Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Hingað og ekki lengra!

Ég er seinþreytt til vandræða - enda dagfarsprúð með eindæmum - en nú er komið nóg!

Endalaust hjal um samdrátt og efnahagslegar lægðir, "Ísland er að sökkva!!" eru feitletraðar fyrirsagnir í stríðsfréttastíl! Hvert sem ég lít er dökkklætt fólk og andlit með jarðarfararsvip að tilkynna mér að hinar og þessar hörmungar séu yfirvofandi!

Hafiði spáð í hvað þetta gerir fólki? Ha? Hafiði horft á börnin ykkar nýlega? Framtíð þessa lands lítur út eins og hún beri allan heimsins vanda á herðum sér. Lotin og þungstíg! Ísland er að sökkva!! Fuss og svei!! Hvað þýðir svona fyrirsögn í heimi barna? Þau búa jú á eyju!! Hafiði hugsað út í það?

Nú er mál að linni. Hættum þessum helvítis barlómi! Hverju breytir það hvort öll fargins þjóðin þjáist af þunglyndi? Hverju breytir það hvort ég veit að staðan er svona eða hinssegin? Ég hef ekki bolmagn til að breyta neinu! Ekki lækka ég vextina....... Áttiði ykkur á því? Ég hinsvegar borga þessu liði þarna í höfuðstöðvunum laun, og hef ekkert verið neitt sérlega mikið að skera þau við nögl! Í staðinn ætlast ég, fjandakornið, til þess að þau skili mér einhverju vitrænu og það fyrr en síðar! Annars rek ég þau! Ég kann það - eða.... ég veit allavega hvernig á EKKI að reka fólk..... Tounge

Mér er skapi næst að senda Geir og vini hans inn í herbergi og banna þeim að koma fram fyrr en þeir eru orðnir almennilegir! - les. þegar GHH hefur eitthvað annað að segja en "Kæru landsmenn.... ég þarf að loka hurðinni....."

Það má svo hnakkaskjóta sökudólgana síðar! 


Dónt vorrí beibíííííí

Frábær dagur er að kveldi kominn!

Elska svona daga þegar er brjálað að gera - ég stanslaust í símanum og fólk í biðröð fyrir utan..... og Bónus í næsta húsi Tounge

Skyggði samt örlítið á annars góðan dag þegar forsætisráðherra lýsti sig ráðþrota varðandi íslenzkt efnahagslíf og ég fékk aðeins í magann þegar hann ávarpaði mig sem Kæran Landsmann W00t - hélt eitt augnablik að hann ætlaði að frysta spariféið mitt en létti aftur þegar ég áttaði mig á því að ég á ekkert sparifé til að frysta og Geir hefur alltaf verið ráðþrota....... þannig að beisiklí er staðan óbreytt! Nú bíð ég bara eftir því að mömmusinnardúlludúskur komi heim svo ég geti staðið þétt við bakið á honum..... Haldiði að hann verði orðinn soldið pirraður á mér um áttaleytið? Cool

Ætli ég eigi nóg rafmagn niðri til að þvo eina vél? Wink


Ég ætla að verða....

....almannatengslafulltrúi þessarar ríkisstjórnar þegar ég er orðin stór! Nú verð ég bara að flýta mér að verða stór...........

"Það eina sem ég hef að segja er að ég þarf að loka hurðinni........." Sagði forsætisráðherrann W00t Ég sver við það við allar mínar vættir að ég hefði sagt honum að segja eitthvað gáfulegra........ ef hann hefði verið búinn að ráða mig sem PR fulltrúa, sem hann náttúrulega ekki er - hann veit ekki að ég er hér..... Tounge

"Hamstrið matvæli" segir forstjóri Bónus verslana... það mundi ég líka segja ef ég væri sá mæti maður - en common hamstra hvaða matvæli? Kornfleks og haframjöl? Hver nennir að lifa á því? Ég tek ekki þátt í þessari vitleysu - ekki frekar en fyrri daginn - enda rekst ég svo illa í hóp!

