Færsluflokkur: Bloggar

Mér finnst rigning góð

Var komin út klukkan hálfsex í morgun. Við gengum rúntinn okkar í gegnum grasið, upp með á, í ausandi rigningu. Alveg ausandi..........

Komum svo heim, hundblaut LoL og ég stormaði í leikfimi. Rosalega var gott að standa undir heitri sturtunni.

Skundaði svo í vinnuna og er rétt að verða nógu þurr til að geta farið út aftur........

Ætli það sé mjög áberandi ef ég sit hérna sofandi? Tounge Annars er ég ekki þreytt, allavega ekki enn. Fór svo snemma í háttinn í gær. Sé á öllu að ég er efnilegt gamalmenni. Skundaði svona líka kinesiologiskt - (sem ég hef ekki hugmynd um hvernig mundi útleggjast á áskæra ylhýra, sá þetta bara á blogginu hjá Björgu og af því að ég er svoddan orðasökker, heillaðist ég gjörsamlega..........) á eftir hvutta sem skildi ekkert í þessum asa. Venjulega er ég að lötra þetta á eftir honum.

Gat allavega sleppt upphituninni í leikfiminni í staðinn.

 


Enginn...

...dr. House í kvöld. Í mótmælaskyni er ég farin í rúmið með Ævari Erni Jósepssyni. Er að lesa Blóðberg Wink svona til að fyrirbyggja misskilning.

Þarf hvort sem er að vakna kl. 05:30 í fyrramálið...........ef ég tæki Pollýönnu á þetta - sem mér er meinilla við, því hún höndlaði ekki sín eigin vandamál, þótt henni þætti voða einfalt að ráða fram úr annarra manna bömmerum.

Hnuss!!! Það geta allir gert - með einari.............

Fór heim í hádeginu í dag, átti stefnumót við Labbakút! Kona, sem átti leið hjá þegar við fórum út að míga, sagði mér m.a. í óspurðum fréttum að þrílitir kettir væru alltaf læður og grábröndóttir kettir væru allaf fress..... Þetta vissi ég ekki, svona getur maður orðið margs fróðari bara við að míga úti. Mæli með því að þið prófið LoL

Góða nótt


Well

....búin að baða mig, taka til, mála mig og túbera hárið W00t Gefa börnin og koma hundinum í pössun..... LoL

Sumsé allt að verða tilbúið fyrir Dr. House!!

Ekkert af því sem skeði í dag gat spillt þeirri tilhlökkun..............


Tilhlökkun......

Vaknaði með fiðrildi í maganum. Veit ekki af hverju en það er jafn dásamlegt samt að finna svona tilhlökkun.......... Yndislegt að vakna svona snemma - eiginlega áður en heimurinn vaknar.

Þarf að fara í blóðprufu í dag. Æðarnar á mér eru svo vel faldar að það bregst ekki að það þarf að stinga þrisvar áður en hægt er að ná einhverju úr mér. Enda nízk að eðlisfari........Cool

Bændur í göngum og styttist í réttir!!

Vona að þig eigið góðan dag. Ég finn það á öllu að minn verður það

 


Ég er....

.....algjörlega búin á því. Klukkan er rúmlega níu og ég hef verið vakandi í næstum 16 klst.

Sundleikfimin byrjaði í morgun og ég var mætt fyrir utan Sundlaugina þegar klukkuna vantaði 20 mín. í sjö. Þá var ég búin að fara út að labba með labbakút í uþb eina klukkustund.

Hann fór í sprautu og fékk ormatöflur í gær. Það þýðir að hann er frekar órólegur í sólarhring á eftir. Með magakveisu og ónot. Skinnið litla.

Eníveis. Ég ætla að hafa það eins og gamla fólkið núna og fara að sofa.

Góða nótt


Sunnudagur - framhald.....

Skondraðist út á benzínstöð áðan að sækja mér blaðið. Labbakútur kom með, er að íhuga að kenna honum að fara einum og sækja blaðið....... Wink Notuðum ferðina og fórum með gömul blöð í blaðagáminn.

Á meðan ég var að festa Stubbinn við blómagrindina hjalaði ég áhyggjulaust við hann um allt og ekki neitt. Hann er nefnilega haldinn aðskilnaðarkvíðaröskun......

Þegar ég svo lít upp, stóð afskaplega myndarlegur maður við hlið mér og horfði á okkur, brosti út að eyrum og sagði: "mikið ertu fallegur". Þar fauk sú hugmynd mín að veiða menn með því að fara út með fallega hundinn. Þessi sá allavega ekkert nema hann............... LoL

Sá virkilega fallega dráttarvél, nýuppgerða MF þrjátíuogfimmu þegar ég kom út með blaðið. Spjallaði aðeins við eigandann og hrósaði honum fyrir vel unnið verk. - Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að ég tæki einu sinni eftir því þótt þarna stæði gamall traktor, hvað þá að ég hefði vit á því að hann væri uppgerður? Ekki ég, svo mikið er víst - Frekar fyndið finnst mér..........

Kom svo heim aftur og fór að búa til eplaköku - var að strá kanelsykrinum yfir þegar ég heyrði dimman suðsöng. Leit í kringum mig og sá geitunga sveima um eldhúsið. Tók nettan hryllingsdans um húsið og ákvað að henda þeim svo báðum út. Sem hagsýn húsmóðir sá ég fram á að það væri ódýrara til lengri tíma!!

Hitti svo konuna sem býr í kjallaranum í þvottahúsinu skömmu síðar og sagði henni frá spennuþrungnu andrúmsloftinu á hæðinni. Hún upplýsti mig um að þeir hefðu komið rakleiðis inn til hennar, þegar ég var búin að henda þeim út!!

Nú sit ég inni í fallegu haustveðri, með alla glugga lokaða og allar hurðir læstar og íhuga hvort ég geti nokkurn tíma opnað eitthvað aftur. Held ekki - ekki nema sæti strákurinn frá benzínstöðinni komi og banki upp á hjá mér.

W00t


Sunnudagar...

....eru beztu dagar vikunnar. Fer ekki ofan af því!!

Bjó til kærleiksbollur að hætti Flórens í gærkvöldi Wink Fannst það nafn hæfa svo deginum. Núna eru þær að lyfta sér á meðan ofninn hitnar. Ætla svo að baka eplaköku Mörtu á eftir.

Vaknaði í býtið og við hvutti fórum í labbitúrinn okkar. Það var nú fremur svalt - enda erum við svöl.....LoL Stöku úthaldsgóður skemmtimaður á leið heim, annars ekki sála á ferli.

Nú ætla ég að rölta mér og sækja blaðið og lesa um hörmungar heimsins á meðan ég gæði mér á kærleiksbrauði með sultu og osti. Það verður að vera jafnvægi á hlutunum.......

Góðar stundir


Undarlegur dagur....

....er að kveldi kominn!!

Ég sat hálfsofandi yfir sjónvarpinu í gærkvöldi þegar það var bankað. Ég fór til dyra og úti stóð kona sem sér um Hvítasunnusöfnuðinn sem er í næsta húsi. Hún bauð mér að koma á það sem þau kalla Jesúkonur á Íslandi. Sagði mér að þarna hittust konur, borðuðu saman morgunmat og spjölluðu. Ég þakkaði fyrir boðið og hélt áfram að dotta yfir sjónvarpinu.

Í morgun vöknuðum við Labbakútur fyrir allar aldir í morgungönguna. Gengum úti í blíðskaparveðri í góðan klukkutíma. Alein í heiminum..... allavega til að byrja með. Rákumst á mann og annan á leiðinni heim. Yndislegur tími svona eldsnemma á morgnana þegar heimurinn sefur. Kom svo heim og steinsofnaði aftur þegar drengurinn var farinn af stað í vinnuna. Vaknaði svo rétt fyrir klukkan 10 og ákvað að skella mér á morgunverðarfundinn.

