum eigin garði.... en sumsé þegar ég kom svo heim og opnaði hurðina smaug litli grái vargurinn út, yfir þjóðveginn og út á sýslumannstúnið þar sem hann reyndi að veiða tjald í erg og gríð. Undir glugga sýslumannsins...

Ég verð að viðurkenna að ég flissaði, svona með sjálfri mér. En vitaskuld viðurkenni ég það ekki opinberlega.

Gleðilegt sumar InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú ert betri en besta hrukkukrem ! 

Nú glápir maður bara á sekúnduvísinn og hættir að anda - tíminn stoppar og maður helst ungur næstu áratugina. 

.

Það er beinlínis bjánalegt að ætla að binda ketti.  Menn höfðu ekki vit á að setja neinar reglur á Íslandi fyrir hrun en svo á að setja reglur sem ekkert vit er í.  

Anna Einarsdóttir, 23.4.2010 kl. 11:24

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já.... soldið fáranlegar reglur ;) Kannski ég flytji bara í Borgarnes!

Hrönn Sigurðardóttir, 23.4.2010 kl. 11:27

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er laust nýbyggt ónotað hús, rétt hjá mér. 

Við yrðum fínir nágrannar.  Og kisan þín fengi fullt af leikfélögum.

Anna Einarsdóttir, 23.4.2010 kl. 11:35

4 Smámynd: Brattur

Það er einmitt gott að halda andanum niðri í sér í sundi, þ.e. þegar maður kafar... Einu sinni gat ég kafað nokkuð langt... en núna fæ ég bara fyrir hjartað ef ég reyni það... betra að slappa af í sólbaði, hjartað kann betur við það og ég líka...

Varðandi það að hafa ketti í bandi segi ég nú bara;

Einhvern tímann banna ÞEIR farfuglana... þú mátt vera viss um það Hrönn...

Brattur, 23.4.2010 kl. 21:06

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já ÞEIR eru ótrúlegir.......

Anna! Kem sún - svipað og monsún ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 23.4.2010 kl. 22:11

6 Smámynd: Ragnheiður

Eru ekki fleiri hús laus þarna í grenninu ?

Forstokkaðir þessir gráu kettir, ég eignaðist gráan. Það er Rebbi þriðji.

Ragnheiður , 24.4.2010 kl. 22:36

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nóg af húsum.  Skal hjálpa ykkur að flytja. 

Anna Einarsdóttir, 25.4.2010 kl. 18:21

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha mikið skil ég grána litla, hann veit sem er að sýsli er ekki allra.  En ég ætla að fara að setja bjöllur á mína, verst að geta ekki hengt á þá Ipod sem fer af stað um leið og þeir gera sig klára í að veiða.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2010 kl. 17:37

9 Smámynd: www.zordis.com

Borgarnes suena como casa !!!!

www.zordis.com, 28.4.2010 kl. 19:06

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Muy bien ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 29.4.2010 kl. 10:31

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Si senoritas. 

Anna Einarsdóttir, 4.5.2010 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.