Ég er alveg ákveðin í því að ef matvæli klárast í Bónus þá fer ég í Kaupfélagið og kaupi íslenzkt nautakjöt! Ég gerði það til dæmis í dag.........

...leit ekki við erlendu nauti á niðursettu verði - enda hefur mér lengi þótt vænt um innlenda bændur InLove

Ég ætla fjandakornið ekki að fara til andskotans og vera svöng á leiðinni!

Já! Ég segi eins og konan þarna í útlandinu um árið og meina það alveg jafn vel og hún.....  "Gefið fólkinu þá kökur........" 

Þið áttið ykkur á því að allt efni á síðunni er höfundaréttarvarið! Ef ég finn ykkur vinnandi sem almannatengslafulltrúa þá lögsæki ég ykkur! Ég veit líka hvar þið eigið heima....... Tounge

Ég sver´ða ég gæti unnið fyrir mér sem handrukkari í dauða tímanum - ef ég bara hefði einhvern!  


Hvar varst þú...

....kl. 15:45 þann 29 maí sl.? Er yfirskrift pistils í Héraðsblöðunum í minni sveit. Þar sem Byggðasafn Árnesinga biðlar til fólks um að skila inn reynslusögum um upplifun sína í Suðurlandsskjálftanum!

Ég er að velta því fyrir mér hvort ég eigi ekki að grínast aðeins í sagnfræðingum framtíðarinnar og skila inn eins og einni sögu eða tveimur sem eru alls ekki byggðar á persónulegri upplifun minni af skjálftanum heldur helber skáldskapur út og í gegn? Gæti til dæmis skrifað rómantíker sem á upphaf sitt í skjálftanum og endar illa - svona sem smá frávik við ástarsögur nútímans...... sem fylla allar ungar stúlkur ranghugmyndum um lífið og tilveruna. Svo vakna þær til lífsins bitrar og beiskar um fertugt og skilja ekkert í því hvert líf þeirra fór..... Ganga jafnvel í kvennahreyfingu og kaupa Vikuna til að reyna að finna út hvað eiginlega varð um hamingjuna sem þeim var lofað W00t

Nei!! Þetta er ekki dæmisaga úr mínu lífi! Ég vaknaði miklu fyrr og er löngu komin yfir það Tounge

Ég hef líka velt því fyrir hvað fornleifafræðingar framtíðarinnar haldi þegar þeir grafa sig - einhvern tíma í fjarlægri framtíð - niður á beinagrindur nútímans með þráðlausan fjarskiptabúnað á eyranu W00t Það er enginn maður með mönnum nema hann strunsi um götur bæjarins í kvöldgöngu með þennan búnað á höfði, spjallandi hástöfum við mér alls ósýnilega vini og kunningja. Enda stend ég mig oft að því að svara þessu sama fólki fullum hálsi, er jafnvel komin í hávaðasamræður þegar ég uppgötva að yfirleitt - og oftast nær - var ekki verið að tala við mig......Wink Sem breytir að sjálfsögðu ekki því að ég hef afgerandi rétta skoðun á því sem um er rætt - enda stútfull af skoðunum! Það má ég eiga að ég læt ekki taka mig í landhelgi skoðanalausa Tounge Ég er allavega ákveðin í því að láta grafa mig - ekki með hundinum mínum - heldur þráðlausa búnaðinn minn! Kemur líka svo handý inn ef og þegar ég þarf að hafa áríðandi afskipti af ættingjum framtíðarinnar!

Hvað ætli skrefið kosti? Og það sem skiptir kannski meira máli - allavega fyrir mitt bókhaldshjarta - hver borgar?

Friður sé með yður Tounge

 


PaYdaY

Svakalega er ég þreytt!!

....svo er mér líka kalt á tánum! Spurning um að drífa sig í  lopann..... W00t


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.