Færsluflokkur: Bloggar

af pæjum og prökkurum

Hætti snemma í vinnunni í dag. Stubbalingur varð voða glaður þegar ég kom heim - en það er nú Picture 280svosem ekkert nýtt. Hann er alltaf glaður þegar ég kem heim, sem verður til þess að ég verð alltaf glöð þegar ég kem heim...........

Picture 286 Bakaði rabbarbarapæ í eftirrétt í kvöld. Það vakti gríðarlega lukku og það er nóg til frammi ef einhver er svangur.....

Kötturinn í kjallaranum var með smá show um daginn og ég náði að festa það á filmu Picture 281 Picture 283 Picture 285

Það er enn fremur þungt í mér... náðuð þið þessu? Wink Er að spá í að fara að halla mér og kíkja í hina æsispennandi bók Blóðberg, eftir Ævar Örn Jósepsson.

Var að horfa á Kastljósið áðan. Það voru Helga Möller og hann þarna maður - man aldrei nöfn á fólki - að syngja um að ég væri sætasta stelpan á ballinu...........

....fallegt af þeim að syngja lag um það Tounge


Morgunþoka

Fór í langan göngtúr upp með á í svartaþoku í morgunsárið. Stubbalingur skondraðist um í rennblautu grasinu sem náði vel upp fyrir hann á stundum.

Var alveg sannfærð um að ég væri með lungnabólgu þegar ég vaknaði en það rjátlaðist af mér í þokunni Wink Ætla samt að sjá til um hádegi hvort ég þrauka allan daginn í vinnu.........

Vitiði um einhvern góðan lækni?

LoL


Beðið eftir HÚSvitjun

Hrikalega erfiður dagur í vinnunni. Það er verið að rífa framhliðina af húsinu með tilheyrandi hávaða og látum. Frekar kalt og mín hálflasin.

Rigning, myrkur og ekkert í sjónvarpinu.

Ég er hinsvegar að lesa frábæra bók!!!

Ætla að skríða undir sæng. Góða nótt, vona að nóttin færi ykkur hvíld og frið.

Heart


September....

.....dr. House ætlar að koma aftur til mín í september......

....meira þarf nú ekki til að gera mig hamingjusama!!

 Afbrýðist þið svo hver sem betur getur. Maðurinn sér enga konu nema mig! LoL


Morgunsár

Stubbalingur vakti mig snemma í morgun, allavega á sunnudagskan mælikvarða, og vildi fara út að pissa. Sem ég stóð með hann úti gekk róni bæjarins hjá. Stúfi fannst hann spennandi og steingleymdi að hann þurfti að míga......

Róninn dokaði við og leyfði honum að hnusa af sér og sagði svo við mig með smá broddi af ásökun í rómnum: "HUNDURINN þinn er vinalegur......."

Ég náði boðskapnum - enda langt síðan ég missti þolinmæðina með fyllibyttum......

 

 


Laugardagur........

......hún var hálfslöpp eftir daginn, hafði ákveðið að leggja sig aðeins og reyna kannski að lesa, þegar einhver kvaddi dyra. Drengurinn svaraði og hún heyrði að hann ræddi stuttlega við einhvern sem stóð þar. Eftirá að hyggja, hugsaði hún, voru þetta hálfþvingaðar samræður.

Áður en hún vissi af stóð hann í svefnherbergisdyrunum. Hann var fullur eins hann hafði verið undanfarin ár. Hún varð að komast í föt áður en hún tæki á vandanum. Hann stóð kyrr og horfði á hana á meðan hún klæddi sig...... Þú ert nú alltaf jafnfalleg..... sagði hann og það dugði henni. Hún fann hvernig reiðin blossaði upp og hún spurði hvað hann vildi.

Ég er að hjálpa dóttur minni að flytja, sagði hann þvoglumæltur....

Hún gekk með honum fram að útidyrahurðinni, opnaði og vísaði honum út. Hann stóð þrjózkulega í forstofunni og gerði sig líklegan til að vera til vandræða.

Hún sagði honum að ef hann kæmi sér ekki út strax, mundi hún hringja á lögregluna.

Þú lést ekki svona þegar við vorum að búa til börnin gólaði hann um leið og hann forðaði sér undan hurðinni sem hún skellti hastarlega á nefið á honum.

Mundi hún aldrei losna við hann?


Ráð við valkvíða og annað smálegt

Dreif mig í vinnu í morgun. Ef það er eitthvað sem getur komið konu til heilsu þá er það sjónvarpsdagsskráin........... Drottinn minn sæll og dýri hvað hún er leiðinleg!!

01 Komst að því þessa daga sem ég var heima, og gat hugsað óáreitt, að það er gott fyrir fólk með valkvíða að æfa sig á að fara á Subway eða Quiznos. Þar eru endalausir möguleikar. Val á val ofan. Hvernig álegg viltu, hvernig grænmeti, viltu hafa hana litla eða stóra..... grillaða eða hitaða..... hvernig brauð langar þig í, hvaða sósu og síðast en ekkis síst - salt og pipar!! Það getur ráðið úrslitum fyrir fólk með kvíðaröskun að komast að einhverri niðurstöðu um það.

Velti líka fyrir mér pikköpplínum. Hvernig líst ykkur á þessa? "Viltu koma með mér á dansnámskeið?" sagt með léttu ívafi af daðri........

Rak svo augun í það einhvern daginn að moggablogg hefur sett limit á aukaflokka bloggara. Alltaf sama forræðishyggjan þar. Örugglega allt Jenný að kenna, sem slettir aukaflokkum eins og þeir séu bráðinn sykur á súkkulaðiköku!!! LoL

Segið svo að það sé ekki gott að vera heima og hugsa öðruhverju!

Tounge


Stöndum saman!!

Set hérna inn færslu frá Heiðu varðandi lyfið Flunitrazepam sem notað hefur verið sem nauðgunarlyf.

Eins og nokkur ykkar hafa kannski tekið eftir, hef ég verið að kynna mér svefnlyfið Flunitrazepam  undanfarið. Flunitrazepam er sama lyf og Rohypnol, engu breytt nema nafninu, og hefur verið þekkt sem nauðgunarlyf í mörg ár. Ég hef leitað eftir svörum og almennum upplýsingum um lyfið undanfarið og niðurstöðurnar eru sláandi.

Þetta tiltekna svefnlyf hefur enga sérstöðu sem er til bóta fyrir þá sjúklinga sem þurfa á svefnlyfi að halda. Á markaðnum eru tugir svefnlyfja sem gagnast sjúklingum alveg jafn vel  og sem ekki hafa þá "kosti" sem nauðgarar sækjast í, þ.e. minnisleysi og almennt rænuleysi til að veita nauðgara mótspyrnu.

Augljósasti kostur lyfsins er að sjálfsögðu sá að nauðgarar geta verið nokkuð vissir um að  fórnarlambinu er nánast ómögulegt að kæra eða framfylgja kæru vegna þessa minnisleysis. Lyfið er stundum notað við dáleyðslu vegna þess að það er nánast hægt að fá fólk til að gera hvað sem er undir áhrifum þess.

Hérna koma linkar á fyrri skrif mín um lyfið og svör Landlæknis. En óvísindaleg könnun mín á því hversu algengt það er að lyfinu sé laumað í drykki kvenna á skemmtistöðum borgarinnar kom mér á óvart.. þrátt fyrir að ég hafi verið nokkuð viss um að þetta sé miklu algengara en fólki grunar svona almennt.
Rohypnol 1

Rohypnol 2

Svör Landlæknisembættisins

Sem konu og móðir tveggja dætra er mér mikið í mun að þessum óþverra sé hent út af lyfjaskrá hér á landi. Á árinu 2006 var rúmlega 11.000 skömmtum ávísað af lyfinu. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Lyfjastofnunnar er best að koma svona málum á framfæri til Lyfjastofnunar, sem síðan leggur þau fyrir Lyfjanefnd.

Læt fylgja póstinn sem ég sendi í dag á netfangið lyfjastofnun@lyfjastofnun.is

Ég vona að sem flestir láti heyra frá sér, karlmenn og konur. Því fleiri sem senda þeim beiðni/kröfu um að lyfið sé tekið af skrá því betra!

 

Lyfjastofnun Ríkisins

Svefnlyfið Flunitrazepam hefur enga jákvæða virkni fyrir þá sjúklinga sem neyta þess fram yfir þá tugi annara svefnlyfja sem eru á lyfjaskrá.

Virka efnið í lyfinu hefur þó þau neikvæðu áhrif að af því skapast algjört minnisleysi og getuleysi til að greina umhverfi sitt. Þessi atriði hafa valdið því að lyfið hefur þann vafasama heiður að vera þekkt sem "nauðgunarlyf" (Date-Rape). Lengi hefur tíðkast, hér á landi sem annars staðar, að lauma því í drykki kvenfólks til að ná fram áðurnefndu minnis- og getuleysi og ef allt fer samkvæmt áætlun fylgir nauðgun í kjölfarið. Það er nánast ógerlegt fyrir fórnarlamb þessa að kæra til lögreglu sökum minnisleysis.

Árið 2006 var Flunitazepam ávísað í ríflega 11.000 skömmtum. Þar sem lyfið hefur enga sérstöðu til bóta fyrir þá sjúklinga sem nota það fer ég þess á leit að Flunitrazepam verði tekið af lyfjaskrá hér á landi hið snarasta.

Öryggi stúlkna/kvenna hlýtur að vega þyngra en svo að nauðsyn teljist til að hafa þetta hættulega lyf í umferð

Virðingafyllst


Dagur tvö.....

.....enn veik. Fór ekkert í vinnuna í dag! Nenni ekki að sitja þar raddlaus með tár á hvarmi......

Svei því hvað mér leiðist!! Sjónvarpsdagskráin gæti drepið mann úr leiðindum, hvað þá konu sem er veik fyrir......... Er að bíða eftir að dr. Phil byrji. Spáið í það!!!!

Sendi danskinum mynd af mér úr hlaupinu, aðeins að monta mig, hann svaraði m.a.: Du ser da ufattelig frisk ud....." sem gæti útlagst eitthvað á þessa leið: "Þú lítur frísklega út og virkar alls ekki feit......"

marathon

Tounge


Veikindi og video

01 Ég er veik í dag, fór ekki einu sinni í vinnuna. Ákvað að vera heima og hósta í einrúmi......

Tók mér sumarfrí á mánudaginn. Fann svo aðfaranótt þriðjudagsins að í mig var að hellast hálsbólga og hiti en ákvað að fara samt í vinnuna - sem betur fer - því sæti bílstjórinn minn kom, örugglega bara til að sjá mig...... hefur sjálfsagt frétt af hinum fallega hlaupastíl og nýju klippingunni. Gúd njúvs travel fast. Ekki satt? Tounge

Var að horfa á What the bleep do I know - loksins. Margt þar..... Sérstaklega var ég heilluð af dr. Emoto og vatninu hans, enda er ég hafmeyja í álögum!

Er að spá í að leggja mig..... eða lesa...... eða bæði!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.