Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Ég var að koma af kóræfingu...

...og allt í lagi með það - nema þar sem ég sat þar og söng sálma á fullu gasi datt mér allt í einu í hug strákurinn sem ég var að deita þegar ég var skvísa í Borg óttans. Ég kallaði hann bakardrenginn vegna þess að hann var að læra að verða bakari. Voða sætur strákur með dökkar krullur og fallegt bros. Hann átti barn - man ekki hvort það var strákur eða stelpa, enda málinu alls óviðkomandi.... en sum sé, ég fór að velta því fyrir mér hvort hann væri staddur á Sauðárkróki að baka iðnaðarsaltskökur og brauð Tounge Svona er maður nú undarlega innréttaður. 

Og talandi um gas - ég var að hlusta á virka morgna á rás2 í morgun, góður þáttur þrátt fyrir að Andri - sem ég er ákveðin í að láta uppáhaldsfrænku mína giftast, vegna þess, eins og ég sagi henni, mér finnst hann svo skemmtilegur og ég verði að geta haft fun í jóla- og allskynsboðum fjölskyldunnar... hún var minna spennt en það kemur málinu ekkert við. Í þættinum í morgun var spurningakeppni stéttarfélaganna eða eitthvað þvíumlíkt og ein spurningin var: "Hvað eiga Hitler og Bretaprins sameiginlegt?" Ég flissaði hástöfum þegar annar keppandinn svaraði í gizkunarlíki: "Háan gasreikning?" Ætli ég þarfnist einhversskonar meðferðar? Ég - sem var gyðingur í fyrra lífi og náðist næstum í Svíþjóð af Stormsveitarforingjanum Heinrich Himmler! W00t


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.