Hvað boðar blessuð nýárssól?

Það styttist í að ég komist í vatnsfimi á ný! Staðan er þannig að mig langar í sund ca þrisvar á dag - eingöngu vegna þess að ég má ekki fara í sund. Hvernig ætli standi á því að allt sem er bannað er svona ómótstæðilega freistandi? Mér hefur meira að segja dottið í hug, svona alveg nýverið, að versla í Bónus eftir lokun.... spara bæði tíma og peninga....... Ætli sé ríkjandi í mér glæpagen? Það kemur sér þá vel að ég bý í nágrenni lögreglustöðvarinnar. Umhverfið breytist allavega ekki ýkja mikið ef mér er stungið inn...... Svo eru þeir þá líka orðnir svolítið vanir mér, mennirnir með bláu ljósin Tounge

Það styttist líka í nýtt ár - 2010 - alltaf svolítið spennandi þó ég sé í eðli mínu alfarið á móti breytingum. Mér finnst þessi tala líka dulítið spennó..... 20 og tíu! Hvað boðar hún?

Hér drundu ýlur og semíflugeldar í gærkvöldi, fyrsta daginn sem flugeldasalar höfðu opið. Hundar másuðu og hvásuðu og ætluðu að blása húsið um koll á milli þess sem þau földu sig undir borði og pilsfaldi. Þau róuðust ekki fyrr en ég rifjaði upp fyrir þeim söguna af litlu hundunum í Kazakstan sem feta sig á milli jarðsprengna á meðan bombur duna allt um kring. Kattarósminn lét sér hinsvegar fátt um finnast, læddi sér út og leit hæðnislega á mig þegar ég varaði hann við því hvaða árstími væri. Ég er ekki frá því að það hafi vottað fyrir smááááá fyrirlitningu í hægra auganu um leið og hann lét sig hverfa niður tröppurnar og út í myrkrið.

Hann var ekki alveg jafn kokhraustur þegar við Ljónshjartað fórum út að míga nokkru síðar og tókum á móti honum í loftköstum! Ég er náttúrulega þetta þroskaðri en kötturinn og stillti mig um að svara honum með sama viðmóti en sagði honum í staðinn söguna um stígvélaða köttinn í ööööörlítð breyttri útgáfu.......

Við huggum okkur við það, hér í dýragarðinum, að það er eins með áramótin og annað - þau líða hjá.... að lokum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

hahaha.  já hún Rósa Anúbis sá sína fyrstu flugeldasýningu áðan í Hafnarfirði og henni þótti hún vægast sagt ógeðsleg og viðbjóðsleg.  Titraði og skalf og gelti í átt að sprengjunum.  Er að spá í að fara á morgun og kaupa nokkrar sprengjur og venja hana við í rólegheitunum.  Annars hvað á ég að gera.  Ég hef einmitt bara átt ketti sem sofa uppí rúmi yfir áramótin. 

Garún, 29.12.2009 kl. 23:24

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ferðu út að míga ? 

Anna Einarsdóttir, 30.12.2009 kl. 00:04

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hann Úlli minn þorir varla út að míga næstu daga, við verðum allavega snögg.  Hann hleypur út í garð og hraðpissar og kúkar og dregur mig svo inn á ofurhraða.  Kisurnar mínar láta sér fátt um finnast og eru ekki stressaðar um áramót. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.12.2009 kl. 00:43

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þegar ég átti hund fékk ég alltaf róandi töflu fyrir hann hjá dýralækninum.  Kisunum er ins vegar meira sama, eða allavega duglegri að láta sig hverfa.   En takk fyrir enn einn óborganlega pistilinn Hrönn mín...... glæpagen hehehe

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2009 kl. 15:16

5 identicon

 Anna góð.Gamli Labradorinn minn var í stuði á gamlárskvöldi og við vorum í vandræðum með að skjóta upp fyrir honum.Hann vildi "drepa"alla flugelda sem hann sá í flöskum eða á uppleið hehehe

Gleðilegt nýtt ár kæra Hrönn

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 10:58

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Anna. Það heitir pissað undir pressu! ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 31.12.2009 kl. 19:24

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Gleðilegt ár 2010 Hrönnslan mín. 

Anna Einarsdóttir, 31.12.2009 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband