Færsluflokkur: Bloggar
8.7.2007
080808?
Þá er þessi dagur að kveldi kominn og enginn bað mín í dag verð líklega að doka þar til 080808
Annars vorum við Magga að plana brúðkaup Eyglóar í bústað í kvöld. Eygló bauð okkur í mat og okkur datt í hug að það væri sniðugt að hún gifti sig 080808. Eitthvað taldi Eygló það fráleitt, þrátt fyrir gylliboð okkar um samhæfðan dans OG söng - sannkallaðar Karasystur...... Við buðumst til að vera brúðarmeyjar í bleikum kjólum með bleik blóm í hárinu, veislustjórar og allt! Ætluðum sannarlega að dreifa hæfileikum okkar um svæðið.
Halda ræður og segja sögur frá því í gamla daga þegar Eygló var látin passa okkur og sagði okkur hryllingssögur af Lóu á Fossi. Hún átti að vera galdrakerling og breyta okkur í mýs. Eitt sinn biðum við eftir mömmu fyrir utan bakaríið þegar Lóa gamla gekk hjá. Við fleygðum okkur gargandi í gólfið á bílnum í leit að felustað fyrir Lóu.....
Sigtið í djúpu lauginni átti að draga til sín alla sem kæmu nálægt og enn þann dag í dag fæ ég fiðring í magann þegar ég kem nálægt sigtinu. Þær halda að ég sé smáskrýtin, konurnar sem ég er með í sundleikfimi, þegar ég bið þær um að skipta um pláss ef ég lendi fyrir ofan sigtið.´
Já Eygló kunni ýmis ráð til að hemja okkur og veitti kannski ekkert af.......
Var að hlusta á fréttir á rás eitt á leiðinni upp í bústað. Þar var talað við mann á Landsmóti UMFÍ um starfsgreinakeppnir. Ég var alveg að missa mig í hneykslan á að vera ekki boðuð á svæðið. Þarna var keppt í pönnukökubakstri, dráttarvélaakstri, stafsetningu og ýmsu fleiru sem ég hefði algjörlega brillerað í. Áttaði mig svo þegar maðurinn sagði að þessar keppnir væru aðallega ætlaðar fólki yfir miðjum aldri..... Auðvitað hefur unglamb eins og ég ekkert í það að gera!!
Frábær dagur í góðum félagsskap!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.7.2007
Laugardagur
úti er uppáhaldsveðrið mitt - súld.......
...það rímar svo vel við letina sem ég er haldin
Annars er ég ótrúlega dugleg, búin að búa til hundanammi og er að taka til og þvo stórþvotta. Hreinlega eins og klippt út úr bók eftir Snjólaugu Braga..... Nema það vantar manninn sem er alltaf með dökkt úfið hár, hryssingslegur og loðinn á bringunni..... Hann er vant við látinn annarsstaðar!
Smjúts
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.7.2007
Svaf
.....eins og klessa og vaknaði sem slík við að labbakútur sagði mér að hann vildi komast út....
.....já - já ég er hundahvíslari, ef það er eitthvað sem hundurinn ykkar er að reyna að segja ykkur þá skulið þið bara hafa samband Fórum upp með á, í stafalogni og hita. Áin rann þögul sína leið og vildi ekki segja mér hvað hún hefði séð á sinni ferð. Fjallið speglaðist og veiðimennirnir á bakkanum hinumegin stóðu grafkyrrir sem hefðu þeir umbreyst í styttur. Mikil er þolinmæði þeirra.
Við hinsvegar skottuðumst um grasið sem nær mér upp í mitti, stúfurinn hverfur algjörlega - og finnst það ekki leiðinlegt.
Sáum svo dularfullan lögguleik á leiðinni heim......
Núna er ég hins vegar að farast úr hungri. Bezt ég helli upp á kaffi og risti mér brauð, áður en ég geri nokkuð annað.
Vona að þið eigið góðan dag - það ætla ég að gera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.7.2007
Vinnuvika á Íslandi of löng?
Þá er fyrstu vinnuviku eftir sumarfrí lokið. Hún var hvorki verri né betri en ég bjóst við.
Viðurkenni að vísu að síðustu tvo dagana taldi ég niður fram að helgi, enda alltof langt að byrja eftir sumarfrí á heilli vinnuviku.....
Fimm daga vinnuvika er líka of löng! Allavega þegar kona er svona skemmtileg með sjálfri sér og hefur svo mikið annað að gera en vinna
Vaknaði í morgun með ótrúlega mikinn hálsríg og hrikalega geðvond en sökum hinnar alkunnu sjálfstjórnar sem ég bý yfir varð enginn var við það - nema kannski Jenný, sem minntist eitthvað á að ég hljómaði eins og mér fyndist hún og hinar bloggvinkonur hennar ekki alltaf hljóma mjög gáfulega sem þær að sjálfsögðu gera - 24/7
Eygló og Erla Björg eru með hele familien í bústað, kíki kannski þangað - ef ég nenni...... stefni annars á að gera sem minnst á sem lengstum tíma. Maður á alltaf að gera það sem maður er beztur í - ekki satt?
Óver and át
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
4.7.2007
Fuglar og flugur
Fór í frábæran göngutúr með Möggu í gærkvöldi. Við villtumst í Þrastaskógi í tvo klukkutíma eftir missýnilegum göngustígum. Verulega spennandi ferð!! Steikjandi hiti, blankalogn og regnboginn var einhverra hluta vegna að glenna sig á bak við okkur Og mýið OMG!!!! Ætlaði okkur lifandi að éta. Við skipulögðum gönguferð í Loðmundarfjörð og siglingu með Norrænu á milli þess sem við ræddum hagkerfið og auðvaldssina - les. sæta stráka
Hins vegar er ég ekki viss um mófuglavarp bíði þessa göngutúrs bætur. Veit ekki hvoru brá meira, Möggu eða fuglunum sem flugu skrækjandi upp, þegar við ruddum okkur leið í gegnum trjágróðurinn. Svo er sagt að í skógum á Íslandi nægi að standa upp ef maður villist. Trúðu mér, það er ekki rétt.
Eitt það bezta sem maður á eru systkyni. Sérstaklega ef þau eru eins frábær og Magga.
Vaknaði svo snemma í morgun og skokkaði með labbakút út á golfvöll í brakandi þurrki - þarna kom nú bóndinn upp í mér......
Well bezt að winna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
1.7.2007
Afmæli!
Gunnar Tumi, krúttaralingur er fjögurra ára í dag. Þarna er gaurinn ekkert smá flottur á nýja hlaupahjólinu sínu og með öll öryggisatriði á hreinu.
Gunnar Tumi býr, ásamt fjölskyldu sinni, í Danmörku og þess vegna hitti ég hann alltof sjaldan. Hins vegar er ég stundum að velta því fyrir mér að gerast húshjálp hjá þeim þarna úti og skipta mér þá jafnt á milli þeirra systra, gæti haft ofan af fyrir börnunum á daginn, af því að þau eru nú komin á þennan aldur og drukkið hvítvín, bjór eða rauðvín með foreldrum þeirra á kvöldin um leið og ég fer með gamanmál.....
Til hamingju með daginn Gunnar Tumi. Sendi ykkur stórt knus og klem yfir hafið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.6.2007
NPN
Ædolið mitt, Njörður P. á afmæli í dag. Var að lesa pistilinn hans í Fréttablaðinu sem ég tek fram yfir DV....... Smá pilla á DV enda hafa þeir enn ekki endurgreitt mér En aftur að Nirði, pistlarnir hans eru frábærir!
Sem einlægur aðdáandi óska ég honum til hamingju með daginn en lýsi jafnframt yfir smá vonbrigðum með að hann skuli vera krabbi......
Jamm ég hef margan krabbann grætt
Er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að vera dugleg og fara út að skokka, labbakútur væri alveg til í það, svo mikið veit ég eða hvort ég eigi að vera löt og taka til - ekki alveg mitt uppáhald!
Sé að það á vera fundur á - þó ég mundi persónulega og í anda Njarðar segja hjá - Urriðafossi á morgun. Ég ætti kannski að hringja í Möggu og athuga hvort hún kippir mér með, þ.e. ef hún fer.....
Stefnir í valkvíða hjá mér heyri ég á öllu, hlaupa? taka til? hringja? úff svo margir möguleikar
Fer bara út að hlaupa.
Nokkrar stafsetningarvillur? Þetta verður að vera stafsetningarvillulausi dagurinn
Ást og biti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
29.6.2007
Maggi Eiríks
Var að lesa viðtal við Magga Eiríks í DV - já DV - mín refsing þeim til handa nú les ég blaðið frá orði til orðs......
Mikill svakalegur sjarmör er maðurinn. Maður finnur hlýjuna streyma til sín frá orðunum...
Ég væri sko snögg að falla fyrir honum. Miklu sneggri en Jenny fyrir Banderas.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.6.2007
Ég er reið!
Þannig var að á síðustu dögum maímánaðar hringdi í mig stúlka og bauð mér kynningaráskrift að DV. Ég var frekar treg, vegna þess að í eðli mínu er ég tortryggin og veit að fátt í þessu lífi er ókeypis. En þar sem sólin skein og ég var full bjartsýni sem ég yfirfærði á mannkynið leyfði ég henni að kynna þetta kostaboð fyrir mér.
Hefði betur sleppt því.....
Hún sagði mér, svo glöð í bragði, að ég fengi júní ókeypis og ábyggilega maí líka, því það væri svo stutt eftir af maí, það eina sem ég þyrfti að gera væri að segja upp blaðinu fyrir júní lok. Vegna áðurnefndrar eðlislægrar tortryggni minnar þráspurði ég hana hvort það væri öruggt. Aaaaalveg öruggt. Þegar ég spurði hana í þriðja sinn, heyrði ég að það fór að örla á smá óþolinmæði hjá þessari annars glöðu stúlku.
Ég hugsaði með mér að ég væri að fara í sumarfrí í júní og það gæti nú bara verið gaman að velta sér upp úr slúðurblaðinu DV þannig að ég tók þessu kostatilboði um kynningaráskrift.
Svo leið og beið og beið og leið og ekkert blað kom. Mér var svosem alveg sama, hef ekki saknað þess að lesa DV hingað til.
Upp rann júní mánuður bjartur og fagur og viti menn DV gossaðist inn um lúguna hjá mér. Ég var í sumarfríi og sólin skein þannig að sjaldnast hafði ég tíma til að setjast niður og lesa öll blöðin sem komu inn um mína lúgu. Verð þó að viðurkenna að röðin hjá mér hefur verið svona: Fréttablaðið, Blaðið og DV - DV fór þó oftast í ruslið ólesið -
Um tuttugasta þessa mánaðar berst mér svo greiðsluseðill frá DV vegna áskriftar maí/júní. Mér hitnaði aðeins í vöngum og skundaði að tölvunni, sendi kurteislegt ímeil og sagði þeim hjá DV hvernig málið væri vaxið, bað þá ennfremur að fella seðilinn og sagði upp "áskriftinni"
Nokkrum dögum seinna er greiðsluseðillinn millifærður sem beingreiðsla af bankareikningum mínum til DV. Þá fauk í mig og ég hringdi. Fékk samband við konu í bókhaldi - sem sagði mér það glöð í bragði að hún sæi um reikninga fyrir DV.
Kurteislega en ákveðin sagði ég henni að svona vinnubrögð væru ekki til fyrirmyndar. Ég hefði aldrei gefið leyfi fyrir beingreiðslu og mér hefði verið sagt að júnímánuður væri frír!
Hún sagði mér - ekki svo glöð í bragði lengur - að þetta væri ábyggilega einhver misskilningur og því miður........
Mér er annt um peningana mína og sagði henni að þetta sætti ég mig ekki við. Ef einhver misskilningur væri í gangi þá væri hann þeirra megin og ég ætlaði ekki að borga fyrir það!!
Skil ekki heldur hvernig er hægt að senda greiðsluseðil fyrir áskrift OG hafa hann í beingreiðslu!!! Ef ég væri nú 75 ára og borgaði alla greiðsluseðla sem mér væru sendir? Svona eins og gamalt fólk gerir oft!!! Þá væri DV nú aldeilis feitur fjölmiðill!!!! Þegar ég spurði hana út í það varð fátt um svör. Hún hélt helst að ég hefði einhvern tíma verið með DV í áskrift og haft það í beingreiðslu. Sem getur svosem vel verið. En ég veit líka að ef ég tek á móti greiðslu með t.d. kreditkorti í gegnum síma. Þá er mér ekki heimilt að geyma upplýsingar um viðkomandi kreditkort og nota þær aftur! Þetta hlýtur að vera svipað!!!!!!
Hún baði mig að senda ímeil með upplýsingum um hvernig málið væri vaxið og hún skyldi svo skoða málið. Ég sendi henni ímeil með öllum helstu upplýsingum. Þar á meðal um bankareikning og kennitölu vegna endurgreiðslu. Stuttu seinna sendir hún mér svar um að hún hafi "týnt" banka upplýsingum - þrátt fyrir að þær stæðu í póstinum sem ég sendi henni og stæðu AUÐVITAÐ enn í svarpóstinum - og bað mig um að senda þær aftur. Sem ég og gerði.
Í morgun beið mín svo póstur frá henni, þar sem hún sagðist hafa mótttekið póstinn og áframsent hann á gjaldkera, sem því miður væri ekki við fyrr en eftir helgi. Hún vonaði að það kæmi sér ekki illa fyrir mig.......
ARG!!!! Nei, nei ég hef ekkert annað við mína peninga að gera en láta þá liggja á reikning DV. Mér finnast þetta forkastanleg vinnubrögð. Forkastanleg.
Ég sendi henni til baka póst um að ég vænti þess að DV endurgreiddi mér upphæðina með vöxtum ef ekki yrði endurgreitt fyrr en eftir helgi!!!!!!!
Hvurslags vinnubrögð eru þetta?
Ég vara ykkur við! EKKI kaupa DV
Ég er foxill!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.6.2007
Nú er sumar.... gleðjist gumar!
Veðrið í dag er frábært. 15 stiga hiti og sól. Var úti að hlaupa með litla stúf. Að vera í sumarleyfi á Íslandi í júní er hreinlega eins og að vera í útlöndum. Ég er orðin útitekin og sælleg!!! Og strákar ég er á lausu - allavega enn..... Og þar kemur tilvísun í fyrirsögnina þið getið glaðst yfir því....
Nú ætla ég út í búð - eða félagsmiðstöð miðaldra húsmæðra og athuga hvort ég hitti ekki Möggu eða aðrar skemmtilegar konur. Hringdi í Möggu í gær, fékk samband við talhólf, enda svarar hún ekki hverjum sem er...... svona falleg, fræg og fjölmiðlavæn eins og segi henni..... Skildi eftir skilaboð í talhólfinu hjá henni. Þorði ekki annað en varalita mig áður en ég svaraði þegar hún hringdi svo tilbaka. Alltaf gott að tala við Möggu. Hún sér hlutina alltaf í réttu ljósi og bendir manni á svo margt. Allavega leið mér snöggtum betur eftir samtalið, jafnvel þótt ég uppgötvaði að hún hefði ekki boðið mér með til Reykjavíkur í stelputeiti.
Ég ætla samt ekkert að gefa ykkur upp númerið hjá henni - sumt vill maður eiga fyrir sjálfan sig.....
Vell farin út í búð, ætla að hafa kjúkling í matinn og baka súkkulaðiköku í eftirrétt....
....hvað? Ég var að hlaupa..... Ekki viljiði hafa mig háa og granna eða hvað?
Ást og biti
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)