Björn Bjarnason

Ég er atvinnulaus hálfan daginn.... Hinn helminginn af deginum vinn ég hjá einhverjum af bestu byggingaverktökum Suðurlands. Ég sagði meira að segja, um daginn þegar hringt var að rukka einhvern fjárann, að þeir væru bara svo indælir að það ætti ekki að rukka þá! Það virkaði Tounge

Það eina sem dregur mig niður eru öll þessi nei sem ég fæ við atvinnuumsóknum. Við síðasta nei varð ég til dæmis svo þreytt að ég svaf allan daginn. En það hlýtur að komast upp í vana - að fá nei alltsvo. Annars hætti ég bara að sækja um vinnu og einbeiti mér að því að framfærsluvísitalan verði reiknuð út svo hægt sé að lifa af þessum bótum! Cool

Það er ekki alslæmt að vera atvinnulaus - allavega ekki hálfan daginn! Eftir hádegi get ég til dæmis gert marga hluti sem ég var alltaf að rumpa af í "góðærinu" vegna þess að þá var ég alltaf að flýta mér. Nú hef ég tíma til að njóta samvistanna við sjálfa mig og Ljónshjartað. Ég fer í langa göngutúra eða rix......um hábjartan dag, ég baka, ég fer á nytjamarkaðinn eða í bókasafnið og hef bara pretty góðan tima. Ég hef líka farið í súpu í hádeginu í næsta hús þar sem opnuð hefur verið þjónustu og nýsköpunarsmiðja fyrri atvinnulausa.  Á morgnana og eftir hádegi eru fyrirlestrar og námskeið af ýmsu tagi. Þarna er upplagt tækifæri fyrir atvinnulausa að hittast og forðast félagsfælni. Í dag var ég til dæmis á námskeiði um græna garðyrkju og hvernig ég gæti úbúið moltukassa í garðinum hjá mér.

Það sem undrar mig hinsvegar er að ég var sú eina sem mætti! Ekki að það hafi verið neitt slæmt - ég réði algjörlega umræðuefninu og fór náttúrulega inn á alla þá þætti í garðyrkju sem ég hef áhuga á og lét hina bara eiga sig. Ég var virkilega margs fróðari eftir daginn.

Hvar eru þessir ríflega þúsund manns sem eru á atvinnuleysisskrá hér? 


Brúðkaupsþátturinn Ó-Nei!

Ég var að koma yfir Heiðina. Hrikalega var hvasst undir Fjallinu - einar þrjár hestakerrur lágu þar á hliðinni!

Ég get alveg sagt ykkur það, svona í trúnaði, að mömmusinnardúlludúski var ekki skemmt þegar ég sagði honum hvaðan ég hefði verið að koma....

sany0279_807787.jpgÉg fór nefnilega með fríðu föruneyti á Brúðkjólasýningar - það styttist jú í D-dag -  og sagði litla snúllanum að honum væri nær að vera heima öðru hvoru og reyna að kynnast manninum sem hann ætti eftir að kalla "pabba" Happy um ókomin ár!

Þeir eru enn að hlæja að því, vinir hans, hvað hann fölnaði.........

Ást í krukku Kissing


Spurt er

EF ég get haft illan bifur á einhverju eða einhverjum....

....get ég þá líka haft góðan bifur?

 


Rix

Ég hef tekið upp nýtt göngulag - það kallast rigs og framkallar miklar harðsperrur í magavöðvum W00t kannski mest vegna þess að ég er að reyna að flissa ekki upphátt að sjálfri mér þar sem ég rixa eftir árbakkanum í myrkrinu - ég meina, ekki vil ég byrja daginn á að særa sjálfa mig.......... Tounge

Rigsið er þannig að naflinn er dreginn inn - alveg austur að hrygg, rassinum er slakað upp um nokkrar tommur, axlirnar eru slakar og hálsinn langur...... og svo sveifla ég höndunum þannig að hermenn austur í Kína yrðu stoltir af að þekkja mig! Ljónshjartað eltir mig lafmóður en nær engum takti - enda stoppar hann við hvern staur til að lyfta fæti............

Ég mæli með því að þið prófið! Það gerir engum illt að flissa aðeins að sjálfum sér þegar enginn sér til Tounge 

Svo hef ég ákveðið að konan í færslunni hér aðeins neðar - sú sem kom upp þegar ég gúgglaði mig á sjálfshátíðardeginum - hún verður fengin til að leika mig þegar hetjumyndin um mig verður gerð! Það er svo þægilegt - sama nafn..... svipaður vöðvamassi...........

Hver verður fenginn til að leika þig?


Einn af þeim....

Ég vaknaði snemma, fékk mér banana og morgunsnafsinn, nýkreista sítrónu! Alltaf gott að byrja daginn súr í bragði.....

Fór svo í langan göngutúr með Ljónshjartað. Úti er glampandi sól, snjórinn glitrar og sindrar og hálkan er minni en ég hélt. Ég uppskar svo svakalegan hausverk af allri þessari árans ekkisens útiveru og hreysti að mér finnst eins og hausinn á mér sé að klofna...... Þetta ætti að kenna manni að sofa bara lengur og borða frekar kók og cocopuffs í morgunmat Tounge

Í hverfisversluninni var kortinu mínu hafnað með þeim skilaboðum að innistæða væri ekki næg W00t en ég var svo stálheppin að næsti maður í röðinni var leynilögreglumaðurinn á frívakt og hann lánaði mér aur. Kemur sér stundum vel að þekkja ríkisstarfsmenn Happy

Og úr því að ég er á annað borð örg þá tilkynnist hér með að ég á erfitt með umbera það þegar fólk bloggar og sendir svo bloggið sitt í skilaboðakerfinu til bloggvina sinna. Héðan í frá fá þessir aðilar sömu meðferð og rasistarnir fengu hjá mér hér um árið. Þeir verða lækkaðir í bloggvinaröðinnni og á endanum lenda þeir út af honum!