Gekk með hálfum huga upp stigann í salinn þar sem ég heyrði skvaldur og mas. Þegar ég var alveg að verða komin upp gekk Guðrún hjá, sú sem kom til mín í gærkvöldi. Afskaplega indæl stúlka, geislar af henni gæzkan. Hún bauð mig velkomna og ég settist og fékk mér rúnstykki og áður en ég vissi af var ég farin að spjalla við hinar konurnar við borðið. Þetta var afskaplega kærleiksrík stund svo ekki sé meira sagt. Mér varð eiginlega um og ó og ekki laust við að ég hugsaði - þó með smá skömmustuívafi - í hvað ég væri eiginlega komin...... Stundin endaði á því að ein konan dró upp gítar og söng og allar hinar sungu með og svo var sameinast í bæn. Það var þá sem ég hélt ég væri komin í eitthvað vafasamt. Ákvað samt að reyna að vera fordómalaus og tókst bara ágætlega held ég! Allavega - ekkert slæmt við kærleika og um að gera að innbyrða nóg af honum. Ekki satt?

Þegar ég fór, faðmaði kærleiksstúlkan mig að sér og bauð mér að koma endilega aftur.

Dagurinn hefur svo farið í að gera sem minnst á sem lengstum tíma - sem er jú það sem ég geri bezt.

LoL

 


Einu sinni var......

Rifjaðist upp í morgun fyrir mér svolítið sem henti mig á árum mínum sem skvísa.....

Þannig er að án gleraugna sé ég.......tjah það er hægt að orða það þannig að ég sjái afskaplega takmarkað í kringum mig án þeirra Cool Sleppur þó alveg til í umhverfi sem ég þekki.

Eitt sinn tók ég að mér það óeigingjarna, en þó gefandi verkefni, að kíkja á strákana á Akureyri Wink og þurfti m.a. að skreppa í sundlaugina þar.

Eins og lög gera ráð fyrir geymdi ég öll verðmæti í afgreiðslunni, þar á meðal gleraugun - bæði vegna þess að þau flokkast undir verðmæti og ekki síður vegna þess að skvísur fara EKKI í sund með gleraugu. Skondraðist svo inn í búningsklefann.

Trítlaði svo niður stigana á leið minni út. Þá vildi ekki betur til en svo að einhvers staðar á leiðinni tók ég ranga beygju og gekk inn í búningsklefa karla!!!

Ég er enn hálfsúr að hafa ekki verið með gleraugun. Efast um að betra rannsóknarfæri á norðlenzkum karlmönnum hafi gefist fyrr eða síðar........

Tounge


Rabbarbarapæ indíánahöfðingjans!

Ætla að vera heima í dag. Borða rabbarbarapæ með rjóma eða ís í morgunmat og drekka indíánate með hunangi, nú skal barist við sýklana til síðasta manns. Einn fyrir alla og allir fyrir einn!!

Úti er kalt og hráslagalegt, það fann ég þegar við litli kútur gengum upp með á í morgungöngunni okkar. Var samt klædd í næstum öll mín útiföt. Fanney keyrði hjá á leið sinni í vinnu og flautaði léttlyndislega, þegar við vorum næstum komin heim aftur.

Bezt ég opinberi það bara strax Fanney! Ég var ekki drukkin!! Get bara ekki staðið á einum fæti og nuddað stírurnar úr augunum í leiðinni........

Kann ekki heldur skil á hægri og vinstri. Mikið létti mér þegar ég uppgötvaði að Magga systir veit það ekki heldur. Ég hef alltaf reynt að dylja þetta svolítið, tekið bara sjensinn þegar einhver segir: "....til hægri hér......" eða: ".....svo beygirðu næst til vinstri....." Ég meina það eru 50% líkur á að ramba á rétt! Svo kemur bara í ljós að þetta er fjölskyldusjúkdómur LoL

Eigiði góðan dag yndin mín

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.