Færsluflokkur: Gæludýr

Haustlitir í peysu og pottum.

Margir hafa komið að máli við mig - Ókei, báðir vinir mínir Tounge hafa hvatt mig til að setja linka á uppskriftir frá mér inn á síðuna. Eldaði hrikalega góða gúllassúpu í gær og bakaði brauð með. Fæ vatn í munnin við tilhugsunina um vel heppnaða máltíð í gærkvöldi! Ekki slæm hugmynd. Þá eru þær á ákveðnum stað líka og ég get gengið að þeim vísum. Málið er í vinnslu. Er að stúdera hvernig ég linka á uppskrift. Það getur ekki verið flókið.

Ljónshjartað hitti aftur tíkina, niðri við á í morgun, spurning hvort samband þeirra er að komast á það stig að ég þurfi að fara að hitta "mömmu" hennar Wink.....

Ég var samt voða stolt af honum því að þegar ég tilkynnti honum að nú væri komið nóg og við þyrftum að halda áætlun, skokkaði hann á eftir mér. Fyrsta skipti sem ég þarf ekki að draga hann í burtu frá öðrum tíkum. InLove

Keypti mér garn í haustlitapeysu í gær. Er að dunda mér við að prjóna í rigningunni, alltaf svo gaman að byrja á einhverju nýju!

Fariði vel með ykkur


Kærleiksbollur og laun heimsins.......

Fór extra langan hring með ljónshjartað, svona af því að hann er extra óþekkur InLove Fórum alla leið upp á Golfvöll og stóran hring þar. Komum ekki til baka fyrr en eftir tæpa tvo tíma. Hann óþekktaðist alla leið. Ójá - laun heimsins...... Mér stóð nú ekki á sama þegar hann fór að eltast við hrossin og þau snéru vörn í sókn. Flissaði samt. Það var mátulegt á hann......

Hann er nú krútt samt.

Hitti góða konu á leiðinni og átti við hana gott og upplýsandi spjall. Maður verður margs vísari snemma morguns. Ætli máltakið "Morgunstund gefur gull í mund" sé hugsanlega af því dregið? Mikið má sá hafa verið spakur sem sá þetta fyrir Tounge

Hrærði svo í Kærleiksbollur þegar ég kom heim og er að spá í að leggja mig á meðan þær verða tilbúnar.

Hlakka svo til að vakna aftur baka Kærleiksbollur og hella mér upp á kaffi og glugga í blaðið.

Elska Sunnudaga InLove

 


Stefnir í verklok og stormur í aðsigi.

Komst yfir að klára það sem ég ætlaði mér í dag, þrátt fyrir að hafa skriðið aftur upp í rúm eftir morgungönguna með stubbaling, og steinsofnað, vaknaði ekki fyrr en klukkan var að verða eitt. Skal nú viðurkenna að mér brá aðeins.

Nú get ég, og er reyndar byrjuð að bera dót inn í nýmálaða herbergið, bókastofuna eins og ég kýs að kalla það, eða á viðhafnardögum, koníaksstofuna LoL Ef einhver á gamlan standlampa sem hann langar að losna við, þá hef ég not fyrir hann!

Vindurinn hvín og blæs eins og í ævintýri eftir Thorbjorn Egner og það rignir af austan! Það skeður nú ekki oft skal ég segja ykkur, en jafngott samt að fá rúðurnar þvegnar þeim megin.....

Skráði mig á námskeið í næsta mánuði í endurmenntunarstofnun HÍ. Hagnýt danska heitir það og mér er lofað að þegar því lýkur tali ég dönsku með hreim.... Samt ekkert sagt um hvaða hreim!! Halo

Stubbalingur steinsefur, dauðþreyttur eftir átök dagsins, ég er búin að kveikja á kertum og sit og sötra rauðvín. Ég á það skilið! Ætlaði að hafa það notalegt og horfa á sjónvarpið, en það er þá bara ekkert í því. Ekki fyrr en seint og um síðir. Ætli ég verði ekki sofnuð þá? Mætti segja mér það. Það viðrar vel til svefns. Ætli það endi ekki með því að ég slökkvi á kertum, nýti mér tæknina og stilli á upptöku og skríði undir sæng. Er að lesa hörkugóða bók sem heitir "Sumarljós og svo kemur nóttin", eftir Jón Kalman Stefánsson mér var lánuð þessi bók og sagt að ég yrði að lesa hana og ég náttúrulega geri allt sem mér er sagt......

InLove


Ónýtir skór og myndarlegir kvöldgöngumenn

Jæja! Þá er ég búin að taka til í mínum húsum. Tók þá afdrífaríku ákvörðun að henda gömlum ónýtum skóm.

Nú eru bollurnar að hefast og maturinn bíður þess að verða eldaður. Helgin framundan með öllum sínum töfrum. Ég ætla að sílíkonast aðeins um helgina. Klára herbergið og bílskúrinn - vonandi......

Við Ljúflingur ljónshjarta - sem er að vísu með óþekkari hundum þessa dagana, ábyggilega á gelgjunni...... Tounge - hittum agalega sætan mann í gærkvöldi þegar við tókum kvöldsprænið. Ljónshjartað vildi endilega heilsa aðeins upp á hann og þegar ég gerði mér grein fyrir því hvað maðurinn var myndarlegur, leyfði ég honum það. LoL Alltaf að nýta öll tækifæri til að daðra við sæta stráka! Það er bara svoleiðis........ Hver veit, kannski hittum við hann aftur í kvöld?

Talandi um sæta stráka þá ætlar Þorvaldur Þorsteinsson að halda erindi á viku símenntunar í næstu viku. Þar ætla ég að vera. Kem kannski ekki til að heyra orð af því sem hann segir. En það er líka aukaatriði.......

Vona að þið eigið góða helgi


Fallegur og kaldur sunnudagur

Picture 309 Það var kalt á okkur stubbaling í morgungöngunni en við létum okkur hafa það.....

Lá mestmegnis í leti í gær, nennti ekki út í vetrarveðrið. Annars hefði ég farið og skoðað glerlistmunina hjá Jónu Kristínu, vinkonu Ásdísar. Nennti ekki heldur á flugeldasýninguna enda hefði stúfurinn ekki viljað koma með mér. Sýningin sást líka ágætlega úr glugganum mínum. Hvar ég horfði á meðan stubburinn leitaði skjóls...... Mér finnst þessar flugeldasýningar snúast mestmegnis um hávaða nú til dags - sagði gamla konan Tounge - en ekki ljósasjóv. Það drynur í fjallinu á hverri sýningu en minna fer fyrir fallegum ljósum.

Í síðustu viku hringdi í mig maður að westan vegna viðskipta sem hann átti við fyrirtækið. Hann datt svo í spjallgír. Sagði mér að hann væri á leiðinni á fjall, í göngur og spurði hvort ég mundi kæra mig um að koma með. Ég sagði honum að ég væri lofthrædd og fjöllin fyrir vestan væru há..... ég reyndi að láta mér nægja fjöllin mín hér fyrir sunnan.....

Hann kvaddi mig svo, eftir gott spjall, með þeim orðum að hann ætti hér afa og frænda og næst þegar hann kæmi að heimsækja þá mundi hann kíkja á mig og jafnvel skoða líka vélarnar okkar. Hver veit nema ég verði ráðsett bóndakona fyrir westan næsta haust LoL

Jaaaaa það sem manni dettur í hug á sunnudögum. Eins gott að það er bara einn sunnudagur í hverri viku InLove

 


Göngutúr í myrkri og dularfulla ljósið sem hvarf!!

Fórum út að ganga í myrkrinu í morgun.

Gengum upp með á eins og venjulega. Allt gekk eins og í sögu til að byrja með en þegar við vorum stödd fyrir aftan nýbyggingu sjúkrahússins stökk stúfurinn allt í einu fram fyrir mig, sperrti sig allan og ýfði og urraði í áttina að byggingunni. Ég beygði mig niður að honum og sagði honum að láta ekki svona, það væri enginn vaknaður nema við.......

Hann lét sér ekki segjast og hélt áfram að urra yfir óræktina. Allt í einu gekk hann tvö skref áfram og gjammaði illyrmislega! Um leið slökknaði á ljósi sem var þarna á bak við!!

Þá var mér nú nóg boðið. Setti hann í tauminn og teymdi hann burt. Hugrekkið náði nú ekki lengra hjá mér. Ég hugsaði sem svo að ef einhverjir væru þarna að stela verkfærum þá skyldu þeir allavega ekki ná að berja mig með hamri.......

Var svo að segja einkasyninum hamfarasöguna áðan þegar hann kom heim. Hann horfði á mig smástund alveg gáttaður og sagði svo: "Ég vissi ekki einu sinni að klukkan YRÐI hálfsex á morgnana........"

Ég flissaði og gleymdi hvað ég hafði verið í mikilli hættu í myrkrinu.

Pís plís InLove


Málningarvinna

Ég er að mála!! Nú skal bláu breytt í hvítt, það tekur sjálfsagt tíma en kræst hvað þetta er dimmt eins og það er.

Ég er búin að sparsla og pússa, hreinsa veggina og kaupa málningu. Fattaði svo að mig vantar teip. Ætla núna að byrja á að skáa og sjá svo til hvað birtan endist mér.

Settir Erikur út í morgun. Mér finnst þær alltaf svo fallegar á litinn. Þær flútta líka svo vel við þakið og gluggana hjá mér og þar sem ég er extra stílhrein kona keypti ég mér fjórar Tounge Nú standa þær úti á tröppum, ásamt eininum, og vagga sér í takt við goluna.

Fór í extra langan göngutúr í morgun, bætti einum golfhring við okkar venjulega hring. Sáum hest úti í mýri og á hans baki sátu þrír spörfuglar. Minnti mig svolítið á Fuglastríðið í Lumbruskógi. Stubbaling fannst þetta afar spennandi. Þarna höfðu sameinast bæði hans uppáhaldsdýr. Ef hann mætti velja sér gæludýr yrðu það hestur, fugl og svo vonandi ég LoL Ég ætlaði aldrei að geta slitið hann í burtu þar sem hann stóð hugfanginn og starði......... Krúttið!!

Heart


Mér finnst rigning góð

Var komin út klukkan hálfsex í morgun. Við gengum rúntinn okkar í gegnum grasið, upp með á, í ausandi rigningu. Alveg ausandi..........

Komum svo heim, hundblaut LoL og ég stormaði í leikfimi. Rosalega var gott að standa undir heitri sturtunni.

Skundaði svo í vinnuna og er rétt að verða nógu þurr til að geta farið út aftur........

Ætli það sé mjög áberandi ef ég sit hérna sofandi? Tounge Annars er ég ekki þreytt, allavega ekki enn. Fór svo snemma í háttinn í gær. Sé á öllu að ég er efnilegt gamalmenni. Skundaði svona líka kinesiologiskt - (sem ég hef ekki hugmynd um hvernig mundi útleggjast á áskæra ylhýra, sá þetta bara á blogginu hjá Björgu og af því að ég er svoddan orðasökker, heillaðist ég gjörsamlega..........) á eftir hvutta sem skildi ekkert í þessum asa. Venjulega er ég að lötra þetta á eftir honum.

Gat allavega sleppt upphituninni í leikfiminni í staðinn.

 


Ég er....

.....algjörlega búin á því. Klukkan er rúmlega níu og ég hef verið vakandi í næstum 16 klst.

Sundleikfimin byrjaði í morgun og ég var mætt fyrir utan Sundlaugina þegar klukkuna vantaði 20 mín. í sjö. Þá var ég búin að fara út að labba með labbakút í uþb eina klukkustund.

Hann fór í sprautu og fékk ormatöflur í gær. Það þýðir að hann er frekar órólegur í sólarhring á eftir. Með magakveisu og ónot. Skinnið litla.

Eníveis. Ég ætla að hafa það eins og gamla fólkið núna og fara að sofa.

Góða nótt


Rabbarbarapæ indíánahöfðingjans!

Ætla að vera heima í dag. Borða rabbarbarapæ með rjóma eða ís í morgunmat og drekka indíánate með hunangi, nú skal barist við sýklana til síðasta manns. Einn fyrir alla og allir fyrir einn!!

Úti er kalt og hráslagalegt, það fann ég þegar við litli kútur gengum upp með á í morgungöngunni okkar. Var samt klædd í næstum öll mín útiföt. Fanney keyrði hjá á leið sinni í vinnu og flautaði léttlyndislega, þegar við vorum næstum komin heim aftur.

Bezt ég opinberi það bara strax Fanney! Ég var ekki drukkin!! Get bara ekki staðið á einum fæti og nuddað stírurnar úr augunum í leiðinni........

Kann ekki heldur skil á hægri og vinstri. Mikið létti mér þegar ég uppgötvaði að Magga systir veit það ekki heldur. Ég hef alltaf reynt að dylja þetta svolítið, tekið bara sjensinn þegar einhver segir: "....til hægri hér......" eða: ".....svo beygirðu næst til vinstri....." Ég meina það eru 50% líkur á að ramba á rétt! Svo kemur bara í ljós að þetta er fjölskyldusjúkdómur LoL

Eigiði góðan dag yndin mín

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband