1.1.2010
Ég fór tiltölulega edrú að sofa
...og vaknaði því algerlega óþunn. Mig dreymdi bleikan himinn og það, gott fólk, þýðir bara eitt. Þetta ár verður mér gott! Enda nýja ártalið óendanlega krúttlegt.
Ég klæddi mig í öll mín útiföt og við Ljónshjartað fórum út að ganga í frostinu. Kötturinn lét sig hverfa eitthvað út í morguninn, sjálfsagt búinn að uppgötva að einhversstaðar í nágrenninu er einhver að gefa fuglaskara....... og tunglið glotti til okkar yfir fjallinu. Ég glotti kuldalega á móti og ákvað, úr því að ég væri svona vel klædd á annað borð, að fara lengri leiðina.
Það eru afar fáir á ferli svona snemma á nýársdag eiginlega bara ég og nokkrir krummar........... Þeir krunkuðu á staurum og buðu mér hæversklega góðan dag og gleðilegt ár. Ljónshjartað lét eins og hann sæi þá ekki - enda búinn að læra að Krummi er stríðinn.
Nú liggur Ljónshjartað og sefur í sófanum og Kisi steinsefur undir jólatrénu eins og hver önnur guðsgjöf
Mig langar hinsvegar í gott kaffi og feita rjómatertu og svei mér ef ég læt það ekki bara eftir mér
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Þetta verður ár Hrannar, ekki spurning.
Hafðu það ofboðslega gott í dag........ og alla daga.
Anna Einarsdóttir, 1.1.2010 kl. 13:07
Takk Anna
Hrönn Sigurðardóttir, 2.1.2010 kl. 09:35
Verði þér að góðu með tertuna Hrönn mín og megi þú eiga gótt nýtt ár með gleði og hamingju.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.1.2010 kl. 12:47
gleðilegt nýtta ár! Þetta verður örugglega frábært ár!
Vilma Kristín (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 13:58
Brrr...manni verður kalt við að lesa þetta...
Máninn hátt á himni skín, hrímfölur og grár..
Gleðilegt ár mín kæra vinkona.
Ragnheiður , 3.1.2010 kl. 00:27
Gleðilegt ár kæra bloggvinkona...þetta verður ár gleði og ástar...kærleika og jákvæðni...hamingju og heilla...drauma og ævintýra...þetta verður þitt ár...
Hafðu það sem best
Bergljót Hreinsdóttir, 3.1.2010 kl. 01:55
....og hrín við Hrönn
Takk stelpur og sömuleiðis óska ég ykkur gæfu og gengis á nýju ári
Hrönn Sigurðardóttir, 3.1.2010 kl. 12:53
Gleðilegt nýtt ár Takk fyrir frábær blogg á árinu .Nýtt ár kemur með skemmtilegum og spennandi ævintýrum og tækifærum.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 23:02
Gleði til þín mín kæra!
Það hefur verið yndislegt að fara út í brakandi umhverfið svona snemma á nýársdag. Þú býrð þá væntanlega yfir leyndarmálum framtíðar eftir að hafa átt leið um hrafnaþing með ljónshjartanu. Hvað sem öðru líður þá tippa ég á gott ár.
www.zordis.com, 4.1.2010 kl. 08:17
Gleðilegt nýtt ár
Marta B Helgadóttir, 4.1.2010 kl. 16:13
Mjög rómó saga......óþunnur er bara svo fjarlægt mér...þunnur að eðlisfari skilurðu...þetta verður gott ár!
Gulli litli, 4.1.2010 kl. 19:22
Mjög rómó Gulli litli........ ;) Þetta verður óhuggulega gott ár!
Smjúts á ykkur stelpur mínar
Hrönn Sigurðardóttir, 4.1.2010 kl. 19:39
Búin að bíða eftir þessum góðu draumum sem eiga að koma á nýju ári en það bólar ekkert á þessu hjá mér. Bara leiðindi. Æluvesen alla daga og mikið helv. líður mér illa þessa dagana. Mætti halda að ég væri ólétt, það er ég svo sem ekki neitt létt á mér, en ólétt neip löngu hætt á túr heheh................
Ía Jóhannsdóttir, 6.1.2010 kl. 13:17
...og við þökkum Íu fyrir þessar upplýsingar um leið og við útnefnum hana konu ársins ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 6.1.2010 kl. 13:37
Klapp klapp klapp klapp.
Anna Einarsdóttir, 6.1.2010 kl. 23:04
Hefði verið gaman ef Ía væri bomms ..... En ég klappa með Önnu ..... Svona dæmigerð Bítlastemming í þessu partý-i.
www.zordis.com, 10.1.2010 kl. 16:53
Bleikur himinn er fyrir góðu! Nú fer ég að vera næstum uppá hvern einasta dag í bæjarfélagi þínu og þá fer mig að skorta afsakanir yfir að koma og kíkja á þig í heimsókn!
Garún, 12.1.2010 kl. 12:38
Hey Garún. Það væri súrt ef þú kæmir ekki og kíktir. Ég frétti af þér í kjötbollum í fyrra hjá vinkonu minni.......... Ég toppa það ábyggilega ekki en get allavega boðið upp á kaffi úr frystinum.
Hrönn Sigurðardóttir, 12.1.2010 kl. 18:41
Ó guð minn góður þessar kjötbollur voru snilld....ég eeeellllssskkkaaa kjötbollur. Og ætla meira að segja áð fá mér svoleiðis í kvöld....
Garún, 13.1.2010 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.