Ég var svo heppin..

..að vera boðið með upp á Fimmvörðuháls í gær!

Við lögðum af stað á þrjátíuogfimm tommunum um fimmleytið í gær og keyrðum sem leið lá uppá Sólheimajökul eftir að hafa fullvissað lögregluna um að við vissum hvað værum að gera.... eins gott að þeir sáu ekki þegar við festum okkur í fyrstu bekkunni - sem var þó varla annað en halli.... áfram héldum við yfir Mýrdalsjökul í endalausri snjóbreiðunni. Útsýnið var ægifagurt og kuldinn óskaplegur. Ég get sagt ykkur það það, svona í óspurðum fréttum, að það tekur um það bil 30 mínútur að þiðna aftur ef maður tekur af sér vettlingana til að taka myndir. 

Eftir rúmlega tveggja tíma akstur eftir jöklum og úrhleypingar úr dekkjum, ásamt alls kyns öðrum trixum sem ég kann ekki að nefna, var sólin að setjast og ekki minnkaði kuldinn við það......

Það var ógleymanleg sjón þegar eldgosið á Fimmvörðuhálsi blasti við í sólarlaginu. Algjörlega ólýsanlegt!

Eldtungurnar teygðu sig til himins í átt að sólalaginu, hraunið rann glóandi eftir bláleitum snjónum og ekki varð sjónin minna falleg þegar dimmdi. Krafturinn...... drunurnar..........

Á heimleiðinni leiftruðu norðurljósin á himninum í kapp við sindrandi stjörnuskin.

Ógleymanleg ferð InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Hljómar rosalega vel. Og hvar eru myndirnar??? Geri ráð fyrir að þú hafir tekið myndir þar sem þú veist allt um þiðnunartíma fingra...

SigrúnSveitó, 4.4.2010 kl. 19:14

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já þetta var frábær ferð. Ég er enn að meðtaka hana..... Jú ég tók myndir. Þær segja bara svo lítið ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 4.4.2010 kl. 19:52

3 Smámynd: Ragnheiður

myndir segja ekki mikið, ég fór bara í Fljótshlíð enda ekki með nógu gott samband við neinn sem á bíl á stórum dekkjum. Líklega eitthvað mér sjálfri að kenna, verandi búin að flissa í áraraðir að mögulegri tippasmæð viðkomandi jeppaeiganda. Ég lofa samt ekki bót og betrun. Steinar fær ekki að kaupa sér svona nema hann setji á hann einkanúmerið Ragga og farartækið sé skráð á mitt nafn til öryggis..-ef einhver spyr sko !

en gott að það var gaman :)

Ragnheiður , 4.4.2010 kl. 23:44

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Ég skil, sjón er sögu ríkari ;)

SigrúnSveitó, 6.4.2010 kl. 13:42

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En gaman hjá þér Hrönn.  Þetta virðist vera hrikalega fallegt gos, túristagos segja menn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2010 kl. 17:30

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndislegt !!!

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.4.2010 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.