Ætla að fleygja mér undir rúm og athuga hvort ég lagast ekki - allavega af hausverknum. Á meðan - taktu tvær magnyl Sideways


Google

Ég gúgglaði mig......

....þetta kom upp!

 

Ég persónulega er ánægðust með mig þegar hún stígur á pallinn..........

Tounge


Björn Bjarnason

Ég er búin að vera með lag á heilanum í allan dag en það var ekki fyrr en nú undir kvöld að ég áttaði mig á því að ég botna ekkert í textanum. Hugsanlega man ég ekki textann rétt - það hefur komið fyrir mig stöku sinnum áður......... ef svo er gef ég út plötu með mismunuðum textum Tounge

Textinn sem ég hef sönglað með sjálfri mér og hamingjunni í allan dag er svona: "Ég er seinheppinn maður, það sést bezt á því, hve sjaldan ég dett og fer á fyllerí.........." Held að Vilhjálmur Vilhjálmsson hafi sungið þetta á sínum tíma. Allavega syng ég þetta eins og hann.......

Nú er mér spurn - hvernig getur það flokkast undir seinheppni að detta sjaldan? Annað hvort er ég að misskilja orðið seinheppinn og þá líklega líka orðið seinþreyttur - að vera, eins og ég Tounge seinþreyttur til vandræða, hélt ég til dæmis að þýddi að það mætti bjóða mér ýmislegt áður en ég yrði til vandræða alveg eins og ég stóð í þeirri trú að það að vera seinheppinn þýddi að vera sjaldan heppinn........

....ef hins vegar það að vera seinheppin þýðir að detta sjaldan þá þýðir líklega það að vera seinþreyttur að verða ekki þreyttur fyrr en snemma á morgnana.....

Still following? Ekki?

Þið getið kannski leiðrétt textann fyrir mig svo ég geti sungið hann rétt á morgun. Muniðið eftir laginu: Aha - ójá, eins var líka settur hæll undir tá?

Tounge Náði ykkur!

 


Flokkum og skilum.....

Mér var boðið í teiti í gær - sem ég að sjálfsögðu mætti í! Þangað var boðið þeim sem vissu póstnúmerið á Króksfjarðarnesi - án þess að gúggla það og svo einum sem er hvorki á facebook né blogginu!

Jamm - það er Dúa sem á svona undarlegan vin W00t

Það var þrusugaman. Dúa dansað á ræmunni og allir sögðu neyðarlega sögu af sjálfum sér. Ég var svo að hugsa þegar ég keyrði heim yfir fjöllin sjö - maður leggur ýmislegt á sig, sjáðu til, til að mæta í partý - að ég hafði alls ekki sagt neyðarlegustu söguna mína. Enda var hún vitlaust flokkuð......

Þannig var að ég átti einu sinni vinkonu, áherzlan er á einu sinni, hvers vinkona hafði keypt sér sundbol í gegnum svona..... hvað heitir það nú aftur.... pöntunarlista! Hún fór aldrei í sund þannig að hún gaf vinkonu sinni bolinn, sem fór heldur aldrei í sund og fannst upplagt að gefa mér bolinn - því ég er jú hafmeyja og alltaf í sundi.

Ég tók við bolnum, þakkaði fyrir mig og fór í sund og synti nokkrar ferðir. Það var hinsvegar ekki fyrr en ég var á leiðinni í heita pottinn að ég tók eftir því að bolurinn var búinn þeim fágæta eiginleika að verða ósýnilegur þegar hann blotnaði!

Ég skannaði í hendingskasti möguleikana sem ég hafði í stöðunni og gerði svo það eina sem hægt var að gera. 

Ég lét eins og ekkert væri eðlilegra en vera í ósýnilegum sundbol í sundi! Ekkert........ Ég er náttúrulega heimskona og svo þurfa hafmeyjar ekkert endilega að vera í sundbol Tounge

Ég á sundbolinn ennþá ef ykkur vantar einhvern tíma sönnun á því að þið séuð heimskonur.....


Efni

Ég rakst á stafsetningarvillu í bók sem ég var að lesa og fékk þessa líka frábæru hugmynd um hvað ég gæti búið til mörg orð úr einu * efni *

ef...

en...

nef...

nei...

fen...

nefi..

feni..

efi..

fin.. - þið munið eftir La-Linea-di-Osvaldo-Cavandoli

ein..

Svo ætla ég að útfæra conseptið og skrifa bók með því að raða þessum orðum saman. Stefni á að gefa hana út fyrir páska!

Er ég að gleyma einhverju orði?


Skemmtum okkur innanlands.

Var að lesa moggann í morgun. Þar fletti ég mig að heilsíðuauglýsingu frá einhverju flugfélagi sem vill að ég skemmti mér innanlands.

Auglýsingin er mynd af fjölskyldu þar sem mamman situr svo ógesslega happí, pabbinn er nördaútgáfa af út og suðurkallinum og börnin eru merkt með stað og ártali. 

Það getur vel verið að mömmunni finnist hrikalega gaman að vita af syni sínum barnungum á þjóðhátið og hinum börnunum á Ísafirði, Egilsstöðum og Akureyri á meðan hún nördast með kallinum heima. En - hafa börnin eitthvað gaman af að fljúga innanlands?

Hvar er barnaverndarnefnd?

Maður spyr sig........

Á morgun tek ég fyrir auglýsinguna um Valentínusardaginn - hvar karlmaðurinn á að sýna samúð, hugrekki og rómantík!

Lifið heil!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband