Föstudagurinn langi...

...er ekki nógu langur fyrir mig!

Ég fór út að ganga með Ljónshjartað í glampandi sól og blíðu um hádegisbil. Sveiaði smástund á meðan ég sá eftir því að hafa ekki tekið sólgleraugun með mér en ákvað svo að loka augunum og leyfa birtunni að síast inn. 

Kom heim allt önnur kona Tounge

Páskar eru dásamlegt fyrirbæri. Ég fæ tækifæri til að syngja fallega texta í frábærum útsetningum. Kem heim endurbætt eftir hverja stund InLove

Þetta hlýtur að enda með því að ég breytist í saltstólpa W00t

Ég er að velta því fyrir mér hvort ég eigi ekki að nota tækifærið úr því sjoppan er opin og fara og kaupa mér ís................... 

....manstu þegar sjoppur voru lokaðar á föstudaginn langa?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sjoppur lokadar á fostudaginn langa og menn jafnvel handteknir fyrir ad hafa opid a sunnudogum! Já...thá var nú lífid aldeilis einfalt og hrútleidinlegt Hvernig er thad annars, er ekkert farid ad bóla á thessum kríukvikyndum tharna nordur frá?

Halldór Egill Guðnason, 2.4.2010 kl. 16:29

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei - ég hef ekki rekist á neina en þær hljóta að fara að koma ef þú ert enn þarna suður frá

Hrönn Sigurðardóttir, 2.4.2010 kl. 16:35

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hvort ég man ekki eftir lokuðum sjoppum og hrútleiðinlegri sjónvarpsdagskrá.  Mikið var föstudagurinn langi roooooosalega langur þá.  Endalaus ! 

Nú vil maður helst hafa föstudaginn langalanga.

Skelltu þér á ís.  Þú átt það skilið.

Anna Einarsdóttir, 2.4.2010 kl. 17:19

4 Smámynd: Brattur

Föstudagurinn langi var alltaf í svarhvítu í denn... en Halldór hvernig var fótur kríunnar á litinn sem þú baðst okkur að taka sérstaklega eftir... var hann ekki blár ? Ég hef enga kríu séð ennþá en ég fékk mér eina um daginn.

Brattur, 2.4.2010 kl. 17:56

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já ég man það vel og allar búðir líka. Alt var svo leiðinlegt. maður mátti varla að draga andan ekkert mátti að gera

Kristín Katla Árnadóttir, 2.4.2010 kl. 17:59

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hér hefur sem betur fer oftast verið mikið opið um páskana, það er vegna skíðavikunnar sem haldinn er hér.  Við vorum þá oftast á undanþágum.  En þetta er alveg rétt og hugsa sér að trúfólk hafi slík áhrif á daglegt líf okkar.  Endilega farðu og fáðu þér ís Hrönn mín, það styrkir bætir og kætir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2010 kl. 16:14

7 identicon

já man það vel og það mátti ekki brosa,spila eða vera til yfirleitt.Þetta er gleði dagur í mínum huga.Og misskilinn dagur hjá svo mörgum hehehehe

Annars er ísinn í vesturbænum  svo góður að það er næstum því synd

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband